Wednesday, March 16, 2016

60-51

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART P

P: FAVORITE ALBUMS (60-51)

TOPP100 IS HERE1!11!!!!11!!!1!1!!! Búið að vera gríðarlega gaman að gera 250 til 101 og margar frábærar plötur þar en núna erum við virkilega komnir í alvöru hlunka shit. Það var rugl erfitt að raða þessum plötum, langaði að hafa þær allar á topp10. Þá erum við komnir í 60-51 sem er eintóm v.e.i.s.l.a. og síðustu 10 plöturnar áður en the real shit byrjar. Topp50. Það verður pure heat. I love the smell of napalm in the morning.

60. Jay Z & Kanye West - Watch the Throne (2011)
Favorite songs: Niggas in Paris, Murder to Excellence, Why I Love You

Þegar ég heyrði fyrst um að þessi plata væri að koma út froðufellti ég næstum af spenningi. Platan stóðst kannski ekki alveg þær væntingar en er samt sjúklega góð. Þetta er eintóm veisla sama hvort það sé Otis lagið með Otis Redding, Lift Off með Beyonce eða Frank Ocean lögin. Bestu og uppáhalds lögin mín eru samt Niggas in Paris og Murder to Excellence. Don't let me into my zone! Ekkert meira um þetta að segja svosem. Bara frábær plata frá tveimur ísköldum leikmönnum on top of their game.





59Ed Sheeran - + (2011)
Favorite songs: The A Team, Small Bump, Give Me Love

Þessi plata er eitthvað sem kom mér gríðarlega mikið á óvart. Bjóst aldrei við að ég myndi fíla hana svona mikið. Fyrst þegar Lego House var í spilun á FM var ég ekki einu sinni að fíla það. Hélt þetta væri einhver vonlaus sulta sem væri bara í þessu fyrir frægð/peninga. En svo fór ég að fíla Lego House og fleira sem hann gaf út og svo ákvað ég að downloada þessu shitti. And the rest is history. Djók. The rest is not a history. Ég og Maðkvélin vorum grimmir fans (og fleiri) og spiluðum þetta hvar og hvenær sem er, sama hvort við vorum í partý-i eða í chillinu. Þetta er besta nice plata all times. Mér finnst öll lögin góð og get ég rennt plötunnni í gegn 10x í röð, svo góð er hún. En Give Me Love vá...það er stórkostleg lag. Það stórkostlegt lag að ég er að nota orðið stórkostlegt sem er asnalegasta orð í heimi. En dear god, hvað þetta er gott lag. 8 mínútur í himnaríki.







58. The Notorious B.I.G. - Life After Death (1997)
Favorite songs: Hypnotize, Kick in the Door, What's Beef?

Að mínu mati the greatest rapper of all time. Þetta var algjör fokking BO$$. Lookið hans er 50% feitabolla og 50% mafiaking/druglord. Fokking nettur og harður. Life after Death droppaði bara nokkrum vikum eftir að hann var myrtur. Tvöföld plata og er rugl góð. Allskonar geggjuð lög hérna, hittari eins og Hypnotize og svo líka rólegt alvarlegt lag eins og What's Beef? Þar er Biggie að gagnrýna hversu frjálslega rapparar fóru með orðið Beef. Að alvöru Beef er ofbeldi on the street, að geta ekki sofið, að vera sífellt looking behind your back. Enda var Biggie ekkert að grínast. Hann rúllaði hart. Menn sem eru myrtir coldblooded rúlla hart. Rest in Peace you B I G and N O T O R I O U S.







57. The Strokes - Room on Fire (2003)
Favorite songs: Reptilia, 12:51, The End Has No End

Að gera plötu númer tvö á eftir góðri fyrstu plötu hefur í gegnum alla tónlistarsöguna verið erfitt verkefni. Sum bönd reyna að gera eitthvað algjörlega nýtt. Sumir artistar reyna að gera það sama aftur. Stundum virkar þetta, stundum ekki. The Strokes fylgdu Is This It eftir með því að halda áfram á sömu braut. Þetta er fokking góð follow-up plata í sama stíl og næstum því jafngóð. Það var hinsvegar eftir þessa plötu sem þeir fóru að missa touchið. En skildu allavega eftir tvö meistaraverk og ekki hægt að biðja um mikið meira. Það er engin hljómsveit sem fær mig jafnmikið til að hreyfa mig. Ég get ekki sitið kyrr og skrifað t.d. á meðan ég hlusta á plötuna. Er eins og parkinson's sjúklingur hérna.





56. OutKast - Speakerboxxx/The Love Below (2003)
Favorite songs: Hey Ya, Behold a Lady, A Life in the day of Ande Benjamin

Eins og ég sagði þegar ég skrifaði um Big Boi plötuna var ég all over Andre 3000 á þessum tíma. Ég auðvitað elskaði Big Boi Sir Lucious plötuna en hef aldrei verið jafnmikið fyrir Speakerboxxx. Góð plata samt en ekkert í líkingu við The Love Below sem er yndisleg :) Ég er asnalegur :) Öll lögin þar eru, og sérstaklega á þessum tíma, svo allt öðruvísi en nokkur rappari þorði að gera. Hann var að sjokkera frekar mikið, ekki á einhvern rosalegan hátt eða neikvæðan hátt. Það var enginn að hate-a held ég. En það var skrýtið að rapparinn úr OutKast var farinn að gera popplög klæddur í græna skyrtu og appelsíngular buxur. Lög eins Hey Ya, Roses og She Lives in my Lap öll rosaleg og aukastig fyrir að fá Rosario Dawson á plötuna. Á þessum tíma var hún smoking hot. The Love Below er ekki jafn merkileg í dag og þegar hún kom út en hún er ennþá jafngóð. Allavega jafngóð og þessi mynd hér fyrir neðan af 3 rappkóngum.





55. John Frusciante - Curtains (2005)
Favorite songs: The Past Recedes, Anne, Time Tonight

Það átti enginn von á þessu. Að John Frusciante myndi gefa út fallega, rólega venjulega plötu. Það er eitthvað virkilega fallegt við þetta allt saman. Búinn að tala um marga á þessum lista sem dóu of snemma. Jeff Buckley, Biggie Smalls og fleiri. En sumir deyja ekki sama hversu mikið þeir fara nálægt því. Eins og John Frusciante. Þegar hann gaf þessa plötu út, sem var falleg á eins jákvæðan hátt og JF plata getur verið því ekki misskilja mig þetta er mjög sad plata, en já, þá var eitthvað ógeðslega nice við það. Að sjá hann þarna í The Past Recedes myndbandinu heima hjá sér, með allt á hreinu, sundlaug, allar plöturnar sínar, alla geisladiskana, næstum því bara happy að semja og flytja tónlist er ótrúlegt miðað við hvar hann var nokkrum árum áður, brennandi húsið sitt, eyðileggjandi hendurnar því hann kunni ekki að sprauta heróíinu rétt, blankur, búinn að glata öllum vinum sínum og næstum dauður. Þetta er aðgengilegasta platan hans, yfirleitt bara kassagíar eða píanó, og sýnir hvað hann er góður lagahöfundur, textahöfundur og líka hvað hann syngur af mikilli tilfinningu. Uppáhalds platan mín með Johnny Fru.







54. Snoop Doggy Dogg - Doggystyle (1993)
Favorite songs: Gin & Juice, Who Am I? (What's My Name?), Gz & Hustlas

Another classic með Snoop & Dre. Þarna var Snoop trylltur og flæðið og textarnir fokking dope shit. Gat ekkert stoppað hann þarna. Ennþá kóngur í dag samt. Gin & Juice er the ultimate partyhiphop lag. Og öll platan er fokking skemmtilegt geggjað shit. Tha B.O.$$.







53Jeff Buckley - Grace (1994)
Favorite songs: Mojo Pin, Lilac Wine, Lover You Should've Come Over 

Fyrstu 30 sekúndurnar af Grace. Þær án djóks fylla mig strax af mystík og óþægilegri sad tilfinningu. Hugsa alltaf strax um að hann hafi drukknað. Þetta er eins og að hlusta á englatónlist nema allir englarnir eru sorgmæddir. Þetta er ein af fáum plötum sem ég hreinlega gæti tárast yfir. Allt á plötunni er fallegt en sad á sama tíma. Gítarinn. Röddin. Textarnir. Þetta er hugsanlega fallegasta tónlist sem nokkurntímann hefur verið gefið út.




52. Why? - Elephant Eyelash (2005)
Favorite songs: Yo Yo Bye Bye, Rubber Traits, Gemini (Birthday Song)

I'm fucking cold like DQ blizzard, you act like a slut but you're really a freezer. We love and hate like the tattoed fist and all these songs are sung on road trips. Yoni Wolf kann að skrifa fokking texta. Það er erfitt að lýsa þessari plötu. Hún er hipphopp. En hún er líka indierokk. Hver einasta lína er listaverk og tónlistin er á óskiljanlegan og undarlegan hátt svo ógeðslega falleg. It starts with you on a matress in your parents old room, clipping your toenails into the room like the room will fade and you will move into other rooms and you will go to other places. Ekki fyrir alla en ég held að allir sem gefi sér tíma í þessa plötu dýrki hana. Ég allavega dýrkaði hana eins og hún væri barnið mitt. Elska hana ennþá en ef ég dýrkaði hana fyrir 10 árum eins og hún væri barnið mitt þá elska ég hana í dag eins og foreldri sem elskar barnið sitt sem er orðið fullorðið og flutt að heiman. Yoni you magnificent bastard!








51. Lil Wayne - Da Drought 3 (2007)
Favorite songs: Put Some Keys on That, Ride 4 My Niggaz (Sky's the Limit), King Kong

Fuck da competition when I mörder dem! Besta mixtape allra tíma. Það sem hann var að gera þarna er líka eitt besta publicity sem ég veit um. Í staðinn fyrir að peppa sig útúm allt til þess að undirbúa og kynna The Carter III gerði hann ekkert annað en að gefa út mixtapes og rappa sem gestur í lögum. Sem gerði það að verkum að þegar hann droppaði The Carter III vissu allir í heiminum hver Lil Wayne var. Enda sló hann öll met og var platan keyrð út á hverri mínútu í vörubílum og flutningarbílum. Nei djók með vörubílana, langaði bara að peppa grúppuna. En platan sló samt met og mokseldist og Weezy hló alla leið í bankann. Þetta mixtape hinsvegar er 2cd með 29 Weezy hits. Hann var gjörsamlega fokking illaður þarna. Slátraði öllum beautunum. Þessi plata er ekkert nema heat. Meirasðegja introið er hot hot hot. Kveikir í gardínunum þínum. Best Rapper Alive á þessum tíma. Rétt missir af Top50.







Next Up: Top 50!