Tuesday, March 15, 2016

80-71

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART N

N: FAVORITE ALBUMS (80-71)

TOPP100 IS HERE1!11!!!!11!!!1!1!!! Búið að vera gríðarlega gaman að gera 250 til 101 og margar frábærar plötur þar en núna erum við virkilega komnir í alvöru hlunka shit. Það var rugl erfitt að raða þessum plötum, langaði að hafa þær allar á topp10. Við höldum áfram að telja niður og 80-71 er nextup 7up. Voff voff hundarnir gelta því allir eru spenntir.

80The Clash - London Calling (1979)
Favorite songs: London Calling, Jimmy Jazz, Guns of Brixton

Besta pönkplatan hjá mér. Fokking svalir gaurar. Ólýsanlega klikkaður og góður stemmari í lögunum. Eins og í Guns of Brixton. Geggjað pepplag í eyrunum ef maður er að labba einhverstaðar, maður fer að upplifa sig nettari og harðari. Eitt besta plötuumslag ever líka. Það er líka algjörlega í takt við fílinginn á plötunni. Hlusta ekki oft á þessa plötu en þegar ég hlusta á hana eða heyri lögin í bíómyndum eða eitthvað er það one hell of a fun ride. This album a fucking classic mate. Asnalegur out.







79. Justin Bieber - Journals (2014)
Favorite songs: All That Matters, Hold Tight, Confident

Eftir að hafa verið basiklí bara barnastjarna þá fékk hann smá meira respect fyrir Believe (2012) og ég hef alltaf fílað JB, sama hvort það var þegar hann var 13 ára að gera lög með Ludacris eða Believe eða nýja stöffið hans. En það var ekki fyrr en þarna þegar hann fór að droppa þessum lögum vikulega sem enduðu á að vera Journals platan sem ég fór fyrst seriously að respecta hann sem kóng. Þarna fór hann að sýna að hann gæti orðið eitthvað meira. Að hann gæti orðið nýji JT, MJ, glænýr poppkóngur. Þessi er ekki jafn aðgengileg og jafnvel kannski ekki jafngóð og Journals en hún er í miklu meira uppáhaldi hjá mér. Kannski er það því hún er meira dark, minna poppuð, meiri fuccboi fílingur, meiri stælar, meiri real emotion eitthvað. Veit ekki. Kannski er það að all the suckers sem héldu að það væri kúl að hata Bieberinn í gamla daga eru farnir að fíla Bieberinn í dag því nú er það viðurkennt. Kannski er það að þessi plata var ekki alvöru stúdíóplata gerð fyrir allan heiminn og ekki jafn mainstream sama hversu asnalegt það hljómar. Allavega who cares, this album so fckng good.








78. Red Hot Chili Peppers - By the Way (2002)
Favorite songs: Dosed, The Zephyr Song, Venice Queen

Kannski er ég að ofmeta allar þessar RHCP plötur en það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að ég er ennþá að hlusta mikið á þessar plötur í dag. Þessi var mjög ólík fyrri plötum þeirra, miklu melódískari, rólegri og jákvæðari. Falleg plata. Gullfalleg plata. Ólíkt Californication (1999) sem kom á undan er öll platan á svipuðu leveli, öll lögin mjög góð en engin lög áberandi betur en önnur. Sem gerir það miklu skemmtilegra og þægilegra að hlusta á plötuna í gegn þó maður hlusti oftar á bestu lögin af Californication.






77. Bun B - Ill Trill (2008)
Favorite songs: You're Everything, Swang on 'em, Angel in the Sky

Annar hluti rapphljómsveitarinnar UGK sem ég kynntist fyrst þegar þeir voru featuring í Big Pimpin' með Jay-Z og svo seinna meir þegar þeir gerðu lagið Int'l Players Anthem með Outkast sem eitt af my all time favs rapplögum. Ill Trill er mjög respected plata og var talað slatta um hana þegar hún kom út en síðan þá er ekki mikið talað um hana. Brjáluð plata. Ain't no party like a Trill ass party 'cause a Trill ass party don't stop! Ein besta Dirty South platan og Bun B (og UGK) einir fyrstir til að peppa the south in the game. Eintómir kóngar hér að spitta á plötunni. Lil Wayne í Damn I'm Cold. Rick Ross sjóðandi heitur þarna. En bestur er Lupe Fiasco. Versið hans í Swang on Em er eitt besta gestaverse sem ég veit um. Mætir og slátrar laginu. Meiraðsegja Pimp C (UGK) er hérna en platan er að mestu tileinkuð honum. Hann fannst dáinn á hótelherbergi 2007. Angel in the Sky fjallar um hann og er eitt fallegasta hipphopplag sögunnar. Á svipuðu leveli og I'll Be Missing You sem var tileinkað Biggie. Rest in peace Pimp C!






76The Smiths - The Queen is Dead (1986)
Favorite songs: Bigmouth Strikes Again, There is a Light That Never Goes Out, Some Girls Are Bigger Than Others

Þegar brósi átti heima á Íslandi átti hann heima í 105 og mjög oft eftir djamm crashaði ég á sófanum heima hjá honum. Það var á þessum tíma sem ég var uppgötva The Smiths. Ég var svona 18-19 ára og alltaf þegar ég labbaði heim af djamminu eða labbaði daginn eftir í strætó var ég alltaf að hlusta á þessa plötu, sérstaklega lokalögin tvö sem mér fannst vera eitthvað það guðdómlegasta sem ég hafði nokkurn tímann heyrt. Take me out tonight. Where there is music and there is people. I never want to go home! Það var líka á svipuðum tíma sem einhver vinkona brósa (svona 25-26 ára gella, nett gella) var heima hjá honum í partý og ég líka og ég setti There is a Light That Never Goes Out og hún var seriously impressed og fór að skoða ipodinn minn og við spjölluðum fokking lengi um tónlist og eitthvað. Það var fokking nice móment, made me feel like the coolest motherfucker in the room. Ef þetta myndi gerast í dag væri þetta kannski ekki big deal en fyrir mig þarna á þessum tímabili í lífi mínu var þetta sweet. To die by your side is such a heavenly way to die! Allavega þetta tengi ég alltaf við í gegnum plötuna. Þegar ég hlusta fer ég næstum alla leið tilbaka, er orðinn buzzed og nóttin er ung. Rauður marlboro og kippa í bakpokanum.







75. Big Boi - Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty (2010)
Favorite songs: Shutterbugg, General Patton, Fo Yo Sorrows

Fyrst fílaði ég bara OutKast. Svo þegar þeir gáfu út Speakerboxxx/Love Below sem tvöfalda plötu, eina plötu með Big Boi og eina með Andre 3000 byrjaði ég að idoliza Andre og pældi eiginlega ekkert í Big Boi. Mér fannst Andre algjörlega maðurinn. Fatastílinn hans, tónlistin hans, hvernig hann var að fokka upp rappheiminum og allt sem hann gerði fylgdist ég með, sama hvort það var gestaverse eða að leika í myndum eins og Be Cool / Four Brothers. En svo löngu seinna kom þessi plata með Big Boi og motherfucker hvað hún er spik fokking feit. Hrópin í bakrunninum í General Patton shit hvað það er eitt það brjálaðasta sem ég veit um. Núna í dag kann ég að meta Big Boi jafnmikið ef ekki meira en Andre þar sem hann hefur orðið svoldið þreyttur undanfarin ár. Algjör partýplata.






74Gorillaz - Demon Days (2005)
Favorite songs: Dirty Harry, Feel Good Inc, Fire Coming Out of the Monkey's Head

Besta Gorillaz platan. Sá þá live 2010 og það var sjúkt. Besta crowd sem ég hef lent í. Allir voru partying up. Lögin hérna eru svo rugl þétt og vel producuð enda var Danger Mouse co-producer. Öll lögin hérna eru veisla. Feel Good Inc. er tryllt. Dirty Harry er tryllt. Kids with Guns er fáranlega nett. November has Come með MF DOOM er fullnæging. Hljómar eins og ekta Doom lag nema Damon Albarn sér um viðlagið og inná milli detta inn Gorillaz sánd. Dare er eins og að vera að keyra á 150km hraða og vera á þakinu á bílnum. Þessa lýsingar sökka. Skemmtilegasta við plötuna er samt þegar Dennis Hopper kemur í Fire Coming Out of the Monkey's Head. Geggjuð saga og geggjað lag og kolklikkaður en geggjaður maður D. Hopper!







73Cypress Hill - Black Sunday (1993)
Favorite songs: I Wanna Get High, Insane in the Brain, Hits from the Bong

Að vera staddur í vafasömu partý-i í vafasömu hverfi með vafasömum gaurum í Mexíkó eða Kólumbíu og allir eru drinkin up og það sem meira er allir eru smoking up og útá bílaplani eru hot latina gellur sem eru með snargeðveikt attitude og bílastæðin eru full af lowriders. Ekkert nema gangbangers í kringum þig með headbands og hnífana fasta í beltinu og einhverstaðar er Ice Cube á svæðinu með motherfokking AK 47 og andrúmsloftið í loftinu er svona að hvað sem er getur gerst, sama hversu klikkað það er, þú gætir verið drepinn í kvöld en þú ert samt í fokking good feeling sérstaklega því þessi plata er á blastinu.






72. Neil Young - Harvest (1972)
Favorite songs: Out on the Weekend, Heart of Gold, Old Man

Ótrúleg plata. Heyrði Old Man fyrst í Lords of Dogtown. Tilfinningarnar sem hann lagði í textann og textinn wow. Svo fallegt. Öll platan er svona. Textarnir virðast svo einfaldir en samt eru lögin svo djúp og persónuleg og maður heyrir að hann er að meina hvert orð. Að hlusta á þetta í headphones er tryllt, hvert einasta lag getur gefið manni gæsahúð. Neil Young er samt held ég eitthvað klikkaður gaur. Lookar eins og ugly fokking geðsjúklingur.







71. The Game - The Documentary (2005)
Favorite songs: Hate it or Love it, How We Do, Put You on the Game

Grjóthart shit. Dr. Dre you a fucking genius! Píanó samplið og allur takturinn í How We Do er perfect stuff. It's G-Unit, girl, just wanna have fun. Coke and rum. Hate it or Love it er legendary lag, sameinaði tvo heitustu kóngana á þessum tíma í eitt magnað fokking lag. Ekki nóg með það gerðu þeir líka How We Do og Westside Story saman. Svipað og með Fifty þá hefur The Game aldrei náð að toppa þessa plötu. Sem er skiljanlegt því þetta er rapp meistaraverk.























Next Up: 70-61