Friday, April 15, 2016

03

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Z: 8

Z8: FAVORITE ALBUMS (TOP 10 - #3)

Þriðja sæti. Gæti verið fyrsta sæti. Emotional tenging við plötu þá á engin önnur plata breik í þessa plötu. Það eru bara endalausar tilfinningar þegar ég hugsa, skrifa, hlusta, tala um þessa plötu. Laugardagshádegið á Roskilde Festival 2007 er fyllt af meiri tilfinningum en hjartað mitt ræður við. I don't know how to do this. Þarna vaknaði ég, einn, í drullunni og rigningunni. Í lánuðu sokkapari frá svíunum sem gistu við hliðiná okkur. Þvílíkir öðlingar. Frábærir náungar. Fyrsta kvöldið langaði mig heim en eftir að ég hitti þá langaði mig að vera alla ævi þarna. Allir vinir mínir voru í Kaupmannahöfn og völdu djamm í borginni framyfir föstudagskvöld á Roskilde. Vaknaði ógeðslegur á laugardeginum í tjaldi sem ég hafði aldrei séð áður. Fór í stígvélin og þrykkti einni marlboro beint upp í mig. Klukkan 12.59 var ég með perfect buzz. Búinn með nokkra kalda og nokkrir volgir til viðbótar í bakpokanum. Rigningin hætti loksins og ég fór á hlýrabolinn og rokkaði sígó í 2 klst straight. Bestu tónleikar lífs míns tóku við og ég gleymi þeim aldrei.



.....
....
...
..
.

3. The National - Alligator (2005)
Favorite songs: Looking For Astronauts, Friend of Mine, Baby We'll Be Fine, All The Wine

.
..
...
....
.....



Man ekki hvernig ég heyrði fyrst um The National. Hef örugglega bara séð eitthvað á netinu um þá. Pitchfork eða eitthvað slíkt. En ég man þegar ég hlustaði fyrst á plötuna. Það var í headphones. Klukkan svona 02.37 um nótt. Á virkum degi. Segjum þriðjudegi. Vissi ekkert hvað ég var að gera í lífinu. Þegar klukkan var svona 08.34 var ég ennþá að hlusta á Alligator. Mig langaði að tilkynna öllum heiminum og öllum sem ég þekkti að ég hefði fundið bestu tónlist allra tíma en var fljótur að stoppa sjálfan mig af. Því ég vissi að fáir, hugsanlega enginn, myndi skilja. Ég man hvernig lagið Looking For Astronauts var fyrsta lagið sem heillaði mig. Það heillaði mig það mikið að ég klukkan sirka svona 09.23 vildi ég fara út sjálfur að leita að astronauts. Kannski ekki astronauts bókstaflega en ég varð að fara út. Fór út vopnaður bakpoka og geislaspilara teipuðum saman með límbandi. Inn í spilaranum var Alligator diskurinn sem ég hafði skrifað um nóttina. Ég hoppaði upp í strætó og fór niðrí miðbæ án þess að hafa neitt plan. Leiksskólakrakkar fylltu strætóinn á meðan ég hlustaði á Baby We'll Be Fine og mér leið ömurlega og vel á sama tíma. I'm so sorry for everything. I'm so sorry for everything. I'm so sorry for everything. I'm so sorry for everything. Það brotnar allt inní mér þegar hann syngur þessa línu. Sat aftast og horfði útum gluggann. Bara átján ára fokker týndur í lífinu. Hvar eru allar sætu stelpurnar sem eiga brjóta í mér hjartað? Hvar eru allar sætu stelpurnar sem leyfa mér að segja I'm so sorry for everything að sömu innlifun og sársauka og Matt Berninger? Ætti ég að drekka kassa af bjór alla daga eins og Bukowski? All the wine is all for me. Ætti ég að vera á barnum öll kvöld eltandi við eldri stelpur sem ég á ekki séns í? Eða ætti ég bara að vera heima? Ætti ég að fara aftur í fótbolta, setja gel í hárið og rífa mig í gang? Kaffibarinn gaf mér einn vodka í magik og prikið gaf mér bjór. Skoðaði bókabúðir og plötubúðir. Það var kalt en sól. Veit ekkert hvaða mánuður var. Ekki viss um að ég hafi vitað það sjálfur þarna. Fann grasbút og lagðist niður. Allstaðar í kringum mig voru vinir og vinkonur, hjón og kærustupör. Allir hlæjandi having fun. Þarna var ég að færast í nýjar áttir. Nýr staður. Öðruvísi pælingar. Leit ekki sömu augun á lífið. Margir vinir farnir. Í gegnum lífið eignast maður marga vini og ég hef átt svona 18 bestu vini. En vinir koma og fara eins og bitches þó að alvöru bestu vinir eru forever. Stundum hugsa ég ennþá um gömlu vini mína, þó minna með hverjum deginum en þarna, átján ára, hugsaði ég djúpt um þá alla. Hvar voru þeir allir? I got two sets of headphones, I miss you like hell.