Tuesday, March 22, 2016

40-36

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART S

S: FAVORITE ALBUMS (40-36)

...And then there were only 50. Fimmtíu. 50 plötur sem eru í mestu uppáhaldi. Díses kræst hvað við erum komnir í mikið quality stuff hérna. Við erum búnir að pikka út alla vondu molana, líka búnir með nokkra góða mola, búnir að klára rauða molann og bleika molann en núna er bara einn moli eftir í dósinni. 50 grænir þríhyrningar sem allir eru guðdómlegir á bragðið. Við ætlum að taka þetta upp um level og droppa bara 5 plötum í einu. Let's do this. Real dope shit coming up, við erum komnir inn í topp40 sem er pure heaven. Cocaine is a hell of a drug. Let's dance.









40. The Bicycle Thief - You Come & Go Like a Pop Song (2001)
Favorite songs: Cereal Song, Tennis Shoes, Off Street Parking

Heroin. Heroin. And Cocaine. I loved them both. But they took my life. They took my friends. They won't give em back. I want them back. Give them back now. Sometimes I get sad or I get mad about where I should be. And where I am. I wanna go back. But where has it gotten me. I'm 35 years old. I wash dishes in a fucking restaurant. Where has it gotten me. Just some teeth I can't chew my cereal with. Kynntist þessari hljómsveit í gegnum RHCP þegar ég var hardcore fan. Bob Forrest aðalmaðurinn í bandinu er vinur þeirra og svo spilar John Frusciante á gítar í besta laginu, Cereal. Þetta er líklega minnst þekkta platan á listanum og ég hefði aldrei nokkurntímann kynnst þessari plötu ef ég hefði ekki verið RHCP fan. En alveg síðan ég heyrði plötuna hef ég dýrkað hana. Hef líka alltaf verið heillaður af Bob Forrest. Hann er vonlaus eiturlyfjafíkilill og gjörsamlega sökkaði sem manneskja í sirka 40 ár áður en hann tók lífið sitt í gegn. Ein platan hans hét Beautiful Mess og það lýsir honum mjög vel. Hef séð heimildarmynd um hann og talaði einhverntímann um hann í grúppunni, þú manst örugglega. Þessi plata er ógeðslega góð að mínu mati og ennþá betri því ég tengi mjög mikið emotionally við tónlistina og hef spilað þessa plötu á mörgum tímabilum í lífi mínu, góðum og slæmum. Það er eitthvað við þessa plötu, tónlistina og hvernig Bob Forrest syngur og textana hans. Hann einhvernveginn meira en nokkur annar artist er gjörsamlega með hjartað á borðinu. Hann er langt frá því að vera með bestu textana, bestu lögin eða bestu röddina en hvernig hann setur allt í þetta, allar sínar tilfinningar og opnar sig algjörlega gerir þetta eitthvað svo ógeðslega heillandi. Textarnir eru einfaldir en fokking góðir og hann talar bara straight up, er ekki að flækja þetta eða fela þetta í einhverjum gátum eða myndlíkingum. Þetta er gaur sem er búinn að rústa öllu í kringum sig, ekki nóg með að vera fíkill heldur var hann algjör asshole í þokkabót og gerði alla klikkaða í kringum sig. Og núna er hann bara þarna alveg sigraður og búinn á því, 35 ára aumingi að þvo diska á veitingastað, ljótur og leiðinlegur, og hann skammast sín ekki neitt, hann er ekki að fela neitt. En hann er sorgmæddur...því hann veit að hann fokkaði öllu upp. En líka feginn. Feginn að vera á lífi.





Fun Fact: Bob Forrest hefur klúðrað öllum tækifærum sem hann hefur fengið í lífinu sínu. Anthony Kiedis kallaði hann geðsjúkling (samt vinir - samt æstur). Lýsti honum sem gæja sem gæti ekki átt 5 dollara án þess að klúðra því. Alltaf búandi til vesen, lygasjúkur og bitur og reiður gaur. Bandið hans Thelonious Monster gaf út major label plötu 1993 og á sama tíma var hann með samning frá RCA uppá sólóplötu. Kurt Cobain fílaði bandið hans og hann hefði átt að vera on top of the world. Í staðinn var hann gjörsamlega á kafi í heróini og krakki. Hann var það fokked upp að hann vissi ekkert hvað var í gangi í tónlistarheiminum. Hann var ekki bara að fokka sjálfum sér upp heldur var hann líka fokking drug dealer, seljandi t.d. Alice in Chains dóp. Mér finnst það gjörsamlega rugluð staðreynd. Að vera nýbúinn að gefa út major label plötu, vera með stóran plötusamning en vera á sama tíma fokking low life drug dealer. En hann var ekki asshole all day every day. Hann átti líka good times. Johnny Depp og hann bjuggu saman eftir að hafa þekkst í 1 dag og Johnny Depp kallaði hann Coolest guy in the world. Svo er geggjuð saga af honum. Áður en hann byrjaði í tónlist var hann DJ. Hann var að spila á einhverjum klúbb og var að spila Defunkt vinylplötu þegar einhver geðsjúkur gaur ryðst inn í DJ búrið, rífur plötuna af spilaranum og öskrar á Bob að hann sé að spila ranga hlið af plötunni. Dyraverðirnir eru mættir þegar þetta gerist og reyna draga geðsjúka gaurinn í burtu sem öskrar yfir allan staðinn "My name is Flea, I'm the bass player in Fear and I can do whatever the fuck I want!" Stuttu seinna urðu þeir bestu vinir, Bob og Flea.










39. Mobb Deep - The Infamous (1995)
Favorite songs: Survival of the Fittest, Give up the Goods (Just Step), Shook Ones Part II

I got you stuck off the realness, we be the infamous! You heard of us, official queensbridge murderers. You all alone in these streets, cousin! I can see it in your face, you in the wrong place. You're minor, we major! Pure 90's gangsta rap. To all the killers and the hundred dollar billas! Þessir cats voru fokking 19 ára þegar þeir gerðu þessa plötu holy mother of god. Taktarnir á plötunni eru dark, harðir og skítugir. Allt annað sánd en var í gangi á þessum tíma eins og hjá t.d. Nas, Jay-Z, Wu Tang og Dre og Snoop. Geggjað sánd. Perfect gangstarapp sánd. Hefði verið til í að alast upp á þessum tíma. Mid 90's. New York og LA. Rappið taking over. I'm only nineteen but my mind is old! Versið hans Prodigy í Shook Ones PT II verður aldrei aldrei aldrei nokkurntímann toppað. Þessi plata er gjörsamlega ódauðleg og topp5 bestu rappplötur all times. Mobb Deep voru líka ekkert að grínast. They meant business. Grjótfokkingharðir. Life is an gamble, we scramble for money. I might crack a smile but ain't a damn thing funny.










Fun Fact: Prodigy í Mobb Deep er vel harður motherfucker. Lenti í beefi við allskonar lið eins og Jay-Z, 2Pac og Snoop in the 90's. Fór í fangelsi fyrir að vera með vopn á sér. Hann lenti líka í beefi við rapparann Saigon 2007 sem endaði með rifrildi og slagsmálum á einhverjum klúbbi. Þar sló Saigon Prodigy tvisvar áður en hann hljóp í burtu. Hann sást meðal annars á öryggismyndavélum fela sig undir borði. Prodigy var skítsama að hann hafi verið sleginn. "That's what happens in a fight, you get hit, but he didn't win, we chased him out of the building!"





38David Bowie - Hunky Dory (1971)
Favorite songs: Life on Mars, Quicksand, Andy Warhol

Besta og uppáhalds Bowie platan mín. Algjörlega fullkominn á allan hátt. Finnur ekki betri poppplötu. Finnur ekki betri rokkplötu. Á hana á vinyl niðrí kjallara. Mér finnst það geðveikt. Hef ekkert meira um þessa plötu að segja. 10/10. Móðga bara kónginn ef ég fer að reyna lýsa þessu og out of respect fær hann ekki einhver glötuð fun facts. Internetið kaffærði öllum með þannig greinum eftir að hann dó. Bowie forever. U the best in da world. You rule heaven.







37Jay-Z - Reasonable Doubt (1996)
Favorite songs: Brooklyn's Finest, Dead Presidents II, D'Evils

Þegar Jay-Z droppaði sinni fyrstu plötu var hann þegar orðinn 27 ára. Hans besta plata þó að hann sé búinn að gefa út margar góðar plötur síðan þá. Fyrir mér er Jay-Z maður sem er og hefur alltaf verið með allt gjörsamlega á hreinu. Byrjaði sem dópsali áður en hann byrjaði að meika það semi sem rappari árið '89 og fór að túra með Big Daddy Kane 92,93 sem er fokking legend. Reyndi lengi að fá plötusamning og eftir að hafa selt kasettur úr skottinu sínu ásamt félaga sínum Damon Dash fékk hann loksins plötusamning hjá Payday Records. Þeir gáfu út eina smáskífu en svo tók Jay mjög surprising move. Hann reif samninginn, tók peninginn sem hann átti eftir og stofnaði sitt eigið plötufyrirtæki. Gaf síðan sjálfur út plötuna sína því honum fannst hitt plötufyritækið vera vitleysingar. Hefur alltaf verið business dude. Eins og hann var ekki nógu fokking svalur fyrir þá var hann góður vinur Biggie Smalls og fékk hann til að rappa á plötunni. Hann gaf út plötuna 1996 og hefur síðan þá verið ekkert nema fagmaður. Syndir í seðlum, á plötufyrirtæki, fatalínu og er að þrykkja í Beyonce. Take a bow. Hann framleiðir vodka og eins og Aziz Ansari hilariously sagði "Jay was drinking vodka he makes. He was putting it on his tab and the money went back to his pocket. How baller is that?" Búinn að vera einn besti rappari in the game og sögunni frá upphafi. Reasonable Doubt er með old school jazz mafioso feeling í töktunum og Jay Z leggjandi lók hægri vinstri. Kallar sig Young Bobby De Niro og bakkar það upp með ekta New York rappi á hæsta leveli.
















Bonus Song: Þegar hann fékk sinn fyrsta plötusamning gaf hann út þetta lag og gerði þetta video. Ef það kæmi einhver að mér og myndi spyrja mig hvað rapp væri myndi ég sýna þetta lag, og þetta video. Bara wow. Þarna er hann svo fokking ungur og fresh og sýnir hvað hann er fokking sjúklega góður rappari. Þarna var engin Beyonce, engir big bucks, ekkert business kjaftæði, bara ungur Jay Z spittin rhymes having fun. Hef sjaldan séð neinn rappara ganga frá einhverju beat-i jafnmikið og Jay þarna. I bought a money machine and it goes tat-tat-rittatt-rittatta-tat-tit-tit-dough. I'm nicer than a bitch!















36. The Velvet Underground - Loaded (1970)
Favorite songs: Rock & Roll, New Age, Oh! Sweet Nuthin'

Þetta var alltaf uppáhalds Velvets platan mín og sú sem ég hlustaði mest á þó að Nico sé betri og klikkaðari. Loaded er hinsvegar ógeðslega nice plata, geggjað popp, geggjað rokk. Þeir voru að reyna búa til commercial poppað rokk til að reyna verða frægari og fá meiri spilun í útvarpi, en þeir gerðu það án þess að missa kúlið. Gerðu þetta fullkomnlega. Ótrúleg plata miðað við hvað gekk á við upptökur og hversu ósáttur Lou Reed var. Til að byrja með var enginn John Cale. Maureen var heldur ekki á trommum heldur voru 4 mismunandi gæjar sem trommuðu, sem er undarlegt, því trommurnar í Rock & Roll t.d. eru illa nice. Lou Reed var ósáttur með lokaútgáfu plötunnar og bassaleikarinn Doug Yule spilaði miklu stærri part í plötunni en áður. Sweet Jane er sweet og þessi plata er virkilega sweet. Rock & Roll, einn besti rokk single sem ég veit um. Röddin hjá Lou Reed svo geðveik þar. Hvernig hann öskrar Believe (02.59) og Fine Fine Music (3.07) er best í heimi. Can I Have your autograph he said to the fat blonde actress! Mér líður gríðarlega illa að planta þessari í #36 þar sem ég hefði örugglega dúndrað þessari inn á topp10 fyrir 7-8 árum. En það er bara svo mikið gucci stuff coming up, goddamn.
















Fun Photo: Veistu um betra tríó? Ef við ættum tímavél myndum við dúndra strax þarna, beint í smokes and drinks með Bowie, Jagger og Lou Reed in the 70's. What a time to be alive!










Next Up: 35-31