Wednesday, March 16, 2016

50-46

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Q

Q: FAVORITE ALBUMS (50-46)

...And then there were only 50. Fimmtíu. 50 plötur sem eru í mestu uppáhaldi. Díses kræst hvað við erum komnir í mikið quality stuff hérna. Við erum búnir að pikka út alla vondu molana, líka búnir með nokkra góða mola, búnir að klára rauða molann og bleika molann en núna er bara einn moli eftir í dósinni. 50 grænir þríhyrningar sem allir eru guðdómlegir á bragðið. Við ætlum að taka þetta upp um level og droppa bara 5 plötum í einu. Let's do this.














50. Joy Division - Unknown Pleasures (1979)
Favorite songs: Disoder, Candidate, She's Lost Control

Of neðarlega? Óvænt? Ef að þér finnst það ekki finnst mér það allavega. Eða þar að segja. Óvænt. Átti ekki von á þessu. En þegar ég fór yfir þetta þá varð ég að vera hreinskilinn og ekki hafa hana ofar því þetta er þessi plata og þessi hljómsveit. Verð bara að viðurkenna að ég bjóst við að tengja miklu meira tilfinningalega séð við hana. Allavega miðað hvað er búið að vera gerast við ógeðslega margar plötur á þessum lista. En við erum samt að tala um #50 hérna. Við erum samt að tala um Joy Division hérna. Þetta er sturluð plata. Svo intense. Svo geggjuð riff. Svo þéttar trommur + bassi. Svo dark, djúpt og klikkað sánd way ahead of it's time. Og áhugaverðasti maður allra tíma. Ian Curtis. Það þarf ekkert að segja neitt meira um þann mann en bara að segja nafnið hans. He's lost control. I've lost control. She's lost control. Feeling. FEEling. FEELING. FEELINGFEELINGFEELING!




Fun fact: Ian Curtis skrifaði allt niður og geymdi í plastpoka. Deborah konan hans sagði að hann skrifaði allt niður og textarnir hans segðu miklu meira um hann en nokkurntímann samræður við hann. Hann fór allt með plastpokann eða geymdi hann í The Blue Room, herberginu sem ég var búinn að segja þér frá. Í The Blue Room sem var herbergi í húsinu hans skrifaði hann alla tónlist + texta og var búinn að mála veggina ljósbláa og meiraðsegja leggja teppi líka sem var ljósblátt. Mér finnst þetta sick stuff, svo interesting guy.







49. N.W.A - Straight Outta Compton (1988)
Favorite songs: Straight Outta Compton, Fuck tha Police, Gangsta Gangsta

Þetta eru ekki nýjar fréttir en þessi plata breytti hipphopp heiminum forever. Er ekki alveg viss um hvort þeir voru alveg fyrstir en þeir allavega algjörlega komu þessu á kortið og breyttu þessu þar að segja Gangsta rappinu. Þeir voru það klikkaðir og fokkuðu systeminu það mikið upp að FBI fór bara í alvörunni að rannsaka þá. Þeir sögðu bara FBI að fokka sér. Thug life! Í staðinn að vera í einhverjum leik eins og hipphoppið var farið að verða orðið fóru þeir bara að rappa um nákvæmlega það sem var að gerast í kringum þá. Þeir voru from the hood og byrjuðu að rappa um það sem var að gerast in the hood. Ice Cube var hérna fokking young and fresh, no mercy. Eazy-E auðvitað Eazy-E, verður aldrei annar Eazy-E. I just smoke motherfuckers like it ain't no thang! Þvílíkur gaur. Dr. Dre behind the deck og auðvitað MC Ren hérna líka, sem gleymist alltof oft. Að horfa á Straight Outta Compton myndina er eitthvað það sjúklegasta nettasta og geggjaðaðasta shit sem ég hef horft á. Ég var eins og smákrakki allann tímann. Það besta sem ég mæli með varðandi þessa plötu fyrir utan auðvitað að hlusta á hana er að horfa á myndina. Þú verður hooked á enn doublejú ei forever ef þú horfir á myndina. Vil líka segja að Gangsta Gangsta er besta lagið á plötunni, langbesta þó að hin tvö séu miklu frægari. Í því lagi er Eazy-E MVP. Drepur alla með versinu sínu. Tjiggabá!



Fun fact: Eazy-E var real ass gangster. Hinsvegar hafa nokkrir félagar hans sagt að hann hafi valið það að vera Thug sem einhverskonar protection fyrir sjálfan sig. Hann var auðvitað pinkulítill náungi og átti heima í Compton sem var ruglað hverfi á þessum tíma, svo það að vera viðurkenndur og umtalaður Thug gaf honum ákveðið protection. Það var enginn að fara fokka í einhverjum Thug.























48. The National - Trouble Will Find Me (2013)
Favorite songs: Don't Swallow the Cap, Heavenfaced, This is the Last Time

Af öllum National plötunum hef ég pælt minnst í þessari. Hef eiginlega bara notið þess að hlusta á þessa án þess að obsessa yfir öllu tengt plötunni og hljómsveitinni. Þeir bara halda áfram að negla út plötu eftir plötu og alltaf á sama leveli. Ótrúlegt band. Matt Berninger er a modern fucking poet master. Ef hann hefði fæðst 1238 væri hann í öllum sögubókum. I wish someone would take my place, can't face heaven...all heavenfaced! Svo er það hvernig hann segir hlutina. Bara Matt Berninger getur sagt Matt Berninger línur. Sama hvort það sé einföld lína eins og I Need My Girl eða fáranlegar línur eins og I love storm but I don't love lightning eða I keep feeling smaller and smaller! Það að minnst uppáhalds National platan mín (ef við teljum ekki fyrstu tvær með) sé að klokka inn hérna á listanum í #48 segir bara allt um þessa hljómsveit. Þetta albumcover er líka viðbjóðslega flott.














Fun fact:  Um þrítugt var Matt Berninger að vinna í auglýsingabransanum og honum gekk meiraðsegja mjög vel. En þegar hann fór að hugsa að kannski myndi hann aldrei aftur þurfa að fara á leiðinlega fundi um netauglýsingar eða mastercard að þá sagði hann fuck it og fór að einbeita sér 100% að the National.




47. Rick Ross - Trilla (2008)
Favorite songs: Speedin', This Me, Billionaire

Að mínu mati vanmetnasta hipphopp plata allra tíma. Held að alltof margir hafi látið sjálfan Rick Ross eyðileggja fyrir sér. Það að hann hafi verið fake karakter og allt það. Ég lít bara á þetta sem sick rappplötu. Kannski finnst líka mörgum hún vera með of poppað og barnalegt sánd, veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, en svona svipað og blár lýsti Graduation. Fæ aldrei leið á þessari plötu og mér er drullusama auðvitað hvað öðrum finnst. Spila þetta þangað til ég dey. Ricky Ross er spikfeitur, alveg gjörsamlega fáranlegur og kjánalegur, fake gangsta en who cares þegar þessi plata er svona fokking skemmtileg. I'm straight about cash, I'm a hood billionaire!



Fun fact: Rick Ross var signaður af Jay-Z og var strax peppaður af öllum og sér sjálfum sem einhver svaka gangster. Svo kom í ljós nokkrum árum seinna að áður en hann fór í rappið var hann að vinna sem fangelsisvörður. Missti allt street cred þar. Núna er hann bara feitabolla með kampavín.




46Wu-Tang Clan - Enter the Wu-Tang (36 Chambers) (1993)
Favorite songs: C.R.E.A.M., Protect Ya Neck, Method Man

Byrjar á smá RZA magik og Wu-Tang merkinu áður en við dettum í svo Watch your step kid....watch your step kid og á meðan er slagur, einn af þeim uppá svölum með hilarious stæla og allir sameinast í hóp í ekta 90's rapp hood stemmara. Þetta endar allt svo á að Inspectah Deck skýst fram fokking svalur í hvítri hettupeysu og droppar strax ískaldur bestu opnunarlínu í rappsögunni með "I smoke on the mic like smoking Joe Fraizer!" Hann klárar versið svo like a boss og á sama tíma tekur nokkur pós. Hann tekur líka hilarious en sick dancemoves en það er það skemmtilega við Wu-Tang, þeir eru skemmtilegir og nettir á sama tíma, eru með mjög lágstemmdan húmor og taka sig ekki alltof alvarlega. En allavega næstur mætir Raekwon, hann er klæddur eins og fokking bóndi en droppar feitara verse en hann sjálfur er feitur. "The Way I make the crowd go wild, Rae got it going on pal, call me the rap assassinator! Rhymes rugged and built like Schwarzenegger!" Hann verður líka að vera með í að vera skemmtilegur og tekur svona hliðarskref bakvið vegg og þykist vera með byssu. Friggin hilarious. Næstur kemur Method Man og strax á fyrstu 2-3 sekúndunum reynir hann að sanna að hann er skemmtilegastur í bandinu. Tekur eitthvað illað stökk og dancemove og öskrar It's the Method Man for short Mr. Meth mooooooving on your leeeft! Meth er klárlega með lang nettustu dancemovin hérna og hann delieverar þau með 100% sjálfstrausti. Afturábak dansskrefin sem hann tekur eru fokking dynamite. Hann tekur líka hilarious og netta pósu uppá vegg. Heat! U God er mættur og tekur viðlagið eins og kóngur áður en allir kalla saman sueeeeee sem er enn og aftur hilarious og fokking nett. Ol' Dirty Bastard stekkur fram og hann er ekki að grínast maður. Maður fær strax þannig vibe að þessi köttur er kolgeðveikur á allan hátt. Hann staðfestir það svo endanlega með því að droppa línunni "Ol' Dirty Bastard straight from the Brooklyn Zoo!" og svo "Ol Dirty Bastard is dirty and stinking!" Next up er my man Ghostface Killah sem ákveður að toppa alla með því að taka the cool walk á þetta sem entrance. Fer svo all in með því að namedroppa Pablo Escobar en lætur danssporin vera. RZA er greinilega búinn að bíða lengi því hann stekkur fram eins og tígrisdýr og byrjar að spitta og tekur svo "láta eins og crowdið sé að éta hann" movið sem er alltaf solid. Hann droppar sick verse áður en hann setur upp GZA fyrir lokaversið: talk to the genius! take us the fuck outta here! GZA lætur ekki segja sér þetta tvisvar en hann lætur sjá sig, gjörsamlega ískaldur og með fokking illað look, búinn að vera fela sig bakvið RZA eins og alvöru leikmaður. Hann er ekkert half-steppin neitt hérna og ákveður bara að smóka alla út úr bænum með því að droppa besta versinu og gerir það allt looking like million fucking dollars. Hann sendir okkur svo burt í paradís með seinustu línunum: I'm the dirtiest thing in sight, matter of fact bring out the girls and let's have a mud fight!



Fun facts: 9 fokking meistarar allir með sinn stíl sem gerði fjölbreytileika bandsins engu líkt. Þeir völdu sér allir nafn úr gömlum kung-fu myndum. Það var næstum því 10 meðlimurinn, Scotty einhver nobody, en það gerðist aldrei! Það kostaði bara 300 dollara að taka upp Protect Ya Neck og RZA fékk lánað fullt af stuffi til að nota í stúdíóinu. Þeir eiga það líka sameiginlegt með NWA að hafa verið rannsakaðir af FBI.



Next Up: 45-41