Monday, March 7, 2016

150-101

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART I

I: FAVORITE 200 ALBUMS (150-101)













Mainlist has arrived! Nú er það 150 til 101 baby. Hot diggedy. Mér finnst ég þurfa að skrifa eitthvað við hverja plötu þannig ég verð kannski asnalegur stundum og skrifa bara "góð plata" í staðinn fyrir að skrifa ekkert.

150. M.I.A. - Arular (2005)
Favorite songs: Pull up the People, Bucky Done Gun, Galang

Bucky Done Gun er sturlað.

149. Jay-Z - The Blueprint (2001)
Favorite songs: Izzo (H.O.V.A.), Takeover, Girls, Renegade

Kanye á tökkunum. Jigga on the mic. Deadly blanda.





148.
 A Tribe Called Quest - The Low End Theory (1991)
Favorite songs: Buggin' Out, Jazz (We've Got) Scenario

Cool. Jazz. Hiphop. Rhymes. Chill. Ekki hægt að fíla ekki þessa plötu. Vibeið á plötunni er eitthvað svo easy, eins og það hafi verið ekkert mál að búa til þessa plötu.

147. Method Man - Tical (1994)
Favorite songs: All I Need, Bring the Pain, Meth vs Chef

Wu-ari númer tvö á listanum. En verða þeir fleiri? Hehe ömurlegt djók. Þetta er mesta raw hipphopp plata ever. En samt svo góð. Skítug og góð. Það er alltaf asnalegt þegar ég skrifa að plata sé skítug. Eins og ég sé eitthvað tæpur.

146. Death Cab For Cutie - We Have The Facts and We're Voting Yes! (2000)
Favorite songs: Title Track, 405, Company Calls Epilogue

Man þegar ég tæmdi allt herbergið mitt og var ekki með neitt þar inni nema tölvuna, græjurnar, vinylspilara, cd's og vinyl plötur. Upplifði mig mjög nettan þá. Ég var alltaf að hlusta á þessa plötu þá liggjandi á gólfinu, pælandi í textunum.

145. Rihanna - Unapologetic (2012)
Favorite songs: Diamonds, What Now, Stay

Nettasta gella ever. Svo mörg ógeðslega falleg og góð popplög á þessari plötu. Diamonds eitt fallegasta lag ever. Það fór enn hærra eftir að ég sá Girlhood.



















144. American Analog Set - Know by Heart (2001)
Favorite songs: Punk as Fuck, The Only One, The Postman

Uppgötvaði þessa plötu þegar ég þurfti á svona tónlist að halda. Man sérstaklega eftir einni sumarbúðstaðarferð þar sem ég var að hlusta á þetta alla leiðina í bílnum, looking out the window. Þessi tónlist er fokking róandi en samt á sama tíma áhugaverð og spennandi. Vanmetin plata (samt alveg 8.0 á pfork).

143. Why? - Alopecia (2008)
Favorite songs: Good Friday, A Sky for Shoeing Horses Under, Simeon's Dilemma

Textarnir hjá Yoni Wolf eru svo one of a kind og geggjaðir. Prufaðu að googla-image Alopecia. Mér finnst hilarious að platan heiti þetta. Virkilega góð Why? plata en ég fíla EE meira og hef líka hlustað á hana miklu meira. Þegar þessi plata kom út var ég búinn að bíða rosalega lengi eftir henni og var svolítið farinn að fjarlægast svona tónlist. Hefði hún komið út 2007 eins og hún átti fyrst að gera væri þetta örugglega one of my all time favs.

142Coldplay - A Rush of Blood to the Head (2002)
Favorite songs: Amsterdam, The Scientist, Green Eyes

Var í algjöru rugli þegar ég fór yfir Coldplay plöturnar fyrst. Þú hafðir rétt fyrir þér. Miklu betri en X&Y og Viva La Vida.

141 & 140. Bob Dylan - Blood on the Tracks (1975) / Desire (1976)
Favorite songs: Hurricane, Tangled up in Blue, Idiot Wind, Sara, Shelter from the Storm, Oh Sister



Ég gat ómögulega gert upp á milli þessara þannig hef þær saman. Fyrir mér eru þær sama platan. 60's Dylan var góður og late 90's early 00's Dylan var fokking góður en þarna var Dylan hugsanlega bestur að mínu mati. Ef ég væri að roadtrippa í gegnum Ameríku á gömlum ryðguðum pickup bíl væru þessar 2 kasettur í gangi alla fokking leiðina.

139. Jay-Z - The Black Album (2003)
Favorite songs: Encore, Dirt Off Your Shoulder, 99 Problems

Átti að vera seinasta platan hans. Var búinn að ákveða að hætta. En gerði það svo auðvitað ekki. Hann reyndi að fá eins marga producera og hann gat og gerðu meðal annars Kanye, Eminem, Rick Rubin, Timbaland og The Neptuns lög fyrir hann. Niðurstaðan klassa Jay-Z plata. Djöfull var þetta asnalegur texti.

138. Beastie Boys - Licenced to Ill (1986)
Favorite songs: Rhymin & Stealin', Fight For Your Right, Hold it Now Hit it

Sama með Coldplay. Var trippin með bestu BB plöturnar. Þessi er svo bangin. Boom boom! Hold It Now, Hit It eitt af 3 bestu Beastie Boys lögunum.

137. Justin Timberlake - The 20/20 Experience (2013)
Favorite songs: Don't Hold the Wall, Tunnel Vision, Mirrors

Hugsanlega besta platan hans en the hits eru betri á hinum plötunum, sérstaklega Justified. Ég er samt ekki að tala um Mirrors. Það er topp5 bestu lag aldarinnar. Nota aldrei þetta orð en þetta lag á það skilið. Epic.



136. Lil Wayne - The Carter (2004)
Favorite songs: Bm, Jr., Go DJ, I Miss My Dawgs

2004 til 2009 var Lil Wayne svo fokking heitur. Þá gerði hann ekkert nema að rappa rappa og rappa og gefa út geggjaðar plötur. Seinustu 5, 6 ár hefur hann fylgt það sem er í gangi í heiminum meira og ekki gert jafn heilsteyptar og góðar plötur. Hann fór í svo mikið kjaftæði og rugl sem tók hann burt frá því að gera plötur. Varð eldri, lenti í allskonar veseni með drugs og hegðun, byrjaði að ofmetnast og halda að hann gæti spilað á gítar og gert rokkrapppplötur og meira. Fór að einbeita sér að skeita og einhverju rugli. En hann er samt búinn að vera algjörlega í takt við það sem er að gerast í dag. Þetta snýst miklu meira um lög núna heldur en plötur. Og hann hefur gefið út fullt af bangers og hann er allaf einn sá besti í bransanum þegar kemur að vera gestarappari í lögum. Svo er hann kannski bara búinn að toppa, orðinn saddur og þreyttur eins og gerist oft með rappara og aðra artista líka. Þessi plata var byrjunin á fokking góðu tímabili hjá honum. I Miss My Dawgs er besta best friend/homie lag allra tíma.

135. MF Doom - Mm.. Food? (2004)
Favorite songs: Hoe Cakes, One Beer, Vomitspit

There is only one beer left
rappers screaming all in our ears like we're deaf
tempt me, do a number on the label
eat up all the MC's and drink em under the table
like "it's on me. put it on my tab kid"

Samplar vintage þætti af Superman, Spiderman og Fantastic Four á plötunni. Er alltaf með grímu. Album coverið er hann með grímuna að éta morgunmat. Illaðar rímur. Dirty beats. The most talented and best in the game.

134. Nirvana - In Utero (1993)
Favorite songs: Rape Me, Dumb, Pennyroyal Tea

Mér finnst þessi aðeins betri en Nevermind. Veit ekki af hverju. Svipað góðar. Kannski því allir tala alltaf allstaðar um Nevermind.

133The Knife - Silent Shout (2006)
Favorite songs: Silent Shout, We Share Our Mother's Health, Like a Pen

Geggjað synthpop. Elska Sweden.



















132. LCD Soundsystem - LCD Soundsystem (2005)
Favorite songs: Daft Punk is Playing at My House, Tribulations, Never As Tired As I'm Waking Up

Djöfull væri ég til í að heyra þessa tónlist á djamminu. Lög eins og Tribulations. Myndi missa mig. Spikfeit plata. Feitari plata en John Goodman.

131
Arctic Monkeys - Whatever People Say I Am, That's What I Am Not (2006)
Favorite songs: I Bet You Look Good on the Dancefloor, Fake Tales of San Francisco, A Certain Romance 

Fyrst þegar þeir mættu með þessa plötu slógu þeir strax bilað í gegn. Allir dýrkuðu þá og allir voru að fíla þá. Mér fannst það algjört ofmat en nokkrum árum seinna ákvað ég að gefa þeim alvöru séns og sé ekki eftir því. Lokalagið sérstaklega geggjað.

130. Weezer - Blue Album (1994)
Favorite songs: Undone (The Sweater Song), Say It Ain't So, In the Garage

The Ultimate 90's rokkpoppplatan. Þetta vantar í dag. Asnalegir nördar að gera það skemmtilega tónlist að þeir verða rokkstjörnur.

129Graham Coxon - The Kiss of Morning (2002)
Favorite songs: Bitter Tears, Escape Song, Mountain of Regret

Gítarleikarinn úr Blur. Furðulega góð plata.

128Beastie Boys - Hello Nasty (1998)
Favorite songs: The Move, Body' Movin, Intergalactic

Var my jam þegar ég var 11-14 ára og var að byrja skeita. Er ennþá my jam. Ég er ekki að tala um sultu.

127. David Bowie - Low (1977)
Favorite songs: Speed of Life, Sound & Vision, Be My Wife

Á þessum tíma flutti Bowie til Berlín til að reyna hætta að kóka. Hann tók upp 3 plötur (Heroes, Lodger og Low) og breytti um stíl. Þessar 3 plötur hafa alltaf verið flokkaðar sem The Berlin Trilogy. Ég á sjálfur mína eigin Berlin Trilogy en meira um það síðar. Hann producaði líka Lust for Life og The Idiot fyrir Iggy Pop á þessum tíma. Allavega geggjuð plata og rennur ógeðslega smooth í gegn. En munurinn á þessari plötu og öðrum góðum Bowie plötum er kannski að það eru ekki mörg legendary lög. Sem gerir það að verkum að maður hlustar sjaldan á plötuna því maður tekur hana yfirleitt alla í gegn. En allt þetta með Berlín dæmið er fokking rómantískt og heillandi. Sérstaklega þegar ég bjó í Berlín og hjólaði oft framhjá þar sem hann átti heima.



126. The Mitchell Brothers - A Breath of Fresh Attire (2005)
Favorite songs: Fuck me Fuck You, Routine Check, Harvey Nicks

Kallaðir Geezers with skills! Ekki af ástæðulausu enda mesta geezers plata ever. Þessir gæjar voru signaðir af Mike Skinner á labelið hans. Þeir laumuðu disknum sínum í töskuna hjá Mike Skinner einhverntímann og hann signaði þá. Svartir bræður frá Ghana. Samt real London Geezers! Special mention á versið hans Sway í Harvey Nicks. Hilarious.

000. LeYnIpLaTa: Joy Division - Substance (1988)
Favorite songs: Transmission, Love Will Tear Us Apart, Atmosphere
Steingleymdi að taka þessa plötu með. En hún fær að fara inn sem leyniplata.Special heiður fyrir special plötu með special bandi. Heiðursverðlaun. Þarna eru nokkur af bestu lögum Joy Division. 


125. Justin Timberlake - Justified (2002)
Favorite songs: Like I Love You, Cry Me a River, Rock Your Body

Fyrsti poppkóngurinn var MJ. JT tók við af honum. JB er á leiðinni að vera næsti. Takturinn hjá Timbaland í Cry Me a River er 10 árum ahead of it's time.

124. Arthur Russell - Calling out of Context (2004)
Favorite songs: The Platform on the Ocean, Arm Around You, That's Us/Wild Combination

Vanmetinn og gleymdur snillingur. Dó úr AIDS 1992. Brósi kynnti mig fyrir þessum gaur. Ótrúleg tónlist. Of ótrúleg fyrir mig til að lýsa henni.









123Elliott Smith - From a Basement on the Hill (2004)
Favorite songs: Pretty (Ugly Before), A Fond Farewell, King's Crossing

Annar snillingur sem dó of snemma. Guð hættu að taka þá frá okkur! Hættu guð þú þarna rugludallur! Fallegasta og á sama tíma mest depressing sad plata ever. Hann var ekki einu sinni búinn að klára plötuna eða gefa hana út áður en hann dó sem gerir hana ennþá meira heillandi.

122Beastie Boys - Ill Communication (1994)
Favorite songs: Root Down, Get it Together, Sabotage

Besta Beastie Boys platan þó þær séu allar góðar og svipaðar að gæðum hjá mér. Get it Together legendary lag og sló í gegn í PIMP videoinu mínu.

121. Leonard Cohen - Songs of Leonard Cohen (1967)
Favorite songs: Suzanne, Sisters of Mercy, So Long Marianne

Beautiful dáleiðandi og róandi tónlist. Lætur manni líða vel og vera betri manneskja.



















120. Jens Lekman - Oh You're So Silent Jens (2005)
Favorite songs: Sky Phenomenon, Pocketful of Money, Black Cab

Got my pockets full of money. Gonna spend it all tonight! On some girl I just met. I barely know her name. Oh take me some place decent. Where the music never ends! You set my heart on fire!

119Pusha T - Fear of God (2011)
Favorite songs: My God, Open Your Eyes, Raid

Geggjað mixtape. Open Your Eyes með Queen samplinu er beauti-fucking-ful.

118. Madvillain - Madvillainy (2004)
Favorite songs: Accordion, America's Most Blunted, Meat Grinder



Textinn í Accordion er besti texti allra tíma. Got more lyrics than the church got Ooh Lords! MF Doom hefur alltaf verið ruglaður rappari með sick rímur en honum vantaði oft alvöru beats. Þarna fékk hann Madlib til að gera taktana og hann rappaði. Fyrir 10 árum hefði þessi verið á topp10 no joke en sándið á plötunni er þannig að það er þreytt til lengdar að hlusta. En alltaf jafn sick þegar maður hlustar aftur eftir pásu.

117. The Killers - Hot Fuss (2004)
Favorite songs: Mr. Brightside, Smile Like You Mean It, Somebody Told Me

Þessi plata er ekki vel metin hjá critics en hjá mér hefur hún alltaf verið geggjuð. Búin að vera go-to partýplata hjá mér í 10 ár. Fæ aldrei leið á þessum lögum.

116. LCD Soundsystem - This is Happening (2010)
Favorite songs: All I Want, I Can Change, You Wanted a Hit

You wanted a hit
but maybe we don't do hits
I try and try
it ends up feeling kind of wrong.

115. Gorillaz - Gorillaz (2001)
Favorite songs: Clint Eastwood, Starshine, 19-2000

Geggjuð. Ekkert meira um það að segja.

114. Pixies - Surfer Rose (1988)
Favorite songs: Bone Machine, Gigantic, Where is My Mind?

Eftir að við töluðum um Doolittle um daginn sá ég að þetta var rétt hjá þér og skipti á Surfer Rosa og Doolittle sem verður núna á topp100. Fór að hlusta á plöturnar og Doolittle er miklu betri plata. Ég var að láta þetta Where is My Mind? lag blekkja mig of mikið. Enda er það að mínu mati besta rokklag allra tíma og hefur mér fundist það síðan ég var 12 ára og besti vinur minn á þeim tíma sagði við mig "hey tjekkaðu á þessu lagi" og ýtti á númer 7 í geilsaspilaranum í bílnum og hækkaði í botn. Við vorum fyrir utan bakarí-ið Vort Daglegt Brauð í Hafnarfirði á hvítum Ford Focus og mamma hans var inni í bakarí-inu á meðan þetta gerðist. Tíminn stoppaði. Þetta er fyrsta og besta skiptið á ævi minni þar sem ég var gjörsamlega sleginn utanundir við það að heyra lag. Mig langaði að hlaupa heim strax og finna allt um þetta lag.










113. Justin Bieber - Purpose (2015)
Favorite songs: I'll Show You, Where Are U Now, We Are

Where Are U Now er eitt besta partýlag ever. We Are featuring Nas er ruglaður banger. Ekkert nema hits á þessari plötu.

112. Sage Francis - Personal Journals (2002)
Favorite songs: Crack Pipes, Climb Trees, Runaways

It's not where you're from or where you at, it's where you are going and I am going home!

111. The Walkmen - You & Me (2008)
Favorite songs: On the Water, In the New Year, Red Moon

Þung, dimm, róleg og hljómar ekki vel til að byrja með. Ein af þessum plötum sem verður ekki geggjuð nema þú gefir henni tíma. Þetta er perfect plata til að hlusta á í headphones labbandi heim á kaldri vetrarnótt með pakka af marlboro. Horfa á bílana, ljósastaurana og snjókomuna. All the windows are glowing! The skyline is swinging! Walking down this dirt road! Watching at the sky. It' all I can do. And the night is cold! and the clouds go by! Nei í alvöru nánast allir textarnir eru um að labba úti, stjörnurnar, tunglið, himininn og að komast heim.



110.  Kanye West - Yeezus (2013)
Favorite songs: Hold my Liquor, Blood on the Leaves, Send it Up

Versta Kanye platan að mínu mati en samt í 110. sæti. Segir bara allt um þennan mann. My fav artist all time og einn sá mest inspirational í sögunni. Gerir eitthvað nýtt á hverri plötu.

109. Modest Mouse - The Lonesome Crowded West
Favorite songs: Out of Gas, Bankrupt on Selling, Trailer Trash

Bankrupt on Selling wow. Ótrúlegt hvernig svona hrá og dirty plata getur líka hitt svona beint í hjartað. Það er eins og þessi plata hafi verið tekin upp í villta vestrinu þar sem allt var út í sandi og öll hljóðfærín skítug.

108. Buck 65 - Talkin' Honky Blues (2003)
Favorite songs: Wicked and Weird, Roses & Bluejays, Tired Out

Þessi gæi átti special place in my heart og ég tók gríðalega langt og stórt Buck 65 fanboy tímabil sem náði hámarki og endaði með því að ég sá hann live á Airwaves 2007. Það sama gerðist með hann og hina hvítu indie underground rapparana sem ég var að hlusta á eins og Sage og Why? að ég missti svoldið áhugann. En fíla samt allt ennþá. Bara hlusta ekki jafnmikið. Þarf samt seriously að fara hlusta meira á Buck 65 aftur. Fokking gott stöff. Var líka að googla hann um daginn og hann er frá Nova Scotia, Canada. Fokking hell! Heimsæki hann í sumar.

107. Yelawolf - Trunk Muzik 0-60 (2010)
Favorite songs: Daddy's Lambo, I Just Wanna Party, Pop the Trunk

Þetta er svona ekta dæmi um dude sem kemur á hárréttum tíma og droppar sprengju. Svo nær hann aldrei að fylgja því eftir. Frekar glataður gaur í dag sýnist mér. En á þessum tíma kom hann með eitthvað algjörlega nýtt og ferskt. Þegar ég heyrði Pop the Trunk fyrst hlustaði ég á það svona 879 sinnum í röð. Myndböndin við I Just Wanna Party og Pop the Trunk eru svo mikil veisla. Gucci! I'm rolling up the Marley, I'm drunk as Paul McCartney!

106. Gang of Four - Entertainment! (1979)
Favorite songs: Ether, Natural's Not In It, Not Great Men

Þessi fokking riff. Trommurnar í NNII. Wow. Ekki hægt að sitja kyrr og hlusta á þessa plötu. This heaven gives me migraine!

105. Jay-Z - American Gangster (2007)
Favorite songs: Hello Brooklyn, Roc Boys, Ignorant Shit

Jay-Z gerði þessa plötu inspired af American Gangster myndinni, no joke. Fílaði ekki myndina það mikið en þessi plata er eitt það besta sem Jay-Z hefur gefið út.

104Freddie Gibbs - Shadow of a Doubt (2015)
Favorite songs: Careless, Fuckin' Up the Count, McDuck



Fokking mikið af nýjum gaurum í rappi í dag. Mikið af trappi. Og mikið af goodshitti. Er búinn að vera reyna tékka almennilega á öllu eins og t.d. Future, Travi$ Scott, Young Thug og fl en hef ekki ennþá fundið eða komist inn í einhverja sjúka plötu þar. Þarf meiri tíma. En þessi gaur náði mér strax. Þessi gaur er Bangin! Til að byrja með lookar hann fyrir að vera rugl nettur og chillaður gaur. Þegar ég horfi á myndir af honum fæ ég líka svona reynslufeeling. He's been around, he knows the streets and he's the smartest motherfucker in the room! Fokking illað nafn líka. En það besta við þennan dude er að hann kallar sig Gangsta Gibbs eða Freddie Corleone. Þvílíkur Bo$$. Er búinn að vera bumpa þessari plötu núna í mánuð og er að digga feitt. Careless er beautiful og hann samplar The Wire í Fuckin' Up the Count. Damn Daniel! Þessi plata gæti farið miklu ofar í framtíðinni. Sky's the limit!

103Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah (2005)
Favorite songs: Over and Over Again, The Skin of My Yellow Country Teeth, Is This Love?

What a fucking debut. Eru vonlausir síðan þá. Þeir droppuðu þessari plötu þegar indie menninginn var að toppa og þessi plata var fokking gull. Og er það ennþá.

102. DJ Shadow - Entroducing..... (1996)
Favorite songs: Building Steam With a Grain of Salt, Changeling, Organ Donor

Hefði viljað ná þessari inn á topp100 enda er þetta motherfucker of an album. Meistaraverk. Taktarnir verði ekki feitari. Að hlusta á Organ Donor í heyrnartólum er fullnæging. En það sem heldur henni fyrir utan the amazing 100 er kannski að þetta er að mestu instrumental plata.

101The Smashing Pumpkins - Siamese Dream (1993)
Favorite songs: Cherub Rock, Today, Disarm

Fær þann leiðinlega en skemmtilega heiður að vera sú plata sem rétt missir af Topp100. Átti alltaf að vera þar en datt út á síðustu stundu. Eftir að hafa hlustað á hana almennilega þá ofmat ég hana aðeins. Classic samt. Disarm guðdómlegt.

Next Up: Topp 100!