Monday, March 28, 2016

16-14

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Y 

Y: FAVORITE ALBUMS (16-14)

Við höldum áfram að telja niður síðustu 10 plöturnar fyrir lokapartýið: Top10. Vörnin er komin í leikkerfinu okkar, 4-3-3, en nú er það komið að miðjunni. Það er engar sultur hér á miðjunni heldur erum við að tala um gæðaskinkur eins og Xavi, Zidane og David fucking Beckham. Bolti og Coke. Eins og áður er viðbjóðlega erfitt að velja á milli da albums. Það verður bara erfiðara og erfiðara með hverjum deginum, eftir því sem við förum ofar og ofar. Núna líður mér eins og ég sé á hótelbergi og ég þurfi að velja á milli þess að gista í herbergi með Scarlett Johansson eða gista í herbergi með Kat Dennings. Eða að velja á milli þess að vera Lip Gallagher í einn dag eða Jay-Z í einn dag. En það að velja á milli er samt líka svo ógeðslega healthy og jákvætt. Hefur mjög góð áhrif á mig. Farið að hljóma eins og ég sé búinn að joina eitthvað religion cult en það sem ég meina er að þegar ég er að velja á milli hlusta ég á plöturnar svo stíft og er að bera þær saman og skoða þær svo vel að ég fer að meta þær enn betur. Þegar ég loksins ákveð mig er það líka yfirlett ákvörðun sem ég er 100% sáttur við. Allavega who the fuck cares. Jesús. Haltu kjafti fituhlunkurinn þinn.



Hvað er ég að gera við lífið mitt? Fór bara í alvörunni og googlaði þessa mynd. SMH. Whatever. Þær eru svo gorgeous and beautiful holy mother of god. Back to the list. Smoke up og vertu svo tilbúinn með eina tilbúna bakvið eyrað eins og Lip. Fáðu þér smá undir borðið eins og Frank og vertu tilbúinn að chilla og lesa eins og Ian fyrir slökkviliðsprófið. Þetta var ömurlegt. En hér er þetta allavega. 16, 15 og 14. Þrjár himneskar plötur. 3 is a good number, spurðu bara Kev, sem er dottinn í 3some himnaríki. Let's Whip it. Whip. Whip. Nae Nae (þú ert svo out of touch að þú skilur þetta örugglega ekki). Átt eftir að googla þetta og þykist síðan hafa vitað. Lol á þig. En já sorry, áfram með listann!









16Kanye West - 808's & Heartbreak (2008)
Favorite songs: Amazing, See You in My Nightmares, Pinocchio Story

2008 var Kanye ekki búinn að gera neitt rangt. Hann var kastandi út meistaraverkum árlega eins og þetta væri bara eitthvað djók hjá honum. Á sama tíma var hann að produca 10/10 plötur útum allan bæ og var að spitta klikkuðu gestarappi í lögum útum allan heim (Estelle - American Boy voff voff). En svo kom 2008 og á kaldri vetrarnótt í lok nóvember gaf hann út, 808's & Heartbreak. Fyrstu viðbrögð hjá öllum var bara wtf is this shit? Besti rap producer í heiminum og þekktasti og efnilegasti rappari í heimi var að gefa út electro synth tölvupop plötu. Öll lögin eru autotune og öll platan er depressing dark shit. Þetta var á tímabili þar sem autotune var að gera alla brjálaða, á þeim tíma þar sem flestir voru að nota autotune vitlaust. Man eftir allavega 17 dudes sem spurðu; hvar er rappið? Verð að viðurkenna að til að byrja með datt ég í sama pakka. Renndi plötunni nokkrum sinnum í gegn, fannst þetta skrýtið en alveg fínt, en skildi þetta ekki. Núna eru allir löngu búnir að fatta þetta, þar á meðal ég. Man ekki hvenær nákvæmlega en á ákveðnum tímapunkti, örugglega bara veturinn eftir, fór maður að fatta að 808's væri ekki bara masterpiece heldur líka eitthvað algjörlega nýtt og öðruvísi. Sándið sem Kanye bjó til hér var algjörlega klikkað og þessi plata endaði með að vera gríðarlega áhrifamikil í öllum tónlistarheiminum. Kanye er alltaf one step ahead of all the normal boring motherfuckers out there.

Þessi plata er einhver fallegasta, myrkasta, djúpasta, besta vetrarplata allra tíma. Yfir hverju lagi er sorg. Yfir hverjum takt er myrkur. Yfir hverri línu er sársauki. Þessi plata og þetta tímabil breytti lífi Kanye. Á stuttu tímabili lenti Kanye í röð af leiðinlegum, sorglegum atburðum sem breyttu öllu. Hann hætti með kærustu sinni sem hann var búinn að vera með í mörg ár, þau byrjuðu saman löngu áður en hann byrjaði að slá í gegn. Það var samt ekkert í líkingu við þegar mamma hans dó í nóvember 2007. Allt þetta tvinnaðist saman við það að Kanye var að eiga í erfiðleikum með frægðina. Þarna var hann allt í einu, frægasta poppstjarna í heimi en algjörlega einn og einmanna. Eða eins og hann sagði sjálfur. It's lonely at the top. Þar sem hann var búinn að glata tveimur mikilvægustu manneskjunum í lífinu sínu var hann skiljanlega langt niðri og virtist gjörsamlega farinn.

When a reporter asked what he planned to see during his visit to New Zealand, he replied dryly: "The back of my eyelids."

Allt sem gerðist nýtti Kanye til að gera þessa plötu. Á sama tíma var 808's and Heartbreak hans leið til að komast yfir þetta allt saman. Gæti talað um þessa plötu í allan dag þar sem þetta er ein af þeim plötum á listanum sem ég hef lesið gjörsamlega allt um. Sjúklega heillaður af 808's & Heartbreak á djúpu fokking leveli. Ef ég fengi að velja eina tónleika í sögunni, fortíð og framtíð, til að fara á áður en ég dey myndi ég velja 808's and Heartbreak tónleikana sem hann tók í fyrra. Flutti alla plötuna í gegn með sick showi í Hollywood Bowl í Los Angeles.

It's 4am and I can't sleep
her love is all that I can see
memories made in the coldest winter
goodbye my friend will I ever love again

if spring can take the snow away
can it melt away all of our mistakes
memories made in the coldest winter
goodbye my friend I won't ever love again
...never again



Vá hefði dáið sáttur þarna, á þessum tónleikum. Örugglega sick show. Get ekki ímyndað mér hvernig það var að upplifa þetta, örugglega algjört rugl. Augljóslega sérstök plata hjá Kanye sjálfum. Geðveik plata sem er farin að fá þá virðingu sem hún á skilið þó það séu ennþá haters þarna úti. Fattið þetta kannski seinna. Hún fær t.d. 2 stjörnur af 5 á allmusic. Held þetta verði sögulegt meistaraverk sem mun magnast upp í áhrifum með hverju árinu sem líður. Það verða allir trippin' yfir þessari plötu eftir 50 ár. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá finnst mér ég eiga nóg eftir. Hún er í 16 sæti já ofc homie, 10/10, en mér finnst hún eiga mikið inni hjá mér persónulega. Finnst eins og ég eigi eftir að explora hana betur í mörg ár og það eru allavega 4 Yeezy plötur sem ég hef eytt miklu meiri tíma í. Hlakka til að elska hana meira og meira og meira. Gæti séð hana eftir 5 ár vera mikilvægasta og besta og uppáhalds Kanye hjá moi.

It's so crazy, I got everything figured out
but for some reason I can never find what real love is about
do you think I sacrificed real life 
for all the fame of flashing lights?

There is no Gucci I can buy
there is no louis vuitton to put on
there is no YLS that they could sell
to get my heart out of this hell
and my mind out of this jail
there is no clothes that I could buy
that could turn back the time
there is no vacation spot I could fly
that could bring back a piece of real life
real life, what does it feel like?

What does it feel like, I ask you tonight
to live a real life
I just want to be a real boy
they always say Kanye he keeps it real boy
Pinocchio story is to be a real boy...















15The Streets - A Grand Don't Come For Free (2004)
Favorite songs: Could Well Be In, Blinded by the Lights, Dry Your Eyes

Oh, Mike Skinner. You wonderful fucking geezer. Back in the day varst þú nettasti gaur sem ég vissi um. Fyrir mér varst þú og ert þú the perfect Geezer. Í íþróttatreyjunni þinni, drekkandi pint not giving a fuck. Á laugardögum er það boltinn og svo er það beint to the pub eftir leik. A Grand Don't Come For Free er amazing plata. Jafngóð og Original Pirate Material en ákvað að hafa Original Pirate Material aðeins ofar. Hún er lengri og kom á undan og er pínu pínu pínupons betri. Það er samt undarlegt hvað ég fer oft að afsaka plötur á þessum lista. Finnst stundum eins og plötur eigi skilið miklu meira. Þegar maður er farinn að afsaka það að plata sem maður elskar og reitar 10/10 sé í 17. sæti eða eitthvað, það er bara asnalegt. So many good albums out there, geta ekki allar verið number #1. Nema Nelly. Nelly er alltaf number #1. Hehe. En allavega. Back to the Streets.






A Grand Don't Come For Free er rap opera. Það er hilarious þegar maður pælir í því. En hann gerir það samt svo ógeðslega vel. Hann er með gangandi þema í gegnum alla plötuna, nokkrir litlir hlutir, gellan sem hann byrjar að mixa í Could Well Be In og hættir svo með í Dry Your Eyes...og auðvitað 1000punda seðilinn sem hvarf. Bara The Streeets myndi gera heila plötu þar sem undirliggjandi þema væri týndur 1000punda seðill. Snillingur. Á plötucoverinu stendur hann í strætóskýli. Fokking snillingur. Hann hélt bara áfram hér að gera það sama og á OPM. Rappa og tala um an ordinary day hjá a real English bloke. Love it, mate. Fyrsta lagið It Was Supposed To Be So Easy fjallar einmitt um bara venjulegan dag hjá Mike Skinner og er hilariously skemmtilegt. Dagurinn hans, sem was supposed to be so easy, var skipulagður þannig að hann færi út að skila DVD disk, taka út pening í hraðbanka, hringja í mömmu sína og fara með peninginn sem hann var búinn að safna í bankann. En hann klúðrar öllu real Mike Skinner style.

Today I've achieved absolutley nought
in just being out of the house, I've lost out
if I wanted to end up with more now
I should've just stayed in bed, like I know how.

Þó að hann sé meistari í að gera svona lög er hann svo miklu miklu meira en það. Alvöru artist sem gerði geggjaðar plötur og þó að eitt og eitt lag hafi verið hérna eins og fyrir ofan samdi hann líka fokking gullnámu af ótrúlegum lögum. Could Well Be In er án nokkurs vafa besta vera-skotinn-í-stelpu-nýbyrjaður-að-hitta-hana lag ever.

Cause her last relationship fucked her up
got hurt majorly, finds it tough to trust
looked at the ashtray, then looked back up
spinning it away on the tabletop
she looked much fitter than saturday just.
I told her I thought it was important
that you could get lost in conversation
chatting shit, sittin' in, obvlivion
with that person who's your special one
she said she was the worst pool player under the sun
but blokes go easy so she always won.

Þetta lag er eitthvað sem ég hef tengt við mega síðan það kom út og tengdi aftur við það á enn dýpra leveli nýlega eftir að ég hafði upplifað nánast allt helvítis lagið sjálfur. Fyrsta sem við gerðum saman var að fara í pool, hún hafði aldrei farið. Finds it hard to trust jebb. Hittumst fyrst on a saturday jebb. She's playing with her hair well regulary jebb. I reckoned I could well be in jebb. Það var fótbolti í sjónvarpinu og ég splæsti bjórinn. Þetta lag er my shit. Þetta með hárið er eitthvað sem ég hef pælt í öllum mínum samskiptum við stelpur frá því að ég heyrði lagið fyrst.

I'm trying to think what else I could say
peelin' the label off, spinning the ashtray
yeah, actually, yes, she did look pretty neat
her perfume smelled expensive and sweet
I feld like my hair looked a bit cheap
wished I'd had it cut last week
she kept giving me this look
was she only friendly? 
or was she a keep?
asked her if she wanted the same again to drink
started to turn and get up out my seat.






Næsta lag á eftir Could Well Be In er svo Not Addicted sem fjallar um Mike að betta á fótbolta og hann veit auðvitað ekki rassgat hvað hann er að gera. Þetta lag er ennþá betra hjá mér þessa dagana því ég er orðinn svo mikill bettari. Blinded by the Lights er geggjað djammlag sem er samt í móðu af paranoju og dópi. Totally fucked, can't hardly fucking stand, this is fucking amazing. Hann er í ruglinu en samt having a night. Dry Your Eyes (Mate) er perfect breakup lag. Svo einfalt svo gott. I know you want to make her see how much this pains hurt. But you gotta walk away now. Fit But You Know It er hittari og What Is He Thinking er ógeðslega sniðugt lag. Það er samt bara ógeðslega sniðugt ef þú ert búinn að taka alla plötuna í gegn og fylgjast með söguþræðinum í gegn. Þar sem þetta er þannig plata að öll lögin tengjast er það svo miklu meira rewarding að taka plötuna alla í gegn. Að lesa og hlusta á textana þannig er svo nice því maður fær miklu betri upplifun. Empty Cans er lokalagið og þar endar allt. Sagan, platan, töfrarnir. 8 mínútur og það eru fá lög sem eru með betri uppbyggingu og fá lög með meiri feel-good stemmara. Þetta lag er án djóks eitthvað besta feelgood lag allra tíma. Það er svo sweet og nice að heyra söguna enda, að heyra allt koma í ljós, þegar hann finnur peninginn, að heyra seinustu línurnar hjá Mike Skinner, hvernig tónlistin, þessi beautiful fokking tónlist byggist upp í takt við textann.

I look down the back of the TV and that's where it was, in all it's glory, my thousand quid. 

Þetta lag er svo fokking fallegt og svo mikil helvítis snilld og svo viðbjóðslega flottur endir á plötunni að ég get ekki hamið mig. Mike Skinner you the real MVP!

No one is really there fighting for you in the last garison
no one except yourself that is, no one except you
you are the one who's got yout back 'til the last deeds done.


Svipað og bíómynd eða bók eða sjónvarpsþáttur, The Wire er gott dæmi, þá er extra sérstakt og manni líður einhvernveginn extra vel þegar maður fær góðan endir eftir að gefið sig allan í þetta, lagt tíma, hjarta og huga í að hlusta, horfa, lesa. Þess vegna eru lögin sem maður þarf að hlusta á mörgum sinnum til að byrja digga eða skilja oftast bestu lögin. A Grand Don't Come For Free er alveg plata sem er góð sama hvort þú fylgir sögunni eða ekki, en þegar maður fer all in í plötuna og tekur alla plötuna sem heild, þá er það enn betra, sérstaklega í fyrsta skiptið.






14Drake - Nothing Was The Same (2013)
Favorite songs: Started From the Bottom, From Time, Pound Cake / Paris Morton Music 2

Nothing Was The Same var ásamt nokkrum öðrum plötum í baráttu um að vera ofar. Hún var aldrei á leið inn á topp10 en var mikið að bera hana saman við nokkrar plötur um 12-16 sæti. 14. sæti var niðurstaðan þrátt fyrir að ég er búinn að hlusta á þessa plötu næstum daglega í 8-9 mánuði. Hún kom samt út 2013 og er ennþá eitthvað svo nýkomin út að ég veit ennþá ekki 100% hvað mér finnst þegar ég ber hana saman við aðra tónlist. Það sem ég veit hinsvegar 100% er að ég elska þessa plötu útaf lífinu. Vandræðalega mikið. Drake, alveg eins og gaurarnir hérna fyrir ofan Kanye og Mike Skinner, hefur átt erfitt með að höndla frægðina. Eitthvað sem allir frægir þurfa örugglega að ganga í gegnum en þessir 3 dudes hafa allavega allir gert frægðina af stóru subjecti hjá sér í tónlistinni. The Streets gerði það á Hardest Way to Make an Easy Living, Kanye til dæmis á 808's og Drake bæði hér og á Take Care. Þar sem ég var að klára Get Him To The Greek er tilvalið að henda inn quote úr myndinnni:

I'm lonely mate. I'm really lonely and I'm sad and I ain't got no one.

Djöfull er ég mikill fokking champion. Tengdi alvarlegan póst um Drake with Get Him To The fucking Greek. Nothing Was The Same er besta Drake platan...og ég er ekki viss um að hann muni nokkurntímann toppa hana. Hún er depressing en falleg. Sorgleg en spennandi. Skemmtileg en niðurdrepandi. Þetta er plata fyrir rúntinn. Þetta er plata til að hlusta á liggjandi á gólfinu heima einn með öll ljósin slökkt. Þetta er plata fyrir klúbbinn. Þetta er plata for the homies og þetta er plata for the bitches. Drake veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hann veit nákvæmlega að hann er number 1 in the world rite now.

Coming off the last record, I'm getting 20 million off the record

just to off these records, nigga that's a record
I'm living like I'm out here on my last adventure

past the present when you have to mention
this is nothing for the radio, but they'll still play it though
because it's the new Drizzy Drake, that's just the way it go
heavy airplay all day with no chorus.

Subjectin á plötunni eru bara ekta Drake subjects. Svipað og á Take Care. Sambönd við vini og fjölskyldu. Frægðin. Ástin. Gellur. Drinking and partying. Mistök. Einmannaleiki. Þunglyndi. Lífið. Dauðinn. En samt alveg rapp og gaman og fjör. Hann er ekki liggjandi heima hjá sér grenjandi. Hann er living the good life. Production-ið er f u l l f o k k i n g k o m i ð. Textarnir og röddin hjá Drizzy dáleiðandi. Það er eitthvað við þessa plötu, hún gjörsamlega étur þig upp og heltekur þig. Þegar þú ert búinn að hlusta á alla plötuna ertu uppgefinn. En samt langar þig að hlusta aftur...og aftur. Svo einu sinni enn.

I just spent four Ferrari's all on a brand new Bugatti 
and did that shit because it's something to do
yeah I guess that's who I just became, dog
nothing was the same, dog.

I feel like I just died and went to heaven. Því Pound Cake / Paris Morton Music 2 er það besta sem nokkurntímann hefur gerst. You know it's real when you are who you think you are...










Next Up: 13-11