Sunday, May 1, 2016

Top250

Byrja hér. Introduction

Listinn byrjar svo á 250-201


Thursday, April 21, 2016

01

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 10

Z10: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #1)

Alright, alright, alright. Number 1. Þetta er búið að vera suddalegt ride. WOW. Eyddi alltof miklum tíma í þetta en var algjörlega worth it. Kom mér aftur betur inn í tónlist. Það er ekkert betra í heiminum en gott lag eða góð plata. Sama hvar þú ert eða hvað þú ert að gera. Missa þig drunk á djamminu. Einn liggjandi í grasinu. Og allar minningarnir og allar tilfinningarnar og allir staðirnir og allar persónurnar og allt sem þú gerðir og allt sem getur tengst einu fokking lagi. Pure magik homie. Það er komið að #1 og þegar allt kom til alls var þetta auðvelt ákvörðun. Sé ekki neitt eftir að hafa þessa í númer 1. Einfaldlega my fav fav fav fav fav favorite og ekkert annað album nálægt þessu. Takk fyrir mig. Until next time, goodnite sweet prince.














..........
.........
........
.......
......
.....
....
...
..
.

1. Frank Ocean - nostalgia,Ultra (2011)
Favorite songs: Novacane, Songs for Women, Lovecrimes, Swim Good

.
..
...
....
.....
......
.......
........
.........
..........



Besta plata allra tíma? Veit það ekki maður en allavega uppáhalds platan mín. Þetta er ekki einu sinni alvöru plata. Þetta er mixtape. Frank Ocean gaf það út sjálfur á netinu. Sem er ótrúlegt. Frank Ocean var fyrst í því að semja lög fyrir aðra og var líka partur af Odd Future. Hann var signaður af Def Jam 2009 en sambandið milli hans og þeirra var ekki gott og hann sagði þeim að fokka sér og gaf út þetta mixtape sjálfur á netinu, án þess að auglýsa það. Þegar Frocean uploadaði plötunni á Itunes merkti hann plötuna í genre sem Bluegrass og Death Metal sem er fokking hilarious. Þegar hann var spurður út í þetta sagði hann:

"I don't want to seem like I have cause against genres, or maybe I do...Bluegrass is swag. Bluegrass is all the way swag"

Þó þetta sé flokkað sem R&B plata er Frank samt ekki sáttur með það og sagði að platan væri undir R&B áhrifum en væri miklu meira en bara R&B plata.

"If you're a singer and you're black, you're an R&B artist. Period"


Mér finnst eins og þessi plata hafi verið búin til sérstaklega fyrir mig. Draumabíllinn hans Froceans er á coverinu og verð að viðurkenna að þetta er draumabíllinn minn líka. The color and everything. Þemað á plötunni er nostalgía og það er eitthvað hugtak sem ég er obsessed af alla daga, alla ævi. Fortíðin er eitthvað sem ég get ekki hætt að pæla í. Nostalgíumóment og tímar eins og Djöfull voru þetta good times eða Vá hvað þetta var besta kvöld lífs míns. Fortíðarþrá og ef ég mætti velja fengi ég að vera 5 ára aftur og gera allt aftur. En svo er það líka eftirsjá. Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju kyssti ég ekki þessa stelpu og af hverju hætti ég í fótbolta og af hverju fór ég ekki meira all in í allt. "It's a longing for the past. That's what the record feels like." Damn straight, Frankie. Platan er er eins og 90's paradís fyrir mig sem ólst upp in the 90's. Kasettuhljóðin. Tölvuleikirnir. Lögin sem eru nefnd eftir tölvuleikjunum sem ég spilaði eins og Metal Gear og James Bond þegar tímarnir voru einfaldari. Stanley Kubrick kemur aftur og aftur á plötunni. I'm feeling like Stanley Kubrick / this is some visionary shit / been trying film pleasure with my eyes wide shut / but it keeps movin'. Hann meiraðsegja samplar Eyes Wide Shut inn á plötuna fullkomnlega.



Það er ekkert þreyttara en þeir sem vilja monta sig af því að hafa verið byrjaðir að hlusta á artist áður en hann varð frægur og ég ætla ekki að gera það. Það var samt skrýtið að fylgjast með þessu, hvernig hann varð frægari og frægari. Þegar ég heyrði fyrst um hann vissi ég um engan sem var að hlusta á hann nema nokkrir nettir á Íslandi. Það var um vorið 2011 sem ég hlustaði fyrst á lög eins og Swim Good og Novacane. Þegar ég var fluttur til Berlín í byrjun júní vorum við brósi helteknir af plötunni. Enda mikilvægasta og tilfinningamesta platan á The Berlin Trilogy. Við vorum báðir bara hvaða fokking gaur er þetta? Þetta er motherfokking kóngur. Fyrstu 2-3 vikurnar vorum við flakkandi milli íbúða og það eina sem skipti máli á hverjum stað var sófi, kaldir í ísskápinn og að tengja græjurnar. Tveir risastórir old school hátalarar og alltaf Frocean í græjunum allan fokking daginn. 25 stig fyrir utan gluggann sem var galopinn, Novacane á hæsta styrk og maður sat í glugganum með marlboro light í kjaftinum. Lífið var gott. Nostalgia, Ultra. Novacane er besta lag sem ég veit um. Er til betri texti? Hittir hot gellu á Coachella og verður high á tannlæknadópi? Hvernnig á ég ekki að tengja 2489% við þetta maður. Fokk.

I think I started something, I got what I wanted
did did not I can't feel nothin', superhuman
even when I'm fucking, viagra popping, 
every single record autotunin'
zero emotion, muted emotion, pitch corrected, computed emotion
I blame it on the model broad with the Hollywood smile
stripper booty and a rack like wow, brain like Berkeley

met her at Coachella, I went to see Jigga, she went to see Z Trip, perfect
I took a seat on the ice cold lawn, she handled me a ice cold bong, whatever

she said she wanna be a dentist really badly, she's in school paying
for tuition doing porn in the valley, at least she's working
but girl I can't feel my face, what are we smoking anyway
she said don't let the high go to waste, but can you taste a little taste of
...novacane baby, I want you
fuck me good, fuck me long, fuck me numb
love me now, when I'm gone, love me now
love me none, numb, numb, numb.

Sink full of dishes pacin' in the kitchen, cocaine for breakfast, yikes

bed full of women, flip on a tripod, little red light on shootin', 
I'm feeling like Stanley Kubrick, this is some visionary shit
been trying to film pleasure with my eyes wide shut but it keeps on moving
I blame it on the model broad with the Hollywood smile
stripper booty with the rack like wow, I'll never forget ya

you put me on a feeling I never had, never had, never had
and ever since I've been trying to get it back, pick it up and put it back
now I'm something like the chemist on campus
but there's no drug around, quite like what I found in you
I still can't feel my face, what am I smoking anyway
she said don't let the high go to waste, but can you taste a little taste of
...novacane, novacane
numb the pain, numb the pain
for the pain, for the pain.



Þegar platan droppaði voru margir sem urðu fans eins og Nas, Beyonce og Jay-Z. Skiljanlega. Kanye var mjög impressed og bauðst til að hjálpa Frank að taka upp debut studio plötuna hans en Frank sagði einfaldlega:

"As much as I want to work with you...I kinda want to do this without you. I kind of wanna do it on my own"

Fokking shit. Hvernig er ekki hægt að respecta svona gaur endalaust? Ber svo mikla virðingu fyrir svona gaurum. Annað en þessir gömlu fake ass rokkarar sem sökka dick. Eins og Don Henley í The Eagles sem kærði Frank Ocean fyrir að taka Hotel California og syngja yfir það. Þvílíkur fokking pappakassi. Gætir bara grætt á þessu og fengið nýja fans en í staðinn reyniru að missa fans með því að vera asnalegur. Haltu bara kjafti og farðu og lestu dagblað gamla sulta. Frank tók hann líka í gegn:

"He threatened to sue if I perform it again. I think that's fucking awesome. I guess if I play it at Coachella it'll cost me a couple hundred racks. If I don't show up to court, it'll be a judgement against me & will probably show up on my credit report. Oh well, I try to buy my shit cash anyway. They asked that I release a statement expressing my admiration for Mr. Henley, along with my assistance pulling it off the web as much as possible. Shit's weird. Ain't this guy rich as fuck? Why sue the new guy? I didn't make a dime off that song. I released it for free. If anything I'm paying homage."

Ekki til plata sem ég tengi meira við. Ekki til plata sem ég dýrka meira. Ekki til plata sem ég hef hlustað meira á. Swim Good. Songs For Women. We All Try. There Will Be Tears. Lovecrimes. Geggjaða Coldplay Strawberry Swing coverið. All the songs great. Svo margar fallegar minningar með plötunni. Svo margar bittersweet minningar. Þessi plata hefur verið með mér, good times, bad times. Berlín. GRH. Evrópa. Kanada. Alone in the night. Umkringdur fólki á djamminu. Skeitandi í Belgíu. Chillin with the homies. Rúnturinn um miðjar nætur og rúnturinn með fellunum. Tímalaus plata og that nostalgiafeeling sér til þess að maður er aldrei á sama stað þegar maður er að hlusta. Stundum er maður í G Town keeping it real en stundum ferðast maður aftur til 94, þegar maður hugsaði ekki um neitt annað en að fá pizzu á laugardögum og vinna besta vin sinn í tölvuleik. nostalgia,Ultra. Fcking lve u Frank Ocean. Þetta er my number #1.


Saturday, April 16, 2016

02

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 9

Z9: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #2)

Number 2. You are either first or you are last. En ekki á þessum lista. Að vera number 2 á þessum lista er eins og góður number 2. Eins og Gustavo Gaviria í Medellín Cartel. Pablo Escobar var kóngurinn og enginn þorði að segja neitt við hann. Nema Gustavo. Hann sagði honum bara að halda kjafti og hætta þessu rugli þegar Pablo var að skíta uppá bak. Svo var hann bara svo fokking nettur. Í póló bolunum sínum, með sixpensara, sígó og sólgleraugu. Hann var að runna þessu Cartel shitti. Hann átti langfokkingbesta atriðið í Narcos. Það var það gott atriði að ég myndi setja það á topp5 yfir það svalasta sem ég hef nokkurntímann séð í TV eða Movies. Narcos season 2 can't fucking wait. Það er komið að tvistinum. Tvix. Tveir. Uno, dos...





























.....
....
...
..
.

2. Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy (2010)
Favorite songs: Devil in a New Dress, Hell of a Life, Runaway, Blame Game

.
..
...
....
.....



Þegar ég hugsa um þessa plötu hugsa ég eiginlega aldrei um hana sem rappplötu. Hún er á svo miklu hærra leveli en nokkur önnur rappplata. Hugsa bara um hana sem listaverk, meistaraverk, tónverk. Þetta er plata sem Beethoven og Mozart hefðu gert ef þeir væru svartir þrítugir gæjar í dag. Nei ekki einu sinni þeir gætu gert þessa plötu. Þetta er mikilvægri og merkilegri plata en fólk gerir sér grein fyrir og heimurinn mun fatta það eftir 50 ár hvað þessi plata var mikil fokking bomba. Allar plöturnar með Kanye eru geggjaðar og ég hef hlustað á þær allar stíft en af öllum plötunum þá fór ég allra dýpst með þessa. Tók hana niðrá hafsbotn. Það var eitthvað við þessa plötu sem hitti beint í mark hjá mér á öllum levelum og ég tengdi gríðarlega við hana. Það er hægt að tengja við þessa plötu alla daga, öll kvöld, hvaða dag ársins og sama hvernig þér líður. Graður, reiður, glaður, leiður, sár, svekktur, ástsjúkur, ástarsorg, hvað sem er þá er hægt að tengja. Sem gerir hana svo geggjaða. Þú getur alltaf hlustað á hana. Hendir All of the Lights á þegar þú ert í partý á laugardagskvöldi og setur svo Blame Game á sunnudeginum þegar þú ferð að hugsa um allar stelpurnar. The plan was to drink until the pain over / but what's worse, the pain or the hangover? Runaway...ég veit ekki maður. Runaway er bara besta Kanye lag all times og bara besta lag all times. Punktur og pasta og pizza. Þessi plata er líka auðvitað plata númer 2 í The Berlin Trilogy (Max Version) og segir margt af hverju mér þykir svona vænt um hana. Ég var obssesed af þessari plötu í Berlín. Hjólaði með hana. Blastaði hana í græjunum heima. Var með hana í gangi þegar ég var að lyfta. Leið eins og Súperman nema með þúsund galla. Svona svipað og Kanye er á plötunni einhvernveginn. Súperman en samt bara algjört Monster. Mig langar að skrifa endalaust um þessa plötu en ég veit ekki hvað ég ætti að bæta við það sem hefur þegar verið sagt. Það að þessi plata sé númer #2 segir allt um hversu mikið ég fokking dýrka þessa plötu út í geim og aftur heim. Þetta var Kanye's Beautiful Dark Twisted Fantasy og mín líka.



Friday, April 15, 2016

03

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 8

Z8: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #3)

Þriðja sæti. Gæti verið fyrsta sæti. Emotional tenging við plötu þá á engin önnur plata breik í þessa plötu. Það eru bara endalausar tilfinningar þegar ég hugsa, skrifa, hlusta, tala um þessa plötu. Laugardagshádegið á Roskilde Festival 2007 er fyllt af meiri tilfinningum en hjartað mitt ræður við. I don't know how to do this. Þarna vaknaði ég, einn, í drullunni og rigningunni. Í lánuðu sokkapari frá svíunum sem gistu við hliðiná okkur. Þvílíkir öðlingar. Frábærir náungar. Fyrsta kvöldið langaði mig heim en eftir að ég hitti þá langaði mig að vera alla ævi þarna. Allir vinir mínir voru í Kaupmannahöfn og völdu djamm í borginni framyfir föstudagskvöld á Roskilde. Vaknaði ógeðslegur á laugardeginum í tjaldi sem ég hafði aldrei séð áður. Fór í stígvélin og þrykkti einni marlboro beint upp í mig. Klukkan 12.59 var ég með perfect buzz. Búinn með nokkra kalda og nokkrir volgir til viðbótar í bakpokanum. Rigningin hætti loksins og ég fór á hlýrabolinn og rokkaði sígó í 2 klst straight. Bestu tónleikar lífs míns tóku við og ég gleymi þeim aldrei.



.....
....
...
..
.

3. The National - Alligator (2005)
Favorite songs: Looking For Astronauts, Friend of Mine, Baby We'll Be Fine, All The Wine

.
..
...
....
.....



Man ekki hvernig ég heyrði fyrst um The National. Hef örugglega bara séð eitthvað á netinu um þá. Pitchfork eða eitthvað slíkt. En ég man þegar ég hlustaði fyrst á plötuna. Það var í headphones. Klukkan svona 02.37 um nótt. Á virkum degi. Segjum þriðjudegi. Vissi ekkert hvað ég var að gera í lífinu. Þegar klukkan var svona 08.34 var ég ennþá að hlusta á Alligator. Mig langaði að tilkynna öllum heiminum og öllum sem ég þekkti að ég hefði fundið bestu tónlist allra tíma en var fljótur að stoppa sjálfan mig af. Því ég vissi að fáir, hugsanlega enginn, myndi skilja. Ég man hvernig lagið Looking For Astronauts var fyrsta lagið sem heillaði mig. Það heillaði mig það mikið að ég klukkan sirka svona 09.23 vildi ég fara út sjálfur að leita að astronauts. Kannski ekki astronauts bókstaflega en ég varð að fara út. Fór út vopnaður bakpoka og geislaspilara teipuðum saman með límbandi. Inn í spilaranum var Alligator diskurinn sem ég hafði skrifað um nóttina. Ég hoppaði upp í strætó og fór niðrí miðbæ án þess að hafa neitt plan. Leiksskólakrakkar fylltu strætóinn á meðan ég hlustaði á Baby We'll Be Fine og mér leið ömurlega og vel á sama tíma. I'm so sorry for everything. I'm so sorry for everything. I'm so sorry for everything. I'm so sorry for everything. Það brotnar allt inní mér þegar hann syngur þessa línu. Sat aftast og horfði útum gluggann. Bara átján ára fokker týndur í lífinu. Hvar eru allar sætu stelpurnar sem eiga brjóta í mér hjartað? Hvar eru allar sætu stelpurnar sem leyfa mér að segja I'm so sorry for everything að sömu innlifun og sársauka og Matt Berninger? Ætti ég að drekka kassa af bjór alla daga eins og Bukowski? All the wine is all for me. Ætti ég að vera á barnum öll kvöld eltandi við eldri stelpur sem ég á ekki séns í? Eða ætti ég bara að vera heima? Ætti ég að fara aftur í fótbolta, setja gel í hárið og rífa mig í gang? Kaffibarinn gaf mér einn vodka í magik og prikið gaf mér bjór. Skoðaði bókabúðir og plötubúðir. Það var kalt en sól. Veit ekkert hvaða mánuður var. Ekki viss um að ég hafi vitað það sjálfur þarna. Fann grasbút og lagðist niður. Allstaðar í kringum mig voru vinir og vinkonur, hjón og kærustupör. Allir hlæjandi having fun. Þarna var ég að færast í nýjar áttir. Nýr staður. Öðruvísi pælingar. Leit ekki sömu augun á lífið. Margir vinir farnir. Í gegnum lífið eignast maður marga vini og ég hef átt svona 18 bestu vini. En vinir koma og fara eins og bitches þó að alvöru bestu vinir eru forever. Stundum hugsa ég ennþá um gömlu vini mína, þó minna með hverjum deginum en þarna, átján ára, hugsaði ég djúpt um þá alla. Hvar voru þeir allir? I got two sets of headphones, I miss you like hell.

04

FAVORITE ALBUMS 
BY MAX

PART Z: 7

Z7: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #4)

00000000000004. Fjórða uppáhalds platan. Það held ég. Það er komið að enn einni VIP plötunni. Myndi taka þessa plötu með á eyðieyju ef ég mætti bara taka fjórar. Mun aldrei aldrei aldrei hætta að elska þessa plötu. Þessi plata mun aldrei aldrei aldrei hætta að eiga stóran stað í hjarta mínu. Þessi plata hefur tekið mig langt og kennt mér margt og hjálpað mér með mikið og fylgt mér lengi og ég hef tekið hana með mér hvert sem er líka, alla fokking leið homie. Þurfum ekkert frekari Fourplay. Drepum á bílnum eins og við séum að krúsa með allar rúður niðri í Fourd Focus...með þessa plötu á blasti. Hér er númer fjögur. 4444444444444.
























.....
....
...
..
.

4. Kanye West - The College Dropout (2004)
Favorite songs: Jesus Walks, Slow Jamz, School Spirit, Through The Wire
.
..
...
....
.....





Árið var svona 2004. Kannski 2005. Var að horfa á einhverja huge styrktartónleika. Live aid eða Live 8 eða eitthvað. Allskonar bönd voru að spila og ég var svona að horfa á þetta með öðru auganu meðan ég chillaði í tölvunni. Svo kom allt í einu á sviðið einhver gaur. Allt við þetta var life changing. Bara who the fuck is this dude? Stíllinn var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og takturinn líka og rappið. Hann tók Jesus Walks og ég var bara motherfucker hvað þetta er besta lag sem ég hef nokkurn fokking tímann heyrt. Það var líka eitthvað við live performance-ið sem var óskiljanlegt. Erfitt að útskýra en það var einhver sjarmi og stælar og ferskleiki sem náði mér algjörlega. Klæddur í venjuleg föt og með eitthvað passion sem ég hafði aldrei séð áður frá rappara. Tók mig svona 17 sekúndur að verða fan. Fór beint á netið að reyna finna hver þetta væri og leitaði eins og ég væri að falla á tíma. Varð að finna þennan gaur strax og internetið veit allt. Kanye West var nafnið.























Þetta er fyrsta plata Kanye og hann var lengi að sannfæra fólk í bransanum að gefa þetta shit út. Á þessum tíma var hann búinn að skapa sér gott nafn sem sick producer en þegar hann ætlaði að fara vera rapper dude var fólk ekki að nenna honum. Ekki hjálpaði að á þessum tíma var gangstarappið sterkt þökk sé 50 Cent og fleirum. Roc a fella signaði hann að lokum en gerðu það eiginlega bara til þess að halda honum áfram sem producer. Jay-Z viðurkenndi seinna að þeir sáu hann ekki sem rappara, heldur sem producer fyrst og fremst. How fucking wrong were everybody.

What if somebody from Chi that was ill
got a deal on the hottest rap label around
but he wasn't talking about coke and birds
it was more like spoken word
except he's really putting it down

Þemað á plötunni er "Make your own decisions. Don't let society tell you: "This is what you have to do!" sem er nice. Það þarf auðvitað ekkert að segja það að Kanye er the sickest producer ever og platan sannar það. Elska þessa plötu jafnmikið í dag og fyrir 11-12 árum þegar ég byrjaði að hlusta á hana. Fæ ennþá sömu feelgood tilfinninguna í magann þegar ég heyri Jesus Walks. Þegar bam bam bam bam bam byrjar ain't nothing like it. Verð gíraður upp. Hvernig í fokkanum er hægt að búa til svona góða tónlist sem er líka svona ódauðleg. Hef örugglega hlustað á Jesus Walks svona 238910 sinnum og alltaf er það jafn gott og klikkað. Slow Jamz er auðvitað sniðugt lag sem byrjar sem, jú, slow jam, en svo kemur Twista og tekur hraðann uppá ruglað level. Enda þekktur fyrir að rappa hraðar en nokkur annar. Gegggjað lag. My fucking jam. School Spirit er annað lag sem ég gæti dáið fyrir. I feel some woos coming on cuz, a couple woos coming on cuz í endann er svo gott maður að mig langar að sprengja græjurnar þegar það byrjar. Vildi ég gæti hækkað endalaust. Svo allt sem er að gerast í laginu, in the background og fleira. Hlusta á þessa takta í headphones er bara motherfucking klikkað. Eins og það sem er að gerast in the background í endann á Jesus Walks. Kjaftæði. Two Words er bara banger með Mos Def og Freeway on fire. Never Let Me Down geggjað með Jiggaman. Get Em High er fokking hilarious og skemmtilegur banger með Talib on top of his game. Flæðið í laginu og bara á allri plötunni er líka svo geggjað. Eins og hvernig hann tengir versið sitt við versið hans Talib og söguna í laginu. Sama í Slow Jamz. Family Business er fallegt lag og öll lögin hér eru bara frábær.



Through The Wire er það langbesta en það samdi Kanye eftir að hafa lent í bílsslysi. Í október 2002 lenti hann í bílsslysi og kjafturinn hans var víraður saman. Hann dó næstum því í þessu slysi, pældu í því, þá hefðum við aldrei heyrt neitt frá honum. Hann var tekinn á spítalann og eins og segir í laginu the same hospital where Biggie Smalls died. Það sem Kanye gerði var að hann fór með kjaftinn víraðan saman og samdi og tók upp og rappaði lagið með kjaftinn víraðan saman. Sem gerir lagið 1000x fallegra, merkilegra, betra og flottara. Það er eitthvað við þetta lag. Maður heyrir þjáninguna og ástríðuna í hverju orði. Það eru fá lög í sögunni með meiri sál.

Make music that's fire, spit my soul through the wire. 

Hvað er hægt að segja meira en þessi lína? Þessi lína er bara Kanye West og þessi plata.



Next Up: 03

Sunday, April 10, 2016

05

FAVORITE ALBUMS 
BY MAX

PART Z: 6

Z6: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #5)

Shameless er búið en ekki listinn, hann heldur áfram. So far away but still so near. The lights go on. The music dies. Uppáhalds fimm plöturnar. Top 5. Fimm dimmalimm. I'm all messed up. I'm so out of line. I'm spinning in circles. Svetlana og V. Kev u the King. My man LIP fucking shit up. Like father, like son. Hjartað mitt brotnar en samt get ég ekki hætt að horfa með aðdáun, hver sígaretta eins og gullstöng sem ég þrái og bjórinn í bréfpokanum kallar á mig að segja fokkit og hverfa út í heiminn. It's mambo number five baby. 5 8 1 2 3 4 5.














.....
....
...
..
.

5. Frank Ocean - Channel Orange (2012)
Favorite songs: Thinking About You, Pyramids, Bad Religion, Pink Matter

.
..
...
....
.....





Summertime. Eina sumarið frá því ég var krakki sem ég fór ekki til útlanda. Blái bílinn bláar sígarettur og blá peysa. Út að skeita og út í nokkra kalda. Sumarið 2012 er Channel Orange alveg eins og appelsínugulur er liturinn sem tengir Frank við fyrsta sumarið sem hann varð ástfanginn. Orange er the background á síðunni og the background to my summer. Ég kunni lög eins og Thinking About You og Bad Religion utanaf og setti allar mínar tilfinningar í plötuna. Geymdi svo allar tilfinningarnar og faldi á plötunni því Frocean var minn maður. Leysti þær svo út eins og bankatékka fylltan hundraðþúsundköllum 2013 á Rock Wercther. Þar skipti ekkert máli nema Frank Ocean. Gleymdi mér. En mundi eftir 2012. Fyrsta þjóðhátíðin, sætar stelpur og bakpokinn fullur. Kristal + og romm er blandan. Helltu bara í glasið homie. Glasið er ekki glas heldur bolli. Mig langar að gráta þegar ég heyri plötuna en mest af öllu langar mig að lifa nice, good lífi þegar ég heyri plötuna. Með engri eftirsjá, nóg af sætum stelpum, ævintýrum, ferðalögum og góðum homies. Svipað og sumarið 2012. Sól, körfubolti, langar nætur, bretti, góðir vinir. Þessi plata makes me feel good. Smá sad líka því ég veit að lífið verður bara lengra og maður verður bara eldri og ég mun aldrei upplifa sumarið 2012 aftur. En Channel Orange allavega sendir mig næstum því alla leið.







Next Up: 04

Friday, April 8, 2016

06

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 5

Z5: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #6)

Sex. Gotta love sex. Hehe. My favorite player Tom Huddlestone var alltaf númer 6 hjá Tottenham. Dear god hvað ég sakna hans. Jafnfættur og gat smellt boltanum hvar sem hann vildi. Þó hann sé ekki sami player í dag þá á tímabili enginn með betri sendingar en hann í boltanum. Mörkin sem hann skoruðu voru líka pure skill. Skottæknin var beautiful. Massaður, stór, svalur og svartur og átti miðjuna. Ef einhver var með bögg var hann skallaður. En nóg um það. Child please! Listinn heldur áfram. Það er number 6. Síðasta platan fyrir Top 5. WOW.














.....
....
...
..
.

6. The Streets - Original Pirate Material (2002)
Favorite songs: Turn the Page, It's Too Late, Don't Mug Yourself, Stay Positive

.
..
...
....
.....





Mun aldrei gleyma þegar ég ýtti á play og heyrði þessar fyrstu 40 sekúndur rúlla í gegn. Þegar snargeðveiku trommurnar kikkuðu inn á 0.15 og svo þegar takturinn fer á flug á 0.22. Wow svo var Mike mættur: That's it / turn the page on the day / walk away / 'cause there's a sense in what I say / I'm 45th generation Roman. Fyrir utan að hafa séð Let's Push Things Forward í sjónvarpinu 2-3x hafði ég aldrei hlustað á The Streets. Lagið hélt áfram en aldrei kom viðlagið. Mike hélt hinsvegar áfram að spitta og spitta og spitta þangað til að ekkert var eftir að taktinum og lagið búið. I'll show you the secrets, the sky and the birds / actions speak louder than words / stand by me my apprentice / be brave, clench fists. Þetta lag knocked me the fucked out. Gat ekki hamið mig. Hafði aldrei heyrt svona beat. Hafði aldrei heyrt svona rapp. Streets riding high with the beats in the sky. Það eina sem ég gerði var að spila þetta lag aftur og aftur. Hlustaði örugglega á það svona 10 sinnum í röð áður en ég loks fór að hlusta á alla plötuna. Þetta lag kveikir alltaf upp í mér. Enda er þetta lag inspired af The Gladiator. Verð bara alveg tjúllaður og fæ svo mikið sjálfstraust. Ef ég væri fighter myndi ég labba inn í hringinn með þetta lag í hátalarakerfinu. Ef það væri snjóflóð og ég væri fastur einhverstaðar útí rassgati og nánast búinn að gefast upp og ég myndi setja þetta lag á hæsta í headphones myndi ég skríða heim. Það klikkaðasta við þetta allt er að hann tók upp plötuna sína í herberginu sínu, einangraði herbergið og skápinn sinn og var með eina fartölvu, árið 2001, á meðan að mamma hans var að öskra á hann "turn off that loud music, dinner's ready!...nei fo real.























Has it Come to This? er næst. Það var fyrsta smáskífan hans en á undarlegan hátt var það seinasta lagið sem ég náði að fíla. Lengi vel elskaði ég öll lögin nema þetta lag. En núna elska ég það líka. Hvernig er annað hægt? Píanóbúturinn sem dettur inn og út í bakrunninum guðdómlegur.

Original Pirate Material / You're listening to the Streets / lock down your aerial / make yourself at home / we got diesel or some of that homegrown / sit back in yer throne / turn off yer phone / cos this is our zone / videos television 64' playstations / few herbs and a bit of Benson / but don't forget the Rizla / lean like the tower of Pisa / and this is the day in the life of a Geezer.

Mike Skinner ólst upp í Birmingham, vann á Burger King og lifði frekar meaningless lífi.

"I never lived in a block of flats but I wasn't born with a silver spoon in my mouth either. It was not working class nor middle class. Suburban Estates, not poor but not too much money about. Just really boring."



Hann flutti svo til London og bjó í Brixton. Hann var undir miklum áhrifum frá Amerísku rappi eins og Raekwon, Nas og Biggie en hann var hugsanlega fyrsti Breski rapparinn sem var ekki að reyna vera eins og Amerísku gangstarappararnir og var ekki að þykjast vera eitthvað annað en hann var.

Think I'm ghetto? Stop Dreaming. 

Í staðinn tók hann allt við það að vera ungur fokker árið 2001/2 í Bretlandi og reppaði það á plötunni. Það var ekkert kampavín og byssur, bara kebab, bjór, birds, enski boltinn, pizza, weed, geezers, playstation, skuldir, veðmál og partý. Mike lýsti textunum hjá The Streets sem "all the little adventures you go on" en það var ólíkt því sem var í gangi í breska rappinu þá en hann sakaði breska rappara um að vera venjulega breska gaura sem voru að þykjast vera Biggie eða Q-Tip. Tónlistin var samt undir meiri áhrifum frá UK Garage sem varð til þess að þessi blanda af rappi, UK Garage, House, Electronica og unique oneofakind textastíl gerði plötuna að einhverju glænýju og fersku.

Let's push this list forward því næsta lag er einmitt Let's Push Things Forward. Ha ha ha. Around 'ere we say birds, not bitches. Gjörsamlega elskaði og elska þetta British, mate language á plötunni. Geezers drink Breezers! Þetta spilaði gríðarlega stóran part í að gera The Streets svo unique og ferskan artist. Það hafði aldrei neinn rappari áður mætt talandi um Geezers looking ordinary.



Sharp Darts er bara 1 og hálf mínúta en er með svo mikið power og klikkaðan takt að það hefði allt sprungið ef lagið hefði verið lengra. Make your analysis / have you ever heard a beat like this? / holding up excalibur / your beats are inferior. Mike er fucking shit up hérna. This one's fat like your mother / contains enough calories.

Same Old Thing er bara lag sem er hann að vera fullur alla daga öll kvöld og rappa um allt sem hann lendir í og hugsar meðan hann er fokkd upp. Down that beer quick / smash my glass back down / fall over the table / all rowdy and pissed / buy a drink / chat to a lady / the girl is well fit definitely, not maybe / she's rude I'd shag her and make her tea right there / down it in one my son / can't sit here gotta run / rock n roll fall to the floor like last night / yesterday morning / and the night before and the night before...



Hann heldur áfram að vera fuckedup í Geezers Need Excitements nema núna er hann kicking it around with da Geezers and Geezers need excitement. Framhjáhald, slagsmál og að eiga ekki pening til að borga dópsalanum þínum.

So you tell your mates you could have him anyway / to look geez / but he's a shady fuck / beamer three series / lock, stock and two fat fucks backing him up!

Á It's Too Late tónar hann þetta niður og talar um stelpuna sem hann missti. She said one day she'd walk away cos I'm always late. Lagið er emotional og fallegt. Hérna er Mike Skinner að tala um eitthvað alvöru, eitthvað sem er byggt á hans lífi 100%. Auðvitað er margt á plötunni byggt á lífinu hans en mikið er líka skáldskapur þar sem hann er í hlutverki The Streets. "I spent my whole teenage years being scared, and with good reason. Kids were carrying knives and I was getting robbed by them, loads."























Too Much Brandy hendir þessu trax aftur í ruglið. Þetta er hilarious lag. Hann er off his fucking face. Get fucked up with the boys! Fokking fyndið þegar hann öskrar þetta eða yes you're paranoid! Takturinn er bilaður og bassinn líka. Klikkað lag. Don't Mug Yourself er ennþá meiri banger. Oi oi oi! Einhver gaur sem heitir Calvin rappar í endann og það er það fyndnasta sem ég hef heyrt. Who Got the Funk? er svipað og Sharp Darts, ruglaður taktur. 0.38 er bara algjört fokking kjaftæði. Langar bara að fara beint á Prikið hella í mig 18 stórum og dansa eins og madman. Mine's a Kronenberg mate! I got the funk. Þetta er H E L L A Ð U R T A K T U R. I can't stop. This beat simply doesn't stop. The Irony of it All er svo auðvitað bara the shit. Held að það sé hægt að fullyrða að þetta er fyndnasta og sniðugasta lag allra tíma.

Weak Become Heroes róar þetta aftur niður eftir allar bomburnar. Þetta lag er svo fallegt og gott maður. Það er það sem gerir Original Pirate Material svo geggjaða poppplötu. Beautiful lög og bangers til skiptir.

Turn left up the street, nothing but grey concretes and dead beats
grab something to eat, Maccy D's or KFC / only one choice in the city
done voicing my pity, now let's get to the nitty gritty
tune reminds me of my first E

polite, unique, still sixteen and feeling horny
point to the sky feel free...



Who Dares Win er bara 30 sekúndna freestyle áður en lokalagið kikkar inn, Stay Positive, og það er líka besta lagið á plötunni.

Because this world swallows souls
and when the blues unfold
it gets cold silence burns holes
you're going mad
perhaps you always were
but when things were good you didn't care
this is called irony
when you most need to get up you got no energy
time and time shit'll happen
the dark shit's unwrapping
but no-one's listening your mates are laughing
your brethren's fucking and then you start hating
your stomach stars churning and your mind starts turning.

So smoke another draw
it won't matter no more but the next day still feels sore
rain taps on your window
always did though but you didn't hear it when things were so-so
you're on your own now your little zone
you were born alone and believe me you will die alone
weed becomes a chore
you want the buzz back so you follow the others onto smack.

Stop dreaming
people who say that are blaspheming
they're doing nine to five and moaning
and they don't want you succeeding when they've blown it
and your idols - who are they?
they too dreamt about  their day
positive steps will see your goals
I ain't helping you climb the ladder
I'm busy climbing mine
that's how it's been since dawn of time
you won't help me I know
that's cool, just keep walking where you go
carry on through the estate
stare at the geezers so they know you ain't lightweight
and go see your mates
and when they don't look happy
play them this tape.

The Streets var geggjað shit og Original Pirate Material startaði þessu öllu. The Streets var til í 10 ár áður en Mike fékk nóg og hætti með bandið. Þá var hann búinn að taka allann pakkann í 10 ár, allt frá því að vera feiminn, venjulegur strákur í Birmingham sem tók upp tónlist í herberginu sínu upp í það að vera útúrkókaður tjúllaður á því að plana sjálfsmorð í South London upp í það að gifta sig í Frakklandi og verða pabbi.

"At one point I was in my South London flat thinking I'd commit suicide. I wasn't able to feel how good things were because I was so physically destroyed by cocaine. If you haven't done it, don't."

Mæli með þessu í endann, geggjuð quotes frá honum:
Mike Skinner - best quotes



The Streets forever. Oi Oi Oi!

Next Up: 05

07

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 4

Z4: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #7)

Sjöunda sæti. 7up. Se7en. David Beckham. Topp7 hjá mér er a whole another level. Þessar 7 plötur eiga stærri part í hjarta mínu en nokkrar aðrar plötur og það var sjúklega erfitt að sætta sig við að leyfa þessari að vera númer 7. Því oh my god hún átti allan fokking daginn að vera topp5. Sorgmæddur broskall.











.....
....
...
..
.

7. The National - Boxer (2007)
Favorite songs: Fake Empire, Slow Show, Start a War, Racing Like a Pro

.
..
...
....
.....








You're dumbstruck baby...

Hvar í andskotanum á ég að byrja? Verð hérna í allan dag ef ég byrja að skrifa um þessa plötu.

The National - Start a War (Concert á Emporter)

Next Up: 06

Wednesday, April 6, 2016

08

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 3

Z3: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #8)

8. sæti er next up. After eight. Fokk hvað mig langaði að negla þessari ofar og ég reyndi og reyndi en gat hreinlega ekki sett hana ofar en hinar 7 sem eru í fyrstu sjö sætunum. 8. sæti er líka bara fokking crazy shit. Það er hellað gott sæti. Þessi plata fær líka þann heiður að vera síðasta og þar af leiðandi besta 90's platan á listanum. Í raun og veru eru allar plöturnar sem eiga eftir að koma 2000 eða later svo þessi plata er líka með þann heiður að vera besta platan pre 2000. Geggjað. Seðlarnir á loft og fulla ferð því þetta verður stór plata!





































.....
....
...
..
.

8. The Notorious B.I.G. - Ready To Die (1994)
Favorite songs: Everyday Struggle, Gimme the Loot, Juicy, Warning

.
..
...
....
.....





Biggie var the greatest ever. Það er ekkert hægt að fokka neitt í því. Ready to Die var eina stúdíóplatan hans sem hann kláraði áður en hann var skotinn og myrtur 1997. Þetta ásamt Illmatic eru langbestu plöturnar í rappsögunni. Báðar komu út 1994, á gullaldartímabili rappsins. Þessar plötur tvær ásamt Tha Carter III eiga það líka sameiginlegt að vera allar með sama þema á albumcover auk þess að vera hlið við hlið hér á listanum. Biggie var from the streets og var drug dealer seljandi coke og var ennþá seljandi meðan hann var að vinna í plötunni. Hann var bara 21, 22 ára á þessum tíma en var samt orðinn sjúklega góður og var kominn á það stig að hann skrifaði aldrei niður neina texta. Samdi þá bara í hausnum og mundi bara alla textana líka. Svo mætti hann bara og rappaði eins og kóngur.



Taktarnir eru spikfeitir og harðir en það er Biggie sem á þessa plötu skuldlaust. Slátrar hverju lagi. Biggie rappar um dóp, gellur, drepa aðra og drepa sjálfan sig, ræna, ofbeldi og þunglyndi. Þetta er scary plata. Þegar hann talar um að drepa einhvern þá trúir maður því. Þegar hann talar um að drepa sjálfan sig er hann fokking brutal. When I die, fuck it, I wanna go to hell / 'cause I'm a piece of shit, it ain't fucking hard to tell / it don't make sense going to heaven with the goodie-goodies dressed in white / I like black timbs and black hoodies. 




Þegar hann öskrar BIGUP BIGUP IT'S A STICKUP STICKUP I'M SHOOTING NIGGAS QUICK IF YOU HICCUP í Gimme the Loot (2.07) - það er svo grjóthart og scary. Hann er sannfærandi. Hann reppar dópið en hann talar líka um ruglið á bakvið það. Þessi plata er hardcore shit. Gimme the Loot er svo klikkað lag og fjallar um tvo harða thug robbers. Fyrst heldur maður að þetta séu tveir rapparar en Biggie var fokking skillful motherfucker og hann er að rappa allt lagið með tveimur mismunandi röddum. Þetta er harðasta og besta rappplata sem ég veit um. Er að reyna klára listann og er búinn að vera skrifa svo langa pósta að ég ætla ekki að fara of djúpt í þessa plötu enda kannski ekki nauðsynlegt. Ekki flókin plata, þetta er tónlist sem nær þér strax og sleppur þér aldrei. RIP homie. GOAT.

Fun Fact: Biggie, Busta Rhymes og Jay-Z voru allir í sama High School á sama tíma. Pældu að vera í bekk með þeim. Ruglað. Ég hefði bara heimtað að flytja. Hvernig í andskotanum er maður að fara vera nettur þegar þessir gaurar eru með þér í bekk? Hérna er Biggie btw 17 ára að fokka gaurum upp.

















Best Lyrics: 
Super Nintento, Sega Genesis
when I was dead broke, I couldn't picture this
we used to fuss when the landlord dissed us
no heat, wonder why Christmas missed us
birthdays was the worst days
now we sip champagne when we thirsty

Best Song: Everyday Struggle. Lagið fjallar um að selja dóp en það er samt einhver sorglegur tónn yfir öllu laginu. I know how it feels to wake up fucked up / pockets broke as hell, another rock to sell. Klikkað hardcore beat og Biggie sturlaður. Ódauðlegt lag.

I don't wanna live no mo
sometimes I hear death knocking at my front do'
I am living everyday like a hustle
another drug to juggle, another day another struggle







Best Music Video
: Juicy ekki spurning. Gerði reyndar bara tvö music video en það hefði þurft mikið til að toppa Juicy. Einn besti rapsingle all times og þetta lag og þetta myndband segir allt sem þarf að segja um Notorious BIG.

Yeah this album is dedicated to all the teachers that told me
I'd never amount to nothing
to all the people who lived above
the buildings I was hustling in front of
that called the police on me when I was 
just trying to make some money to feed my daughter
and all the niggas in the struggle...

















Bonus Song: Can I Get Witcha (Con Te Partiro Remix). Sick Remix. Búið að taka frægt ítalskt óperupopplag með Andrea Bocelli og sampla það undir Biggie rímur. Þetta er svo fokking fallegt. Svona tónlist getur verið svo amazing. Italy er uppáhalds landið mitt og Biggie er uppáhalds rapparinn minn og þetta er spikfeit blanda. Feitari blanda en Biggie Smalls.
















Next Up: 07

Tuesday, April 5, 2016

09

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 2

Z2: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #9)

Fernando Torres. Hernan Crespo. Gabriel Batistuta. Ronaldo. Karim Benzema. Allir númer 9 sem er besta talan í boltanum á eftir 10 sem er besta talan. Benzema er fullkomin nía innan vallar en utan vallar er hann ennþá nettari. Djammar með Drake, setur í Rihönnu, keyrir sportbílana sína próflaus, alltaf með derhúfuna afturábak, hlustar á hipphopp og er flæktur í glæpastarfsemi. Hann gæti verið karakter úr La Haine nema það að hann er auðvitað moldríkur. Gaur sem er setjandi þrennu í meistaradeildinni á þriðjudegi og hangandi með æskuvinunum á fimmtudegi sem eru flestallir glæpamenn. Thug life. Hann er keepin' it real. Og hann er númer 9. Sem er einmitt talan á listanum núna. Við erum að detta í 9. sætið. District 9. The Whole Nine Yards. Áfram með smjörið í smjörverksmiðjunni...




























.....
....
...
..
.

9. Nas - Illmatic (1994)
Favorite songs: Life's a Bitch, Halftime, Represent, One Love

.
..
...
....
.....







Þetta er bara, straight up, besta hipphopp plata allra tíma. Ekki alveg mín allra uppáhalds, nokkuð nálægt því, en myndi 100% segja að þetta er besta platan í rappsögunni þó að tvær, þrjár aðrar séu meira personal favorite hjá mér. Allt hérna er perfect og uppá 10. Rappið. Textarnir. Tónlistin. Taktarnir. Þetta er The Ultimate New York 90's East Coast hlunkashitið.

Straight out the fucking dungeons of rap / where fake niggas don't make it back

Nasty Nas mætti 94 og took over. Tók alla þessa fake rappara og killed em. Tók alla þessa hæfileikalausu rappara og choked em. Illmatic er bara the hood, Queensbridge, Brooklyn, 1994. The corners. The drug dealers. The gangstas. Platan lætur manni líða eins og maður sé sitjandi í herberginu hans Nas og hann er að rappa það sem hann sér útum gluggann.

My window faces shootouts, drug overdoses
live amongst no roses, only the drama, for real
a nickel-plate is my fate, my medicine is the ganja




Aldrei áður hafði rappari mætt jafn undirbúinn. Tvítugur motherfucker sem talaði eins og hann væri með 50 ára reynslu. I think of crime when I'm in a New York state of mind. Nas virtist skilja heiminn betur en nokkur annar og þegar kom að skillz, wow, nobody did this rap shit better. Textarnir voru ljóðrænir, djúpir, intelligent en líka grjótharðir, gangsta og svalir. Rappið var óaðfinnanlegt, flæðið ótrúlegt og með rödd sem sagði bara sannleikann. Þessi gaur var ekkert að djóka - hann var keepin' it real.

True in the game
as long as blood is blue in my veins.
I pour Heineken brew

to my deceased crew on memory lane.

Hann var reppin' the hood en hann skildi líka vandamálin. Life's a bitch, then you die! Taktarnir voru hverjum öðrum feitari og þó að það hafi verið nokkrir taktasmiðir/producers var platan samt með sama perfect soundið í gegnum alla plötuna sem gerir hana fullkomna til að hlusta aftur og aftur. Svo eru bara gjörsamlega ruglaðir hlutir í gangi hérna, eins og trompetið í endann á Life's a Bitch. Það var pabbi hans Nas sem var blowing that shit home. Þetta er svo fokking beautiful. Takturinn svo harður, Nas spittin' like a madman og svo þetta trompet sem gerir þetta að magnaðari blöndu af hipphoppi og jazzi. Homerun.

I'm the young city bandit, hold myself down singlehanded
for murder raps, I kick my thoughts alone, get remanded
born alone, die alone, no crew to keep my crown or throne























Best Lyrics:
I don't sleep, because sleep is the cousin of death.

Best Song: Life's a Bitch (Ft. AZ). Það er erfitt að gera upp á milli laganna því þetta er svo mikil plata. Öll lögin eru á sama leveli. En þetta lag er klikkað. AZ tekur fyrsta rappið ískaldur og kills it áður en Nas kemur og flengir þetta.

I switched my motto - instead of saying fuck tomorrow
that buck that bought the bottle could've struck the lotto
once I stand on the block, loose cracks produce stacks
I cooked up and cut small pieces to get my loot pack
time is Illmatic keep static like wool fabric
pack a four-matic that crack your whole cabbage

Best Music Video: It Ain't Hard to Tell. One Love er eiginlega besta samt en ég fíla fílingin í þessu videoi miklu betur. Nas fokking nettur. Rauða húfan. Græna úlpan. And that cellphone maður. Langar bara að fara í tímavel aftur til 94 þegar ég horfi á þetta.















Fun Fact: Illmatic þýðir "Beyond ill" eða "The Ultimate" samkvæmt Nas sjálfum. Illmatic var líka það sem vinur hans var kallaður eða Illmatic Ice en sá gaur var locked up þegar Nas var að gera plötuna. Nas lýsti orðinu svo frekar seinna þegar hann sagði að þetta stæði fyrir: Supreme ill. It's as ill as it gets. That shit is a science of everything ill.

Bonus Song: Life's A Bitch (Sourface Remix). Majestic Casual so fkn nice channel bruh. Þetta remix er svo tjúllað að það liggur við að ég segi að það sé betra en upprunalega lagið, en get það ekki. Þá enda ég í helvíti. Þetta er besta remix allra tíma.

















Yo, they call me Nas, I'm not your type of legal fella
moet drinking, marijuana smoking street dweller
who's always on the corner, rollin up blessed
when I dress, it's never nuttin less than guess
cold be walking with a bop and my hat turned back
love committing sins and my friends sell crack
this nigga raps with a razor, keep it under my tongue
the school drop-out, never liked the shit from day one
'cause life ain't shit but stress fake niggas and crab stunts
so I guzzle my Hennesey while pulling on mad blunts
the brutalizer, crew da-sizer, accelerator
the type of nigga who be pissing in your elevator
somehow the rap game reminds me of the crack game
used to sport bally's and gazzelle's with black frames
now I'm into fat chains, sex and tecs
fly new chicks and new kicks, Heine's and Beck's.

Next Up: 08