Tuesday, March 29, 2016

13-11

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART X

X: FAVORITE ALBUMS (13-11)

X gonna give it to ya! Stafurinn X er sá næstsíðasti í stafrófinu, sem þýðir bara eitt. Síðustu 3 plöturnar for the final. El finale. Topp 10. Fótboltafélagið okkar Bolti&Coke spilar leikkerfið 4-3-3 og við erum komnir í framlínuna. Miðjumennirnir voru pure class og framherjarnir eru ekki síðri. CR7, Jermain Defoe og King Francesco Totti. Það held ég. Quality players. 13, 12 og 11, þær 3 plötur sem því miður náðu ekki inná topp10. En of course, samt allar 10/10 plötur sem eru í rugl miklu uppáhaldi. Þvílíkar plötur. Jafngóðar og hægri löppin á Totti og jafnfallegar og silkimjúka hárið hans.Vá, maður.









13Black Star - Mos Def & Talib Kweli Are Black Star (1998)
Favorite songs: Definition, Respiration, Thieves in the Night

97 og 98 voru báðir þessir dudes að byrja ferilinn og báðir voru að vinna í því að gefa út sína fyrstu sólóplötu. En þeir ákváðu að fresta því og sameinast frekar sem Black Star og gera þessa plötu. Fyrir utan það að vera ein feitasta, heitasta og besta rappplata allra tíma var platan líka statement gefin út á mikilvægum tíma í hipphopp sögunni.

One, two, three
Mos Def and Talib Kweli
we came to rock it on to the tip top

best alliance in hip hop

I said one two three
it's kinda dangerous to be a MC
they shot 2pac and Biggie

too much violence in hip hop.

Á þessum tíma var gangstarappið, beef, ofbeldi og almennt slæm ímynd rappsins komin út í rugl. 2pac var myrtur. Biggie Smalls var myrtur. Big L var gunned down. Allt snerist um byssur, dóp, drepa og ofbeldi. Black Star voru orðnir þreyttir á þessu og vildu take it back. Þegar það skipti máli að vera með góða djúpa texta, old school jazzuð beats og rappa vel og peppa sjálfan sig upp án þess vera gangsta. Þannig byrjaði hipphopp. Cats on the mic rappandi um að vera bestir, með besta flæðið og bestu rímurnar. Þetta voru samt ekki einhverjir kirkjustrákar að reyna stoppa gangstarapp eins og einhverjar miðaldra þröngsýnar sveitamömmur. Þetta voru illa nettir gaurar, harðir en ekki fake. Klárir gæjar og þetta var það sem þeir vildu gera, þeir nenntu ekki þessu ofbeldi, beefi og gangsta gangsta rugli og þeim var drullusama um vinsældir og frægð og peninga. Þessir gæjar hafa lengi verið taldir einhverjir most talented í rappinu, bæði hvað varðar það að rappa og lyrics. Jay-Z sagði meirasðegja einu sinni: If skills sold, truth be told, I'd probably be lyrically Talib Kweli. Enda eru lyrics á plötunni á hæsta leveli.

Lyrically handsome, call collect a king's ransom
jams I write soon become the ghetto anthem
way out like Bruce Wayne's mansion, move like a phantom
you'll talk about me to your grandsons
cats who claiming they hard be mad fag
so I run through them like flood water through sandbags
competition is mad, what I got, they can't have
sinking they ship, like Moby Dick, did Ahab
son I'm way past the minimum, it's a verb millenium
my rap's the holy gas in your bag, like Palestinians.



Öll platan er sick en næstsíðustu tvö lögin, Respiration og Thieves in the Night eru on another level. Klikkuð. Mos Def heldur áfram að reppa Batman í Respiration. Gangstas of Gotham hardcore hustling! er grjóthörð fokking lína. Svona plötur koma bara einu sinni á 100 árum og virkilega grátlegt að þeir gerðu aldrei aðra plötu saman sem Black Star. En kannski hefði sú plata bara orðið vonbrigði. Þessi er allavega one of a kind masterpiece og ég verð þakklátur alla tíð.

Breathin' in deep city breaths, sittin' on shitty steps
we stoop to new lows, hell froze the night the city slept
the beast crept through concrete jungles
communicating with one another
and ghetto birds where waters fall
from the hydrants to the gutters
the beast walks the beats, but the beats we be making
you on the wrong side of the tracks, looking visibly shaken.



12. Kanye West - Graduation (2007)
Favorite songs: Can't Tell Me Nothing, Drunk & Hot Girls, Homecoming

Enn ein Kanye West platan. Hann er fav artist all time. Það er bara þannig. Eftir fyrstu tvær plöturnar bjó hann til algjörlega nýtt sánd á Graduation. Miklu poppaðara og hreinna sánd, miklu meiri tölvutónlist. Svo ógeðslega góður producer. Elska productionið og soundið á þessari plötu, all the samples og sú Kanye plata sem mér finnst production-ið geggjaðast. Allavega pælt mest í því á þessari. Myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Kanye platan. Mesta partýplatan. Hvert einasta lag geggjað og síðan hún kom út hef ég skipt um uppáhaldslag svona 800 sinnum, sem er bara merki um frábæra plötu og líka merki um plötu sem endist lengi. Fyrir utan kannski Can't Tell Me Nothing sem er örugglega all time fav Kanye song. Það eru 9 ár síðan þessi plata kom út en alltaf þegar ég hlusta á hana líður mér eins og hún sé glæný. Ferskasta plata allra tíma. Hiphop from the Future. Ekkert meira um þetta að segja. Kanye er kóngurinn og ég elska þessa plötu.

I met this girl when I was three years old
and what loved most she had so much soul
she said, excuse me little homie, I know you don't know me, but
my name is Windy and I like to blow trees
and from that point I never blow her off
niggas come from outta town I like to show her off
they like to act tough, she like to tow em off
and make them straighten up their act, cause she knew they soft
and when I grew up she showed me how to go downtown
and at nighttime my face lit up so astounding
and I told her in my heart is where she always be
she never mess with entertainers because they always leave
she said it felt like they walked and drove on me
knew I was gang affiliated got on TV and told on me
I guess it's why last winter she got so cold on me
she said, Ye keep making that
keep making that platinum and gold for me.











11Death Cab For Cutie - Transatlanticism (2003)
Favorite songs: Tiny Vessels, Transatlanticism, A Lack of Color

Veit ekki hvort Ben Gibbard sé besti textahöfundur í heimi en það er enginn betri í að fegra tilgangslausa venjulega tilveruna. Matt Berninger og fleiri góðir eru gods þegar kemur að lyrics hjá mér en af öllum tengi ég samt persónulega örugglega mest við Gibbard. Eins og þetta lag, New Year, minnst uppáhalds lagið á plötunni en hugsanlega besti textinn, um hvernig gamlárskvöld stendur aldrei undir væntingum og hvað allt við þetta sökkar. Svo einfalt en samt nær hann alltaf að negla þetta. Tekur síðan alltaf lagið í svo skemmtilegar áttir eins og seinsta versið.

So this is the new year and I don't feel any different
the clanking of crystal, explosions off in the distance
so this is the new year and I have no resolutions
for self assigned pennance, for problems with easy solutions

so everybody put your best suit or dress on
let's make believe that we are wealthy for just this once
lighting firecrackers off on the front lawn
as thirty dialogs bleed into one

I wish the world was flat like the old days
then I could travel by folding a map
no more airplanes, or speed trains, or freeways
there'd be no distance that could hold us back.






Rólegri og minna rokkaðari en The Photo Album en dýpri og fallegri. Concept plata, úthugsuð í gegn, öll lögin renna viljandi saman í eitt og allt tengist sem heild eins og alvöru plötur eiga að vera. Það er til dæmis sjúklega impressive hvernig endirinn á Tiny Vessels og byrjunin á Transatlanticism tengjast með trommuleiknum. So sweet.

Your heart is a river that flows from your chest
through every organ
your brain is the dam
and I am the fish who can't reach the core.

Gibbard flytur hvert orð svo sannfærandi, beint frá sínu hjarta, beint í mitt hjarta og aldrei hefur tónlistin verið jafn fullkomin fyrir textana hans og á þessari plötu. Svo eru það línurnar sem eru algjörlega fáranlegar en hljóma perfect í Death Cab veröldinni og enda með að vera uppáhalds línurnar manns. Óskiljanlegt.

The glove department is inaccurately named
and everybody knows it

Eða þá línurnar sem eru svo guðdómlegar og fallegar að þegar þær koma út úr munninum á þessum manni er eins og ekkert annað í heiminum skipti máli. Það eina sem skiptir máli er þessi lína meðan hún bergmálast um allt herbergið og svo aftur í hausnum á þér, aftur og aftur, þangað til þú gleymir hver þú ert og hvar þú ert.

She is beautiful but she don't mean a thing to me

Að hlusta á Death Cab rotar töffarann í mér. Mig langar bara að vera ástfanginn og góður gaur og elska sætar stelpur þangað til ég dey og skrifa ljóð um þær. Tónlistin róar mann niður og textarnir breyta manni í emotional lovesick bitch. Allt verður svo ljúft og þægilegt en samt svo spennandi, dreamy og smá sorglegt. Því Gibbard veit og hefur upplifað að eins frábært það er að vera skotinn, hrifinn, ástfanginn í stelpu að þá er það jafn ömurlegt að sakna stelpu, geta ekki verið með stelpu, elska einhvern en vera ekki elskaður tilbaka.

This is fact not fiction
for the first time in years
all the girls in every girlie magazine
can't make me feel any less alone
I'm reaching for the phone 
to call at 7:03 and on your machine 
I slur a plea for you to come home but I know it's too late
and I should have given you a reason to stay.










Next up: Top 10