Saturday, March 12, 2016

250-201

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART K

K: FAVORITE ALBUMS (250-201)

Mainlist has arrived! Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að stækka listann í Top250 Favorite albums. Þannig núna er ég búinn að bæta við plötunum sem eru í sætum 250-201 + að ég er búinn að lagfæra listann aðeins, þannig mæli með að skoða 200-101 aftur. Þar eru bæði breytingar og nýjar plötur. Þetta er því orðið Favorite Albums: Expanded (Extended?) Version. Í staðinn verður enginn official HM listi. Ástæðurnar fyrir þessu eru nokkrar. Aðalástæðan var að ég var með 104-105 plötur eftir sem ég vildi hafa á topp100. Önnur ástæða var að síðan ég byrjaði að vinna í þessum lista fyrir mánuði, jafnvel einum og hálfum mánuði síðan hef ég verið að hlusta á fokking mikið af stöffi. Nýtt stöff sem ég er búinn að tékka vel á, stöff sem ég hef aldrei haft tíma fyrir og endurskoðað líka margar plötur. Svo er líka bara svo margar góðar plötur til og margar plötur sem ég hef elskað og hlustað á frá því ég var 7-8 ára þangað til í dag (20+ ár) að ég vil henda a lot of love á a lot of albums. Svo að lokum er þetta Top250 eins og IMDB listinn sem er cool. Eftir að hafa lesið þennan texta yfir hef ég hugleitt það í 5 mínútur að kasta lyklaborðinu í vegginn og henda tölvunni minni í ruslið og kveikja í routernum á heimilinu. En við gerum það ekki, við höldum áfram að vera asnalegir og við höldum áfram með listann!



250A$AP Ferg - Trap Lord (2013)
Favorite songs: Let It Go, Lord, Work Remix

Síðan ég sá Ferg í Fiesta Remix með Sicko Mobb (youtube it) hef ég verið fan. Hann er fokking hilarious, ferskur og nettur í því lagi og myndbandinu. Mig langaði virkilega að þessi plata væri betri en allavega hingað til er hún góð en ekki mikið meira en það. Samkvæmt því sem ég hef lesið átti þetta fyrst að vera mixtape en var síðan breytt og updeitað í fyrstu stúdíóplötuna hans. Þannig vonandi verður næsta meiri bomba. BTW þá hljómar platan mun betur í headphones og góðum græjum. Bilaðir taktar.

249Annie - Anniemal (2004)
Favorite songs: Chewing Gum, Heartbeat, Greatest Hit

Þessi ljóshærða norska gella sem býr til elektró popp með 80's fíling er það besta sem hefur komið frá Noregi. Noregur sökkar. Chewing Gum og Heartbeat tvö bestu popplög aldarinnar.

248Childish Gambino - Because the Internet (2013)
Favorite songs: The Worst Guys, Sweatpants, 3005

Skemmtilegur gaur. Ekkert meira um það að segja. Ætla senda auglýsingu í morgunblaðið á föstudaginn. Childish Gambino: Skemmtilegur gaur. Góða Helgi. Kveðja frá Bubba Pipara.

247Schoolboy Q - Habits & Contradictions (2012)
Favorite songs: There He Go, Hands on the Wheel, Oxy Music

Crush a bit, little bit, roll it up, take a hit. Feeling it, feeling light, 2am, summer night. I don't smoke the reefer en get trúað því að það væri gucci að hlusta á þessa hakkaður.

246Ice Cube - Death Certificate (1991)
Favorite songs: The Wrong Nigga to Fuck Wit, No Vaseline

Þarf seriously að gefa Ice Cube alvöru séns aftur, sérstaklega eftir að ég sá Straight Outta Compton. Ice cold motherfucker back in the day. Feitabolla í dag. Samt legend í Jump Street. Þessi plata (og fleiri Cube plötur) gætu hækkað seinna meir. Hef alltaf fílað hann en aldrei verið megafan samt. Enda er ég manneskja. Ég er ekki vifta.

245Killer Mike - Monster (2003)
Favorite songs: Akshon (Yeah!), Rap is Dead, A.D.I.D.A.S.

Í dag annar helmingurinn af Run the Jewels (sem ég þarf að tjekka betur á) og algjör pólítíkfaggi. Alltaf í sjónvarpinu að rífast við miðaldra hvítar kellingar. Back in the day var hann bara feitur rappari. Sá og heyrði hann fyrst í The Whole World með Outkast. Sem er geggjað lag. Og versið hans Killer Mike þar var out of this world (not part of the whole world hehe).

244Spoon - Kill the Moonlight (2002)
Favorite songs: The Way We Get By, Stay Don't Go, Paper Tiger

Úmm ah. Úmm uh uh. Úmm ah. Úmm uh uh. 

243Chris Brown - Exclusive (Forever Edition) (2007)
Favorite songs: With You, Forever, Kiss Kiss

Hvað getur maður sagt? Forever segir allt sem segja þarf. Theme song hjá our club.

242Danny Brown - Old (2013)
Favorite songs: The Return, Dope Fiend Rental, Kush Coma

Eitthvað við stílinn hans sem segir mér að ég eigi aldrei eftir að vera mikill aðdáandi. En þetta er samt bumpin plata. Og það sem hann sagði um Radiohead og Ok Computer/Kid A var svalt.

241Coldplay - Viva La Vida or Death and All His Friends (2008)
Favorite songs: Lost!, Violet Hill, Strawberry Swing

Coldplay plata. Með Coldplay lögum. 

240Syd Matters - Someday We Will Forsee Obstacles (2005)
Favorite songs: Obstacles, To All of You, Someday Sometimes

Franskur perrralegur gaur. Svona horfa útúm gluggann í strætó plata þegar þér líður smá illa, ekki mjög illa, bara smá illa og þig langar að vera aftur 6 ára að leika þér úti áhyggjulaus. 

239. Naughty by Nature - Naughty by Nature (1991)
Favorite songs: Wickedest Man Alive, O.P.P, Uptown Anthem

Fyndið að segja frá því að ég kynntist þessari gangstarapp hljómsveit í The Office. Michael Scott spilaði O.P.P þegar hann var að ganga inn á staðinn í The Dundies. Takk Michael Scott. Einn ein ástæðan til að elska Michael Scott.












238
Lil Wayne - The Carter IV (2011)
Favorite songs: She Will, John, Mirror

Engan veginn á sama quality leveli og fyrri þrjár Carter plöturnar en samt nógu mörg góð lög til að slefa inná listann. Mirror svo ógeðslega fokking nice lag. Myndi setja það á topp10 bestu lög aldarinnar. Carter V droppar bráðum, hef enga trú á þeirri plötu en Lil Wayne búinn að segja að það verði síðasta stúdíóplatan hans. Best Rapper Alive 2008 going out, goodbye.

237Suicide - Suicide (1977)
Favorite songs: Rocket USA, Girl, Frankie Teardrop

Geðveik. Var búinn að gleyma að þessi plata væri til. En fór að hugsa fokking mikið um hana þegar ég var að hlusta á TLOP með Kanye. Öskrin á þeirri plötu eru geðveikt lík öskrunum á þessari plötu. Veistu hvað ég er að tala um? Sendu mér tölvupóst ef þú veist hvað ég er að tala um. Netfangið mitt er haraldur@hestafrettir.is.

236Badly Drawn Boy - The Hour of Bewilderbeast (2000)
Favorite songs: Everybody's Stalking, Once Around the Block, Pissing in the Wind

Kann ekki að lýsa þessum gaur. Skoðaðu hann bara á Pitchfork eða hlustaðu á hann ef þú hefur ekki gert það. Ég kann samt að lýsa ljóta andlitinu hans. Það er eins og það sé illa teiknað. Get it? Hehe. Var alltof ofarlega á listanum en er búinn að færa hana á sinn stað. Góð plata.

235John Frusciante - Shadows Collide With People (2004)
Favorite songs: Omission, Wednesday's Song, Song to Sing When I'm Lonely

Veit hreinilega ekki lengur hvort tónlistin hans sé raunverulega svona góð eða hvort ég sé ennþá dáleiddur síðan 2003-2006 þegar ég var tilbúinn að slást fyrir John Frusciante. Leið og ég kveikti á Omission hætti ég samt að pæla í því, fékk bara vellíðunartilfinningu all over.

234Radiohead - OK Computer (1997)
Favorite songs: Exit Music (For a Film), Karma Police, Lucky

Frá því ég byrjaði að fylgjast með tónlist að alvöru hefur þessi plata alltaf verið allstaðar. Ekkert nema 10/10 ratings, 5 stjörnur af 5 og númer 1 eða í versta falli topp10 á öllum listum. En ég hef aldrei verið með. Átti hana ekki einu sinni í tölvunni. Þurfti að fara á Spotify til að hlusta á hana aftur. 50% af mér segir mér að innst inni veit ég að þetta er geðveik plata og jafngóð og allir segja og ég þurfi bara að hlusta á hana stanslaust í nokkra daga til að fatta það. Hin 50% af mér hafa aldrei gotten the big deal þó mér finnist hún mjög fín. 25% af mér er fita. Exit Music og Karma Police samt gorgeous lög (er að reyna nota fjölbreytileg lýsingarorð). Kannski fatta ég þetta seinna. Kannski ekki. Kannski er ég nettari en allir aðrir. 

233Damien Rice - O (2002)
Favorite songs: Volcano, The Blower's Daughter, Cannonball

James Blunt - Back to Bedlam (2005) var seriously nálægt því að komast á listann. Ég get lofað þér því að 2005 Ég hefði lamið mig í klessu fyrir það eitt að hugleiða það að setja hana á listann. Fyrir mér þá var hann allt það sem var rangt við tónlist. Í dag I don't give a fuck. Get ekki neitað því hvað þetta sándar vel. Tengist Damien Rice kannski ekki neitt nema bara það að mér finnst einhvernveginn eins og ég eigi ekki að fíla hann. En mér finnst þetta rugl nice plata. 

232Childish Gambino - Royalty (2012)
Favorite songs: We Ain't Them, Unnecessary, RIP

Mér finnst tracklistið á plötunum hans hit and miss en þetta mixtape hinsvegar er sick alla leið. Hann og Bun B fá aukastig fyrir að rappa yfir Nightcall úr Drive.



231A Tribe Called Quest - Midnight Marauders (1993)
Favorite songs: Award Tour, 8 Million Stories, Oh My God

Sami fílingur og í Low End Theory. Mér finnst þær satt að segja mjög svipaðar í gæðum og þessi jafnvel aðeins betri stundum en ákvað að hafa eina hér og eina ofar þar sem ég hef aldrei verið huge Tribemaður.

230The Notwist - Neon Golden (2002)
Favorite songs: Pick up the Phone, Pilot, Consequence

Þýskir nördar. Geggjuð tónlist.

229The National - Sad Songs for Dirty Lovers (2003)
Favorite songs: Murder Me Rachael, Available, Slipping Husband

Fyrir utan fyrstu plötuna (sem ég hef bara eiginlega ekkert hlustað á fyrir utan einu sinni tvisvar í gegn) þá er þetta sísta platan þeirra. Þeir voru ekki búnir að fullþróa stílinn sinn finnst mér fyrr en þeir gáfu út Alligator en þessi plata er samt alltaf að verða betri með árunum finnst mér. 

228Red Hot Chili Peppers - Mother's Milk (1989)
Favorite songs: Subway to Venus, Knock Me Down, Taste the Pain

Fyrsta RHCP platan með Johnny Fru. Þarna voru þeir á svo miklu millistigi eitthvað. Johnny Fru var ungur og ekki alveg kominn inní þetta. Þeir voru að verða stærri en samt ekki nógu stórir. Þessi plata er svona blanda af fyrri plötunum og BSSM (BSSM ekki BDSM ógeðið þitt). Fyrir utan S/T og One Hot Minute hef ég alltaf peppað þessa plötu minnst. Geggjað album name og geggjað album cover samt. Og eins og ég segi alltaf auðvitað alveg nice shit. Finnst ég alltaf þurfa segja það í lokin þegar ég er búinn að vera neikvæður í textanum eða tala upp aðrar betri plötur. Auðvitað sjálfgefið að allar plöturnar á listanum eru góðar og í uppáhaldi hjá moi. Ég sagði moi til að hámarka hversu asnalegur ég get orðið.

227Dntel - Life is Full of Possibilities (2001)
Favorite songs: Umbrella, Why I'm So Unhappy, (This is) The Dream of Evan and Chan

Evan and Chan, lagið sem Dntel og Ben Gibbard (djöfull tala ég alltof mikið um þennan Gibbard fagga í þessum lista) gerðu saman, varð það vinsælt og gott að allir vildu meira. Þannig þeir stofnuðu The Postal Service. Enda er Evan and Chan vangefið lag. Gæti hlustað á það aftur og aftur. Og aftur. Og aftur. En svo ekki meira því ég væri kannski að fara í fermingu og þá myndi ég þurfa að hætta. Jesús. Allavega. Það lag er á öðru leveli en platan en platan sjálf er líka alveg áhugaverð og heillandi.

226James Blake - James Blake (2011)
Favorite songs: Unluck, The Wilhelm Scream, Limit To Your Love

James Blake er raftónlistarmaður frá London, Englandi. Ég er asnaleg feitabolla frá Grafarholti sem fann ekkert til að skrifa um þessa plötu annað en þetta.

225Lou Reed & John Cale - Songs for Drella (1990)
Favorite songs: Small Town, Open House, The Trouble With the Classicists

Dýrkaði þessa gaura. Dýrkaði Lou Reed. Dýrkaði John Cale. Dýrkaði VU. Þeir áttu samt alltaf í erfiðu sambandi þeir tveir (og Cale hætti auðvitað í VU) en ákváðu í kjölfarið á dauða Andy Warhol 1987 að grafa stríðsöxina, vera vinir og gera aftur tónlist saman. Þeir gerðu þessa plötu en John Cale tilkynnti eftir upptökur að hann myndi aldrei vinna aftur með Lou Reed. Þeir hættu t.d. við túrinn sem þeir ætluðu að taka eftir plötuna. Ruglað samt hvað þeir gera góða tónlist saman, hvort sem það er VU eða þessi plata. Þetta er svo ógeðslega þægileg, nice og "gamaldags" plata. Það eru engar trommur, bara píanó, fiðla og gítar og þeir tveir að skiptast á að syngja. Þú varst nú eitthvað að pæla í Andy Warhol man ég og lokalagið, Hello It's Me er goodbye lag tileinkað honum. Reyndar er öll platan tileinkuð honum þar sem Warhol er "Drella." Þessi klúbbur okkar hinsvegar er Della.

224All-Time Quarterback - All-Time Quarterback (2002)
Favorite songs: Dinner at Eight in the Suburbs, Untitled, Why I Cry

Ben Gibbard úr Death Cab með soloproject. Platan hljómar eins og demóupptökur af plötu en samt so good. 

223Ultramagnetic MC's - Critical Breakdown (1988)
Favorite songs: Ease Back, Ego Trippin', Funky

Þegar ég hlusta sé ég fyrir mér graffiti, breakdance, old school DJ-a sem spiluðu allt á vinyl og adidas galla. Mesta 80's Old School hip hop plata ever. Kool Keith er kool gaur. Þannig hefur hann örugglega fengið nafnið sitt. Því hann var kool gaur. Og hét Keith.

222The Decemberists - Picaresque (2005)
Favorite songs: Eli the Barrow Boy, From My Own True Love (Lost at Sea), 16 Military Wives

Býr til virkilega skemmtilegar einfaldar og fallegar og góðar sögur í textunum sínum. Öll lögin hér fyrir ofan eru t.d. ógeðslega nice lög.

221John Frusciante - The Will To Death (2004)
Favorite songs: The Mirror, The Days Have Turned, The Will To Death

7.4 á pfork. Kom smá á óvart. Mig minnti eins og hann hafi alltaf fengið mega hate frá þeim, en það er rangt. Það er meira Chili Peppers. Eða allavega Chili Peppers síðustu 10 ár. Hann tók þessa plötu upp "in a minimalist fashion" og notaði bara maximum 2 tökur fyrir hvert lag. Hann hafði líka viljandi smávægileg production mistakes á plötunni svo sándið væri ekki perfect. Góð plata og svona dæmi gerir hluti bara meira heillandi fyrir mér.

220Interpol - Antics (2004)
Favorite songs: Evil, Take You on a Cruise, C'mere

The Trouble is that you're in love with someone else. It should be me. It should be me! Sé fyrir mér þig öskra þessa línu einhverstaðar í framtíðinni en hérna er þetta bara lína á Interpol plötu. 

219. A$AP Rocky - At. Long. Last. A$AP (2015)
Favorite songs: L$D, LPFJ2, M'$

Lord Pretty Flacko! Svalasti gaur á jarðríki. Fíla þessa plötu samt miklu minna en fyrri plötuna. Finnst vanta meira rapp, minna tilraunarugl eitthvað. Eins og L$D sem er nice lag en ég er ekki að fara hlusta á það stanslaust aftur og aftur á repeat því það er svo sérstakt og langt lag einhvernveginn. 

218Eddie Vedder - Into the Wild (2007)
Favorite songs: No Ceiling, Society, The Wolf

Ákvað að leyfa þessari að fljóta líka inná mainlist þrátt fyrir að vera á Soundtrack Listanum líka. Þetta er náttúrulega eiginlega bara straight up sólóplata frá Vedder. Flestar hinar plöturnar á Soundtrackslistanum voru ekta "soundtrack albums". Ýkt þægileg plata. 

217Jeff Buckley - Sketches for My Sweetheart, the Drunk (1998)
Favorite songs: Everybody Here Wants You, Vancouver, Nightmares by the Sea



Platan átti að heita My Sweetheart the Drunk sem mér finnst klikkað gott plötunafn. Sketches for bættist við því hann náði aldrei að klára plötuna áður en hann drukknaði. Special fokking talent. Voice of a angel. Allt sem hann skildi eftir er mystical, sad og beautiful. RIP.

216The Velvet Underground - VU (1985)
Favorite songs: I Can't Stand It, Stephanie Says, I'm Sticking With You

Ekki studioplata heldur lög sem voru tekin upp árin 1968 og 1969 milli WL/WH og TVU sem voru ekki notuð. Bæði John Cale og Lou Reed lög en reyndar notaði Lou Reed nokkur lög í öðrum búningi hér og þar, bæði á sólóplötunum sínum og með VU. Nú skrifa ég oft eins og þú vitir ekkert en getur vel verið að ég sé oft að skrifa eitthvað sem þú veist, eins og núna, en skrifa samt alltaf þannig bara svo þú vitir. Allavega mæli með þessari ef þú hefur ekki tékkað á henni (geri ráð fyrir að þú hafir tékkað á öllum stúdíóplötunum).

215Bob Dylan - The Freewheelin' Bob Dylan (1963)
Favorite songs: Girl From North Country, Masters of War, Don't Think Twice It's All Right

Bob Dylan á fáranlega margar plötur á þessum lista og ég fíla hann mjög vel. Samt myndi ég aldrei setja hann á top10 fav artists en hann á stórt discography og margar góðar plötur. Ég hefði getað sett 3-4 plötur með honum í viðbót á listann.

214Sufjan Stevens - Illinois (2005)
Favorite songs: John Wayne Gacy Jr., Jacksonville, Casmir Pulaski Day

Bright Eyes og Sufjan. Var að pæla mikið í þessum tveimur artistum. Þoli þá eiginlega ekki lengur en elskaði tónlistina þeirra einu sinni. Þegar ég hlusta á Sufjan í dag digga ég samt meira hans stöff. Ég digga ennþá Bright Eyes en meika yfirleitt ekki meira en hálft lag áður en ég fæ ógeð. Of mikil væl, of mikið emo. Þessi Sufjan plata er auðvitað frábær, get ekki neitað því en það er bara eitthvað við tónlistina hans, passar ekki við mig árið 2016. En samt nógu góð plata til að komast á listann.

213 Bloc Party - A Weekend in the City (2007)
Favorite songs: Hunting for Witches, Kreuzberg, I Still Remember

I have decided at twenty-five...that something must change..

Allt við þessa plötu ætti að gera hana að uppáhalds plötunni minni. Silent Alarm var og er meistaraverk og ég dýrkaði þá plötu. Ég var algjör BlocParty faggi. Album coverið er illað. Nafnið á plötunni er geggjað og eitthvað sem allir geta tengt við. Það er lag á plötunni sem heitir Kreuzberg sem er hverfi í Berlín sem ég hjólaði í gegnum á hverjum degi. Textarnir tilfinningamiklir og góðir. Tónlistin góð. Og alltaf þegar ég hlusta á plötuna er ég "damn þetta er tight shit!" en samt er eitthvað ekki að gerast. Var þannig árið 2007 þegar hún kom út og er þannig ennþá árið 2016 þegar Kuski kom út (úr skápnum). Finnst þetta semsagt geggjuð plata og fíla allt við hana en samt hef ég aldrei dýrkað hana eða orðið obsessed af henni, eins og t.d. með Silent Alarm. #213 er samt alveg gott spot.

212Coldplay - X&Y (2005)
Favorite songs: Fix You, Swallowed in the Sea, Kingdom Come

Þriðja besta Coldplay platan. Þvílíkur heiður. Var ofar en færði hana neðar, aðallega því hún er slakari en Rush of Blood. Finnst hún samt ennþá virkilega góð og lög eins og Swallowed in the Sea og Kingdom Come eru ógeðslega góð.

211The Doors - The Doors (1967)
Favorite songs: The Crystal Ship, Light My Fire, The End

Það var nú tímabil þar sem þessi hefði verið á topp50. En ég er svolítið kominn yfir svona tónlist. Allt þetta shit eins og Zeppelin og fleira sem er bara frábær tónlist en missti algjörlega áhugann á svona tónlist eftir ákveðið tímabil. Legendary plata samt. Light My Fire classic. The End í Apocalypse Now. Wow. Bow. Lil Bow Wow.

210Mickey Avalaon - Mickey Avalon (2006)
Favorite songs: Waiting to Die, Jane Fonda, Mr. Right

Hef ekki hugmynd um hversu vel metinn hann er. Gæti verið að hann sé ekki með góð reviews en mér er sama. Þessi plata er svo mikið fun. Og dirty. Alltaf þegar ég hlusta á þessa plötu langar mig að vera ber að ofan, ógeðslegur, hellandi yfir mig áfengi, hoppandi uppá borði reykjandi 17 sígarettur í einu, skítugur og glaður.

209Chance The Rapper - Acid Rap (2013)
Favorite songs: Juicy, Favorite song (lol get it?), Chain Smoker

Það er svo nice þegar það kemur rappari með rödd sem maður hefur aldrei heyrt áður í rappi. Þessi gaur er með svo fokking skrýtna en geggjaða skræka rödd, svona rödd sem ég gæti séð fyrir mér í Tim Burton mynd. Eða Mighty Boosh þætti. Veit ekki hvort það meikar sense. Fyndinn gaur. Chance geggjaður gestarappari líka. Sama hvort það sé á Kanye plötu, Bieber plötu eða Childiish Gambino plötu. Acid rap...er Acid. Ömurlegt. Þú fílar Chance. Man að ég sýndi þér plötuna í símanum einhverntímann. Verður gaman að sjá hvað hann gerir þegar hann droppar studioplötu þar sem þetta er mixtape. Þó það hljómi ekki eins og eitthvað lame ass mixtape. Hljómar dope.

208Rihanna - Loud (2010)
Favorite songs: What's My Name, Cheers (Drink to That), Only Girl in the World

K R A Z Y W O R L D R I H A N N A C O O L B E A U T I F U L P A R T Y

207
GZA - Liquid Swords (1995)
Favorite songs: Cold World, 4th Chamber, Shadowboxin'


The Genius!











206GOOD Music - Cruel Summer (2012)
Favorite songs: To the World, Clique, Cold

Þvílík veisla. Jay-Z, Kanye, 2Chains, R Kelly, Kid Cudi, Big Sean og fl að leika sér. Lögin sem Kanye droppaði á þessari plötur eins og To the World, Clique, Mercy, Cold eru geðveik. Hann hefði getað búið til 10/10 plötu í kringum þessi lög.

205Arcade Fire - Neon Bible (2007)
Favorite songs: Keep the Car Running, (Antichrist Television Blues), Windowsill

Erfitt að skilja þetta kannski en eitthvað er öðruvísi í dag. Þegar Funeral kom út var svo ógeðslega mikil mystík, rómantík og bara eitthvað special við þetta band og tónlistina þeirra. Ekki bara Arcade Fire heldur fleiri bönd á þessum tíma. Mér leið eins og þessar manneskjar og þessi tónlist væri að koma frá einhverjum stað lengst í burtu, heillandi og mystískum stað, en samt var ég að tengja við hverja línu. Það var eitthvað sérstakt og fallegt við það. Veit ekki, í dag, everything is information, social media, allir vita allt, allt er eitthvað svo nær manni. Win Butler og Donald Trump og Beyonce og David Beckham og allir eru in my face every hour of the day. Sama hvert ég fer á netinu er verið að troða öllu í andlitið á manni. Auglýsingar. Fréttir. Tónlist. Maður getur ekki farið á instagram eða horft á Tottenham leik án þess að einhverju er troðið upp í rassgatið á manni. Mér finnst mikið af rómantíkinni og mystíkínni við þennan tíma horfið. Og þessi plata kom á þeim tíma einhvernveginn sem mér var að byrja líða svona. Virkilega góð Arcade Fire plata, bara ekki Funeral.

204. Johnny Cash - American IV - The Man Comes Around (2002)
Favorite songs: Hurt, Personal Jesus, I'm So Lonesome I Could Cry

Hurt og Personal Jesus eru einhver bestu cover sem ég veit um. Þessi gæji er náttúrlega helvítis kóngur en hann hefur alltaf verið svona bestof gaur hjá mér. Hef aldrei skoðað plöturnar hans almennilega fyrir utan American-seríuna sem hann gerði með Rick Rubin. Svo mörg persónuleg emotional lög sem urðu til þar. Rick Rubin sagði í viðtali að þegar þeir voru að taka upp seinustu plötuna sást að hann væri að deyja. Kom annan hvern dag alveg ónýtur í stúdíóið. Það er eitthvað við gamla sorgmædda rokkarakalla og tónlistina þeirra sem er svo fokking fallegt. Beint í hjartað. Sama með Bob Dylan. Sumt sem Dylan gerði sem gamall kall er guðdómlegt.

203. The Prodigy - Experience (1992)
Favorite songs: Jericho, Out of Space, Fire

Gonna seeend him oooout of spaaaace! Þó að engin Prodigy plata sé ofarlega þá voru þær nánast allar nálægt því að komast á listann. Alltaf allavega 4-5 geggjuð lög á hverri plötu.

202. Common - Be (2005)
Favorite songs: Be (Intro), Go, The Food (Live)

The Food (Live) performance-ið og stemmarinn í Chappelle's Show er eitt mesta feel good sem ég veit um. Kanye producaði plötuna og það heyrist.

201. Andrew Kenny & Benjamin Gibbard - Home Volume V (2003)
Favorite songs: You Remind Me of Home, Choir Vandals, Church Mouse in the Church House

Tveir kóngar á þessum tíma. Gibbard (Death Cab) og Kenny (American Analog Set) með 4 accoustic lög hvor og þar á meðal gerðu báðir coverlag frá hinum (Gibbard coveraði AAS og Kenny Death Cab). Man hvað ég var spenntur þegar ég pantaði þessa á amazon. Var svo mikill fanboy. Og asnalegur. Ennþá góð samt. Church Mouse er fokking amazing.