Saturday, March 12, 2016

200-151

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART G

G: FAVORITE 200 ALBUMS (200-151)

Mainlist has arrived. Þær 200 plötur sem mér fannst eiga mest skilið að vera á þessum lista. Þetta breytist auðvitað reglulega en stend með þessu í dag og kannski á morgun! Endilega segðu mér ef síðan er eitthvað funky hjá þér (veit ekki hvernig þetta lookar í mac) - vil ekki að þú lesir nema þetta sé perfect look.

200Sage Francis - A Healthy Distruct (2005)
Favorite songs: Sea Lion, Escape Artist, Jah Didn't Kill Johnny

Feitur. Ógeðslegt skegg. Hvítur. En kann að gera bangers. Og geggjaður lyricist. Var mikill fan back in the day en hlusta eiginlega aldrei á hann lengur en stöffið hans er samt búið að eldast vel.

199J. Cole - Forest Hills Drive (2014)
Favorite songs: Apparently, St. Tropez, Wet Dreamz

Þessi plata var mikið surprise. Mjög chilluð og nice sumarplata. Öðruvísi en það sem er í gangi í rappinu í dag sem gerir hana einhvernveginn ferska. Svo er spurning hversu vel platan eldist.

198M83 - Dead Cities, Red Seas & Lost Ghosts (2003)
Favorite songs: Run Into Flowers, In Church, America

Hefur minnkað í uppáhaldi í gegnum árin en samt góð.

197Belle & Sebastian - Tigermilk (1996)
Favorite songs: Expectations, She's Losing It, Elecronic Renaissance

Þetta er einn af þessum artistum sem ég hlustaði slatta á fyrir 10 árum en hef ekkert hlustað á síðan. Ég hélt ég myndi hata þetta band þegar ég fór að tékka aftur á þeim en þessi plata er bara drullunice. Elecronic Renaissance er so fucking good. And how about that album cover! Hehe djók.


196Yeah Yeah Yeah's - Fever to Tell (2003)
Favorite songs: Maps, Y-Control, Modern Romance

Kom mér smá sjálfum á óvart með því að velja þessa á listann. Hélt hún myndi enda í mesta lagi í HM. En góð plata.

195Lil Wayne - The Carter II
Favorite songs: Fly In, Fireman, Feel Me

The Carter plöturnar voru byggðar á krakkhúsinu úr New Jack City (1991) sem er illuð mynd. Vanmetin. Fokking svöl. Hann heitir auðvitað Carter líka. Weezy var duglegur og góður á þessum tíma. Þarna hélt hann bara áfram að vera on fire áður en hann toppaði svo á Carter III.

194Daft Punk - Homework (1997)
Favorite songs: Revolution 909, Da Funk, Around the World

Besta platan þeirra. RAM er samt örugglega sjúk, hef bara hlustað á frægustu lögin þar.

193. Beastie Boys - Paul's Boutique (1989)
Favorite songs: Egg Man, 3 Minute Rule, What Comes Around

Textinn í Egg Man og bara lagið frigging hilarious. Já bara mjög góð Beastie Boys plata. Nett, skemmtileg, fyndin.

192Nelly - Nellyville (2002)
Favorite songs: Dilemma, Hot in Herre, #1

Plástur, hárband og ekkert nema hits.

191The White Stripes - White Blood Cells (2001)
Favorite songs: Fell in Love With a Girl, We're Going to be Friends, Offend in Every Way

Eins og með margt á þessum lista fílaði ég miklu meira fyrir nokkrum árum. Fór vel yfir plöturnar þeirra og fannst þessi langbest. Fokking mikið power.

190John Frusciante & Josh Klinghoffer - A Sphere in the Heart of Silence (2004)
Favorite songs: Walls, Communique, At Your Enemies

Gæti verið sándtrakk fyrir einhverja dark sci-fi mynd.









189Big L - Lifestylez ov da Poor & Dangerous (1995)
Favorite songs: Put it On, MVP, 8 Iz Enuff

Flæðið hjá þessum gaur var out of this world. Röddin hans er líka fokking unique. Real 90's Harlem motherfucker! Var drepinn í drive-by 1999, skotinn 9 sinnum. Grjóthart. I'm from the alley not the valley!

188Röyksopp - The Understanding (2005)
Favorite songs: Triumphant, Only This Moment, What Else Is There?

What Else Is There? eitt besta lag sem ég hef heyrt. Trentemöller remixið líka sick.

187Method Man & Redman - Blackout! (1999)
Favorite songs: Blackout, Da Rockwilder, Y.O.U.

Það er svo ógeðslega nett þegar rappgrúppur gera "rappa-saman-lagið" rétt. Svona eins og Beastie Boys. Eða Jay-Z og Kanye á köflum á Watch the Throne. Þegar það er ekki bara þetta týpíska fyrsta verse rappari 1, viðlag, annað verse rappari 2 heldur skiptast á línum. Þessi plata er fokking góð þegar kemur að þessu. Tryllt partýplata.

186The Beta Band - The Three EP's (1998)
Favorite songs: Dry the Rain, I Know, The House Song

Gleymi því aldrei þegar ég heyrði Dry the Rain fyrst. Í High Fidelity. Eitt besta atriði ever. Eða kannski ekki. Það er þannig allavega í minningunni út af laginu.

185Drake - Thank Me Later (2010)
Favorite songs: Over, Light Up, Best I Ever Had

Drizzy Drake so fly. Over var fyrsta lagið sem ég heyrði með honum. Það er eitthvað við röddina hans. Það er eitthvað við textana hans. Það er eitthvað við Drake bara sem er öðruvísi. Enda er hann fokking vinsæll hjá öllum hópum.

184Katy Perry - Prism (2013)
Favorite songs: Roar, Dark Horse, This Is How We Do

Ég er mjög veikur fyrir öllum þessum nútíma popp gellum. Katy Perry, Taylor Swift, Selena, Becky G. Gellur eins og Rihanna, Beyonce og Sia eru meira respected en finnst hinar líka með góð lög. Er fokking skotinn í Katy Perry. Geggjuð poppplata.

183Death Cab For Cutie - Something About Airplanes (1998)
Favorite songs: Bend to Squares, Champagne From a Paper Cup, The Face That Launched 1000 Shits

Enginn skrifaði fallegri og betri texta á þessum tíma. Texta samt um einfalda hluti, sem allir gátu tengt við. Sætar stelpur. Fá sér sígó. Vera ástfanginn. Eftirsjá. Asshole pabbar. Vinátta. You know everydaystuff. Og allt beint í hjartað eins og byssuskot. Voru miklu hrárri þarna, seinna meir þegar þeir slógu meira í gegn voru þeir orðnir poppaðari, aðgengilegri og búnir að perfecta sándið sitt. Hér ólíkt bestu plötunum þeirra eru ekki öll lögin frábær. En nafnið á plötunni er eitt það besta í sögunni. Finnst það mergjað spergjað. Hallelujah Ben Gibbard.

182Outkast- Stankonia (2000)
Favorite songs: So Fresh, So Clean, Ms. Jackson, B.O.B.
The Coolest Motherfuckers On The Planet!











181Miley Cyrus - Bangerz (2013)
Favorite songs: Adore You, We Can't Stop, Wrecking Ball

Steingleymdi þessari og fattaði ekki að hafa hana með fyrr en fyrir nokkrum dögum. Platan er með fullt af bangerz eins og titilinn segir. We Can't Stop er lag sem ég tengi vandræðalega mikið við og er my shit þegar ég er að djamma. Þá vil ég heyra We Can't Stop. Man þegar ég var í Canada með brósa, mafíu boss gæjanum sem runnar fyrirtækinu og 3 gellum, vorum að rúnta á hvítum BMW jeppa sem bossinn átti og stoppuðum niðrá höfn, allir með smokes eða cigars og drinks flowing. Ég setti þetta lag á og fór úr að ofan. Þá var ég ekki feitur. Felt like million bucks þá og fannst ég geta allt. Eins og ég gæti smettað lífið í framan. Var fokking gott sumarkvöld.

180Bruce Springsteen - Born in the U.S.A (1984)
Favorite songs: Born in the U.S.A., I'm on Fire, Dancing in the Dark

Í mörg ár hélt ég að Bruce Springsteen væri algjör faggi. Einhver miðaldra lúser í ódýrum gallabuxum með Ameríku á heilanum sem gerði tónlist fyrir asnalega kalla frá Texas með kúrekahatta. En er alltaf að fatta það betur og betur hvað hann er magnaður...og það er nóg eftir. Ég á eftir að athuga t.d. virtustu plöturnar hans. Það er eitthvað emotion við þennan gaur, röddina, textana, sögurnar hans. Hann heltekur mann algjörlega, eins og t.d. í I'm on Fire. Dancing in the Dark í Pines atriðið er heldur ekki að skemma fyrir þessari plötu. Hversu gott var það vá. Kötturinn. Bankaránið nýbúið og velheppnað. Dansandi glaðir með fullt af seðlum og von um betra líf.

179. Fugees - The Score (1996)
Favorite songs: Ready or Not, Fu-Gee-La, Killing Me Softly

Ódauðleg og tímalaus plata.

178Nelly Furtado - Whoa, Nelly! (2000)
Favorite songs: Shit on the Radio (Remember the Days), I'm Like a Bird, Turn off the Light

Get ekki úrskýrt þetta. Þetta var sætasta stelpa í heimi þegar ég var yngri. omg hvað hún var fokking falleg. Ég joinaði message board fyrir fans á tímabili. Hversu asnalegur. Ég er ennþá í dag að fá email frá messageboardinu. Kallaði mig The Peaceman. Nenniru að vera meira ógeð feitabollan þín. Alltaf þegar ég fæ email frá þeim íhuga ég að kveikja í sjálfum mér. Tónlistin, veit ekki, þegar ég heyri lögin fæ ég alltaf eitthvað rugl feel good feeling í gang, hefur alltaf verið þannig.

177. Adele - 21 (2011)
Favorite songs: Set Fire to the Rain, He Won't Go, Someone Like You

Bitch can sing.

176U2 - The Joshua Tree (1987)
Favorite songs: Where the Streets Have No Name, I Still Haven't Found What I'm Looking For, With or Without You

Hef aldrei fundið 10/10 U2 plötu, plöturnar eru yfirleitt með nokkur góð lög og nokkur sæmileg. En góðu lögin, sérstaklega á þessari plötu, eru bara svo fokking góð.

175Sia - 1000 Forms of Fear (2014)
Favorite songs: Chandlier, Big Girls Cry, Elastic Heart

Fíla þessa konu í tætlur. Hit after hit og virðist vera klár gella.

174Moby - Play (1999)
Favorite songs: Find My Baby, Why Does My Heart Feel So Bad?, Natural Blues

Byrjaði að fíla þessa plötu þegar ég var 12 ára. Hljómar ennþá vel í dag.

173. Justin Timberlake - FutureSex/LoveSounds (2006)
Favorite songs: SexyBack, My Love, What Goes Around

Svipaður og U2. The Hits eru meistaraverk en plöturnar aldrei 10/10

172Drake - If You're Reading This It's Too Late (2015)
Favorite songs: Legend, Energy, Know Yourself

Ein af fáum 2015 plötum sem náðu á listann. Góð Drake plata en samt ekki sama quality og hans bestu. Þetta er samt flokkað sem mixtape þannig að ekki alvöru stúdíóplata. Þarf líka að hlusta betur og melta meira, gæti farið ofar á listanum seinna.

171. Radiohead - Kid A (2000)
Favorite songs: Everything In It's Right Place, The National Anthem, Idioteque


Idioteque er heavenly.

170Tenacious D - Tenacious D (2001)
Favorite songs: Tribute, Karate, City Hall

Það er eitthvað að þér ef þér finnst þetta ekki skemmtileg plata. Kannski ertu með krabbamein. Skemmtileg tónlist og hilarious. Og góð tónlist.

169Taylor Swift - 1989 (2014)
Favorite songs: Blank Space, Style, Wildest Dreams

Einn ein svona gellan á listanum en þær eru að vera búnar. Allt sem þessi gella gefur út fæ ég á heilann.

168. Elliott Smith - Roman Candle (1994)
Favorite songs: Condor Ave, No Name #1, No Name #2











Hef hlustað langmest á 2 ES plötur. Þessa og From a Basement on the Hill. Og þær eru báðar mjög góðar. Þarf að hlusta meira á Self Titled og Either/Or. Þetta er samt tónlist sem ég meika bara í ákveðnu skapi. Þetta er svo þungt og depressing og suicidal. RIP my man.

167. M.I.A. - Kala (2007)
Favorite songs: Boyz, Jimmy, Paper Planes

Ásamt Rihanna ein nettasta gella ever. Gleymi því aldrei þegar Paper Planes droppaði. Lagið var HOT HOT HOT. Man eftir því þegar ég var á Prikinu kl svona 04.23 og allir voru mölvaðir og það var verið að sveifla ljósunum og Deluxxxx spilaði lagið og hver einasta fokking manneskja inná staðnum var að leika viðlagið eftir, byssuhljóðin og haldandi á þykustu byssu að skjóta út í loftið. Djöfull var það ruglað. Eitt besta djammmóment lífs míns.

166The Game - Doctor's Advocate (2006)
Favorite songs: Da Shit, It's Okay (One Blood), Wouldn't Get Far

Now where's the shit?
The shit?
The Shit!
Come on kill that noise man, let's just get the shit
Don't worry, you'll get the shit, you'll be knee deep in shit!

165The Lonely Island - Turtleneck & Chain (2011)
Favorite songs: Jack Sparrow, Motherlover, Threw it on the Ground

Nettir, fyndnir og búa til hits. Bestir í sögunni að búa til gríntónlist.

164Lana Del Rey - Born to Die (2012)
Favorite songs: Video Games, Diet Mountain Dew, Summertime Sadness

Weird og kúl gella. Weird og kúl tónlist. Asnaleg og asnaleg setning.

163DMX - It's Dark and Hell is Hot (1998)
Favorite songs: Ruff Ryders' Anthem, Fuckin' wit' D, Damien

Hlýtur að vera harðasta plata allra tíma.

Talk is cheap muthafucka!







162. Michael Jackson - Bad (1987)
Favorite songs: Bad, Man in the Mirror, Dirty Diana

Svo falleg plata. Kynntist MITM og DD í Fócus og tengi eitthvað fáranlega mikið tilfinningalega við lögin. Einhver nostalgía. Beautiful lög. Þessi lög breyttu líka algjörlega áliti mínu á MJ, vissi ekki að hann hefði gefið út svona persónuleg og emotional lög.

161Major Lazer - Free the Universe (2013)
Favorite songs: Get Free, Watch Out for This (Bumaye), Playground

Pure. Fucking. Fire. Og svo auðvitað þetta Get Free lag. Rosalegt.

160. Kendrick Lamar - Section.80 (2011)
Favorite songs: A.D.H.D, Blow My High (Members Only), HiiiPower

Svo fokking hæfileikaríkur. Eina sem ég get gagnrýnt hann fyrir er að sándið hans er eitthvað svo þungt einhvernveginn, get ekki hlustað á mikið af honum í einu.

159Nirvana - Nevermind (1991)
Favorite songs: Lithium, Polly, Drain You

Svo mikið af þessu stöffi sem ég var að fíla (og allir) þegar ég var 15-16 ára sem maður hefur engan eða litlan áhuga á í dag. AC/DC, Metallica, Korn, Zeppelin, Deep Purple, Soundgarden, Limp Bizkit og fl. Þegar ég var á þessum aldri var annar hver maður í Cobain bol. Manni langaði að hata þá lengi bara til að vera cool en það er ekki hægt. Nirvana er alltaf gott. Geggjuð rokkplata.

158. Pusha T - King Push - Darkest Before the Dawn: The Prelude (2015)
Favorite songs: M.F.T.R., M.P.A., Sunshine
















Fílingurinn sem ég fæ er geggjaður. Ekta Pusha fílingur. Pusha hefur alltaf gert nákvæmlega það sem hann vill. Honum er drullusama hvað er heitt eða ekki heitt í dag. Líka einn af fáum í bransanum sem er alltaf straight up, skáldar ekki og stendur við sitt. Mjög respected in the game. Platan er það nýkomin út að ég er ekki kominn á það stig að digga þetta eitthvað seriously. Held að næsta plata verði sprengja. En þetta er samt pure heat. Eins og snúður í örbylgjuofninum.

157. Justin Bieber - Believe (2012)
Favorite songs: As Long As You Love Me, Boyfriend, Beauty and a Beat

Beauty and a Beat er örugglega eitt besta lag 21 aldarinnar. Er núll að grínast. Kóngur.

156. Clipse - Lord Willin' (2002)
Favorite songs: Virginia, Grindin', Ma I Don't Love Her

Áður en Pusha-T varð President of GOOD Music og frægur rappari var hann í Clipse með eldri bróður sínum Malice. Áður en Pharrell varð frægur gaur fyrir a lot of things var hann Producer og kallaði sig The Neptunes ásamt félaga sínum og var að produca Clipse plötur. Clipse voru ekkert að flækja þetta eða með neitt kjaftæði. Þeir voru bara riding hard í Virginia þaðan sem þeir komu og hentu út geggjuðu rappi með feitum bassa. Öll lögin eru eins og þau séu hönnuð fyrir hardcore gangsta rúnt í svörtum jeppa með sjúkum græjum. Þessir gæjar voru skilgreiningin á keepin it real. Ekkert fake þarna á bæ. Grindin Cousin!

155Violent Femmes - Violent Femmes (1983)
Favorite songs: Blister in the Sun, Kiss Off, Add it Up

Svo unique band.

154The Streets - The Hardest Way to Make an Easy Living (2006)
Favorite songs: Prangin' Out, War of the Sexes, Two Nations

Að sjálfsögðu ekki á pari við fyrstu tvær plöturnar hans sem eru fokking meistaraverk mate! En þetta er samt goodshit Streets plata. Hann er miklu reiðari, frægari og ruglaðari hér.

153Bob Dylan - Time Out of Mind (1997)
Favorite songs: Love Sick, Standing in the Doorway, Not Dark Yet

Beautiful. Sad. Geggjuð. Old Bob Dylan er á einhvern hátt besti Dylan-inn.

152Pearl Jam - Ten (1991)
Favorite songs: Alive, Black, Jeremy

Öll þessi bönd og allt þetta grunge dæmi varð mjög fljótt mjög þreytt enda er þetta genre nánast dautt í dag. En það voru nokkrar geggjaðar plötur sem komu í gegn þarna á gullaldartímabilinu 89-94. Þar á meðal þessi. Var upphaflega á Topp100 en alls ekki nógu sterk til að fara þar inn. Samt frábær. Sérstaklega Black.

151Gorillaz - Plastic Beach (2010)
Favorite songs: White Flag, Stylo, On Melancholy Hill

Damon Albarn er svo mikill fagmaður. Fíla Blur en Gorillaz er annað level.

Next up: 150-101