Friday, April 15, 2016

04

FAVORITE ALBUMS 
BY MAX

PART Z: 7

Z7: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #4)

00000000000004. Fjórða uppáhalds platan. Það held ég. Það er komið að enn einni VIP plötunni. Myndi taka þessa plötu með á eyðieyju ef ég mætti bara taka fjórar. Mun aldrei aldrei aldrei hætta að elska þessa plötu. Þessi plata mun aldrei aldrei aldrei hætta að eiga stóran stað í hjarta mínu. Þessi plata hefur tekið mig langt og kennt mér margt og hjálpað mér með mikið og fylgt mér lengi og ég hef tekið hana með mér hvert sem er líka, alla fokking leið homie. Þurfum ekkert frekari Fourplay. Drepum á bílnum eins og við séum að krúsa með allar rúður niðri í Fourd Focus...með þessa plötu á blasti. Hér er númer fjögur. 4444444444444.
























.....
....
...
..
.

4. Kanye West - The College Dropout (2004)
Favorite songs: Jesus Walks, Slow Jamz, School Spirit, Through The Wire
.
..
...
....
.....





Árið var svona 2004. Kannski 2005. Var að horfa á einhverja huge styrktartónleika. Live aid eða Live 8 eða eitthvað. Allskonar bönd voru að spila og ég var svona að horfa á þetta með öðru auganu meðan ég chillaði í tölvunni. Svo kom allt í einu á sviðið einhver gaur. Allt við þetta var life changing. Bara who the fuck is this dude? Stíllinn var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og takturinn líka og rappið. Hann tók Jesus Walks og ég var bara motherfucker hvað þetta er besta lag sem ég hef nokkurn fokking tímann heyrt. Það var líka eitthvað við live performance-ið sem var óskiljanlegt. Erfitt að útskýra en það var einhver sjarmi og stælar og ferskleiki sem náði mér algjörlega. Klæddur í venjuleg föt og með eitthvað passion sem ég hafði aldrei séð áður frá rappara. Tók mig svona 17 sekúndur að verða fan. Fór beint á netið að reyna finna hver þetta væri og leitaði eins og ég væri að falla á tíma. Varð að finna þennan gaur strax og internetið veit allt. Kanye West var nafnið.























Þetta er fyrsta plata Kanye og hann var lengi að sannfæra fólk í bransanum að gefa þetta shit út. Á þessum tíma var hann búinn að skapa sér gott nafn sem sick producer en þegar hann ætlaði að fara vera rapper dude var fólk ekki að nenna honum. Ekki hjálpaði að á þessum tíma var gangstarappið sterkt þökk sé 50 Cent og fleirum. Roc a fella signaði hann að lokum en gerðu það eiginlega bara til þess að halda honum áfram sem producer. Jay-Z viðurkenndi seinna að þeir sáu hann ekki sem rappara, heldur sem producer fyrst og fremst. How fucking wrong were everybody.

What if somebody from Chi that was ill
got a deal on the hottest rap label around
but he wasn't talking about coke and birds
it was more like spoken word
except he's really putting it down

Þemað á plötunni er "Make your own decisions. Don't let society tell you: "This is what you have to do!" sem er nice. Það þarf auðvitað ekkert að segja það að Kanye er the sickest producer ever og platan sannar það. Elska þessa plötu jafnmikið í dag og fyrir 11-12 árum þegar ég byrjaði að hlusta á hana. Fæ ennþá sömu feelgood tilfinninguna í magann þegar ég heyri Jesus Walks. Þegar bam bam bam bam bam byrjar ain't nothing like it. Verð gíraður upp. Hvernig í fokkanum er hægt að búa til svona góða tónlist sem er líka svona ódauðleg. Hef örugglega hlustað á Jesus Walks svona 238910 sinnum og alltaf er það jafn gott og klikkað. Slow Jamz er auðvitað sniðugt lag sem byrjar sem, jú, slow jam, en svo kemur Twista og tekur hraðann uppá ruglað level. Enda þekktur fyrir að rappa hraðar en nokkur annar. Gegggjað lag. My fucking jam. School Spirit er annað lag sem ég gæti dáið fyrir. I feel some woos coming on cuz, a couple woos coming on cuz í endann er svo gott maður að mig langar að sprengja græjurnar þegar það byrjar. Vildi ég gæti hækkað endalaust. Svo allt sem er að gerast í laginu, in the background og fleira. Hlusta á þessa takta í headphones er bara motherfucking klikkað. Eins og það sem er að gerast in the background í endann á Jesus Walks. Kjaftæði. Two Words er bara banger með Mos Def og Freeway on fire. Never Let Me Down geggjað með Jiggaman. Get Em High er fokking hilarious og skemmtilegur banger með Talib on top of his game. Flæðið í laginu og bara á allri plötunni er líka svo geggjað. Eins og hvernig hann tengir versið sitt við versið hans Talib og söguna í laginu. Sama í Slow Jamz. Family Business er fallegt lag og öll lögin hér eru bara frábær.



Through The Wire er það langbesta en það samdi Kanye eftir að hafa lent í bílsslysi. Í október 2002 lenti hann í bílsslysi og kjafturinn hans var víraður saman. Hann dó næstum því í þessu slysi, pældu í því, þá hefðum við aldrei heyrt neitt frá honum. Hann var tekinn á spítalann og eins og segir í laginu the same hospital where Biggie Smalls died. Það sem Kanye gerði var að hann fór með kjaftinn víraðan saman og samdi og tók upp og rappaði lagið með kjaftinn víraðan saman. Sem gerir lagið 1000x fallegra, merkilegra, betra og flottara. Það er eitthvað við þetta lag. Maður heyrir þjáninguna og ástríðuna í hverju orði. Það eru fá lög í sögunni með meiri sál.

Make music that's fire, spit my soul through the wire. 

Hvað er hægt að segja meira en þessi lína? Þessi lína er bara Kanye West og þessi plata.



Next Up: 03