Tuesday, March 15, 2016

90-81

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART M

M: FAVORITE ALBUMS (90-81)

TOPP100 IS HERE1!11!!!!11!!!1!1!!! Búið að vera gríðarlega gaman að gera 250 til 101 og margar frábærar plötur þar en núna erum við virkilega komnir í alvöru hlunka shit. Það var rugl erfitt að raða þessum plötum, langaði að hafa þær allar á topp10. Nú er komið að 90-81. Yeah baby! Smoke up eins og LIP og komdu þér vel fyrir eins og Frank því nú verður það bara goodshi and nothing but goodshi.

90A$AP Rocky - Live. Love. A$AP (2011)
Favorite songs: Purple Swag: Chapter 2, Get Lit, Kissin' Pink

Everything is purple. Þessi gaur er skilgreiningin á Swag. Mæli með SVDDXNLY heimildarmyndinni um hann. Hún er á utube og er stutt. Þetta mixtape gerði hann frægan. Sándið hans er svo bilaðslega sick enda pælir hann og allt A$AP Mob mikið í að skapa unique og vel hugsuð beat fyrir tónlistarheiminn.










89. Red Hot Chili Peppers - Stadium Arcadium (2006)
Favorite songs: Dani California, Snow (Hey Oh), 21st Century

Þarna hélt ég að þeir væru búnir. En svo droppuðu þeir þessari 2CD plötu og goddamn, vanmetið rokkpopp masterpiece. John Frusciante you are god! Held þetta sé miðað við fílinginn sú plata sem þeir höfðu mest fun við að búa til og taka upp. Allavega með John í bandinu. Ekkert vesen, allir búnir að taka út ruglið í lífinu og allir orðnir það þroskaðir og góðir vinir að þeir voru ekki í keppni eða að rífast. Auðvitað löngu búnir að meika það þannig engin pressa. Frusciante vissi auðvitað innst inni að þetta væri hans last album með RHCP og hefur ákveðið að fara all out guns blazing búandi til allskonar lög sem teygðust í öll genre. Hlustaði á þessa plötu mjög mikið þegar hún kom út og tengi mikið emotionally við hana. Kom út á tímabili þegar ég var að hætta að vera lost og fann mig algjörlega aftur. Gerir þessa plötu ennþá fallegri fyrir mig.













88. YG - My Krazy Life (2014)
Favorite songs: My Nigga, Who Do You Love?, Really Be (Smokin N Drinkin)

My Nigga! Þetta er real shit. Bara ekta west coast LA COMPTON gangsta rapp shit. Fokking ferskt að fá svona shit aftur. Allir í þessu trap shitti, og Kendrick er of mikill good smart guy þó hann rúlli frá Compton. Eða allir í þessu purple drank party get high get bitches lifestyle. Það er ekkert jafngott og gott gangstarap. Thug Life! Þessi plata er búinn að vera hækka upp listann á hverjum degi síðan ég byrjaði að vinna í listanum. Þvílíkar línur í gangi hérna. Is you bangin' or ballin' nigga? You a fax machine! Lagið með Kendrick er sturlað og textinn so good. My Nigga er hipphopp banger aldarinnar. Versið hans Drake í Who Do You Love? smoking. Öll platan bara boom boom. Núna þegar ég skrifa þetta þá langar mig líka bara að segja að djöfull á ég eftir að sakna White Chocolate. Hvað þá White Chocolate + Nick. Fór að hugsa um þá þegar ég var að hlusta á plötuna. YG er með plötu að koma út í ár. Það verður hot shit.






87. Neutral Milk Hotel - In the Aeroplane Over the Sea (1998)
Favorite songs: The King of Carrot Flowers Part 1, TKOCFP2, In the Aeroplane Over the Sea

Mögnuð plata. En fíla ekki öll lögin jafnvel og þetta er ekki plata sem hefur fylgt mér lengi. Fyrst þegar ég byrjaði að hlusta á hana var ég heltekinn en það entist bara í 2-3 ár. Í dag spila ég hana aldrei og viðurkenni að ég var semi búinn að gleyma að þessi hljómsveit væri til þegar ég frétti að þeir væru á leið til Íslands. En sum lög þarna eru eitthvað sem er bara hreint og beint listaverk. Gleymi því aldrei þegar ég heyrði Carrot Flowers lögin eða titillagið fyrst. Það var ótrúlegt. Frábær og átti að vera upphaflega ofar en þar sem ég hlusta eiginlega aldrei á hana lengur er hún number 87.



86. David Bowie - Let's Dance (1983)
Favorite songs: Modern Love, China Girl, Under Pressure

RIP. Geggjuð diskó/dans plata. Svo er China Girl ásamt Five Years uppáhalds Bowie lagið mitt all times. China Girl var btw tekið upp á Berlín tímabilinu hans Bowie og birtist fyrst á The Idiot (1977) plötunni hans Iggy Pop. En hann rerecordaði lagið fyrir þessa plötu. Langar helst að byrja með einhverri gellu frá Kína, fall in love og láta hana hætta svo með mér. Bara svo ég geti sungið I'm a mess without my little China girl! Þessi maður eða þessi manneskja eða þessi vera frekar er held ég topp3 fallegustu manneskjur all time. Breytti heiminum. Og gerði frábæra tónlist í leiðinni.









85. Buck 65 - This Right Here is Buck 65 (2005)
Favorite songs: Bsc, Cries a Girl, Pants on Fire

Þó að Talkin' Honky Blues sé líklega hans besta sólóplata þá er þessi plata betri. En þetta er samt compilation album. Samansafn af hans bestu lögum sem voru tekin og remasteruð + nokkur ný lög. Sum lögin fengu líka nýja útgáfu eins og 463. Á erfitt með að lýsa af hverju Buck 65 er svona góður. Hann er rappari en taktarnir eru samt með kántrífíling og textarnir eru eins og indírokk textar. Hann er allavega algjörlega one of a kind. En þetta er held ég alveg hate eða love gaur. Hjá mér er ekkert nema love. Hann er líka frá Halifaxxx og það er að fokka mér svo mikið upp. Ef ég ætti að mæla með einhverju lagi til að tékka á honum með væri það Pants on Fire. Go hit it up.





84. The Velvet Underground - The Velvet Underground (1969)
Favorite songs: Pale Blue Eyes, Jesus, After Hours

Ég var seriously all in í the Velvets í mörg ár. White Light/White Heat er væntanlega þeirra sísta plata þó hún sé mjög góð á sinn hátt. Langmesta tilraunastarfsemin þar, löng lög og ekki jafn aðgengileg. En já, allar hinar plöturnar þeirra geggjaðar. Ótrúlegt að þetta band hafi ekki slegið í gegn fyrr en löngu eftir að þeir voru hættir. Það er sorglegt en mystical á sama tíma. Þetta er talið vera ein besta rokkhljómsveit allra tíma en það er samt fáranlegt hvað plöturnar þeirra eru poppaðar. Þetta er gullfalleg plata með lög eins og Jesus og After Hours og ekkert meira um það að segja. Það er hinsvegar hægt að segja margt um þessa mynd hér fyrir neðan. Fokking lol.























83. 50 Cent - The Massacre (2005)
Favorite songs: Just a Lil Bit, Ski Mask Way, Hate it or Love it Remix

Rugl vanmetin plata og alltof lítið talað um hana. En það er bara því Get Rich var svo mikil sprengja. Banger eftir banger hérna. Líka fleiri producerar hér sem gerðu fleiri mismunandi lög. Ski Mask Way er t.d. J Dilla lag og fokking illað. En hugsanlega það besta við þessa plötu og eitthvað sem gleymist oft er að G-Unit remixið við Hate it or Love it er á þessari plötu. Upprunalega lagið er ódauðlegt en þetta Remix er bara kjaftæði. Bara þetta remix er að flengja þessari plötu inná topp100 svo gott er það. En Fifty er maðurinn þó tónlistarlega séð sé hann ekki á sama leveli og í byrjun ferilsins.




82. John Frusciante - Niandra Lades and Usually Just a T-Shirt (1994)
Favorite songs: Curtains, Mascara, Untitled 3

Fyrsta sólóplatan hans. Að hlusta á þessa plötu er eins og að vera staddur heima hjá honum '94 í madnessinu og dópinu. Maður fær eitthvað vibe frá plötunni eins og eitthvað hræðilegt sé að fara gerast. Það munaði sáralitlu að hann hefði fokkað öllu upp, dáið eða framið sjálfsmorð og þá hefði þetta verið hans Grace eða hans Basement on the Hill. Þessi plata er einhverstaðar í öðru zone-i, part madness, part genius, part drugs, part pure emotion. Það var btw Untitled 3 sem var lagið sem ég missti mig yfir um daginn. Fokking fallegasta lag allra tíma. Á tímabili var þetta my number #1 en þetta er ekki plata sem ég get hlustað á hvenær sem er, hvar sem er.























81. Dr. Dre - 2001 (1999)
Favorite songs: Still D.R.E., What's the Difference, Forgot About Dre

Var í tugi ára best beatmaker in the game. Massaður. Harður. Stofnaði NWA. Uppgötvaði Snoop Dogg, Eminem og 50 Cent. Gerir sick beats. Sick rapper. Á beats headphonesin. Lék bófa í Training Day. Þetta er bara kóngur alla leið forever...og ef það voru einhverjir haters jarðaði hann þá í Forget About Dre. 2001 er bara pjúra partý. Hann var í svona 27 ár að gera þessa plötu en worth it. Þetta sánd á plötunni er perfect. Svo ógeðslega góður producer.

















Next Up: 80-71