Tuesday, March 29, 2016

13-11

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART X

X: FAVORITE ALBUMS (13-11)

X gonna give it to ya! Stafurinn X er sá næstsíðasti í stafrófinu, sem þýðir bara eitt. Síðustu 3 plöturnar for the final. El finale. Topp 10. Fótboltafélagið okkar Bolti&Coke spilar leikkerfið 4-3-3 og við erum komnir í framlínuna. Miðjumennirnir voru pure class og framherjarnir eru ekki síðri. CR7, Jermain Defoe og King Francesco Totti. Það held ég. Quality players. 13, 12 og 11, þær 3 plötur sem því miður náðu ekki inná topp10. En of course, samt allar 10/10 plötur sem eru í rugl miklu uppáhaldi. Þvílíkar plötur. Jafngóðar og hægri löppin á Totti og jafnfallegar og silkimjúka hárið hans.Vá, maður.









13Black Star - Mos Def & Talib Kweli Are Black Star (1998)
Favorite songs: Definition, Respiration, Thieves in the Night

97 og 98 voru báðir þessir dudes að byrja ferilinn og báðir voru að vinna í því að gefa út sína fyrstu sólóplötu. En þeir ákváðu að fresta því og sameinast frekar sem Black Star og gera þessa plötu. Fyrir utan það að vera ein feitasta, heitasta og besta rappplata allra tíma var platan líka statement gefin út á mikilvægum tíma í hipphopp sögunni.

One, two, three
Mos Def and Talib Kweli
we came to rock it on to the tip top

best alliance in hip hop

I said one two three
it's kinda dangerous to be a MC
they shot 2pac and Biggie

too much violence in hip hop.

Á þessum tíma var gangstarappið, beef, ofbeldi og almennt slæm ímynd rappsins komin út í rugl. 2pac var myrtur. Biggie Smalls var myrtur. Big L var gunned down. Allt snerist um byssur, dóp, drepa og ofbeldi. Black Star voru orðnir þreyttir á þessu og vildu take it back. Þegar það skipti máli að vera með góða djúpa texta, old school jazzuð beats og rappa vel og peppa sjálfan sig upp án þess vera gangsta. Þannig byrjaði hipphopp. Cats on the mic rappandi um að vera bestir, með besta flæðið og bestu rímurnar. Þetta voru samt ekki einhverjir kirkjustrákar að reyna stoppa gangstarapp eins og einhverjar miðaldra þröngsýnar sveitamömmur. Þetta voru illa nettir gaurar, harðir en ekki fake. Klárir gæjar og þetta var það sem þeir vildu gera, þeir nenntu ekki þessu ofbeldi, beefi og gangsta gangsta rugli og þeim var drullusama um vinsældir og frægð og peninga. Þessir gæjar hafa lengi verið taldir einhverjir most talented í rappinu, bæði hvað varðar það að rappa og lyrics. Jay-Z sagði meirasðegja einu sinni: If skills sold, truth be told, I'd probably be lyrically Talib Kweli. Enda eru lyrics á plötunni á hæsta leveli.

Lyrically handsome, call collect a king's ransom
jams I write soon become the ghetto anthem
way out like Bruce Wayne's mansion, move like a phantom
you'll talk about me to your grandsons
cats who claiming they hard be mad fag
so I run through them like flood water through sandbags
competition is mad, what I got, they can't have
sinking they ship, like Moby Dick, did Ahab
son I'm way past the minimum, it's a verb millenium
my rap's the holy gas in your bag, like Palestinians.



Öll platan er sick en næstsíðustu tvö lögin, Respiration og Thieves in the Night eru on another level. Klikkuð. Mos Def heldur áfram að reppa Batman í Respiration. Gangstas of Gotham hardcore hustling! er grjóthörð fokking lína. Svona plötur koma bara einu sinni á 100 árum og virkilega grátlegt að þeir gerðu aldrei aðra plötu saman sem Black Star. En kannski hefði sú plata bara orðið vonbrigði. Þessi er allavega one of a kind masterpiece og ég verð þakklátur alla tíð.

Breathin' in deep city breaths, sittin' on shitty steps
we stoop to new lows, hell froze the night the city slept
the beast crept through concrete jungles
communicating with one another
and ghetto birds where waters fall
from the hydrants to the gutters
the beast walks the beats, but the beats we be making
you on the wrong side of the tracks, looking visibly shaken.



12. Kanye West - Graduation (2007)
Favorite songs: Can't Tell Me Nothing, Drunk & Hot Girls, Homecoming

Enn ein Kanye West platan. Hann er fav artist all time. Það er bara þannig. Eftir fyrstu tvær plöturnar bjó hann til algjörlega nýtt sánd á Graduation. Miklu poppaðara og hreinna sánd, miklu meiri tölvutónlist. Svo ógeðslega góður producer. Elska productionið og soundið á þessari plötu, all the samples og sú Kanye plata sem mér finnst production-ið geggjaðast. Allavega pælt mest í því á þessari. Myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Kanye platan. Mesta partýplatan. Hvert einasta lag geggjað og síðan hún kom út hef ég skipt um uppáhaldslag svona 800 sinnum, sem er bara merki um frábæra plötu og líka merki um plötu sem endist lengi. Fyrir utan kannski Can't Tell Me Nothing sem er örugglega all time fav Kanye song. Það eru 9 ár síðan þessi plata kom út en alltaf þegar ég hlusta á hana líður mér eins og hún sé glæný. Ferskasta plata allra tíma. Hiphop from the Future. Ekkert meira um þetta að segja. Kanye er kóngurinn og ég elska þessa plötu.

I met this girl when I was three years old
and what loved most she had so much soul
she said, excuse me little homie, I know you don't know me, but
my name is Windy and I like to blow trees
and from that point I never blow her off
niggas come from outta town I like to show her off
they like to act tough, she like to tow em off
and make them straighten up their act, cause she knew they soft
and when I grew up she showed me how to go downtown
and at nighttime my face lit up so astounding
and I told her in my heart is where she always be
she never mess with entertainers because they always leave
she said it felt like they walked and drove on me
knew I was gang affiliated got on TV and told on me
I guess it's why last winter she got so cold on me
she said, Ye keep making that
keep making that platinum and gold for me.











11Death Cab For Cutie - Transatlanticism (2003)
Favorite songs: Tiny Vessels, Transatlanticism, A Lack of Color

Veit ekki hvort Ben Gibbard sé besti textahöfundur í heimi en það er enginn betri í að fegra tilgangslausa venjulega tilveruna. Matt Berninger og fleiri góðir eru gods þegar kemur að lyrics hjá mér en af öllum tengi ég samt persónulega örugglega mest við Gibbard. Eins og þetta lag, New Year, minnst uppáhalds lagið á plötunni en hugsanlega besti textinn, um hvernig gamlárskvöld stendur aldrei undir væntingum og hvað allt við þetta sökkar. Svo einfalt en samt nær hann alltaf að negla þetta. Tekur síðan alltaf lagið í svo skemmtilegar áttir eins og seinsta versið.

So this is the new year and I don't feel any different
the clanking of crystal, explosions off in the distance
so this is the new year and I have no resolutions
for self assigned pennance, for problems with easy solutions

so everybody put your best suit or dress on
let's make believe that we are wealthy for just this once
lighting firecrackers off on the front lawn
as thirty dialogs bleed into one

I wish the world was flat like the old days
then I could travel by folding a map
no more airplanes, or speed trains, or freeways
there'd be no distance that could hold us back.






Rólegri og minna rokkaðari en The Photo Album en dýpri og fallegri. Concept plata, úthugsuð í gegn, öll lögin renna viljandi saman í eitt og allt tengist sem heild eins og alvöru plötur eiga að vera. Það er til dæmis sjúklega impressive hvernig endirinn á Tiny Vessels og byrjunin á Transatlanticism tengjast með trommuleiknum. So sweet.

Your heart is a river that flows from your chest
through every organ
your brain is the dam
and I am the fish who can't reach the core.

Gibbard flytur hvert orð svo sannfærandi, beint frá sínu hjarta, beint í mitt hjarta og aldrei hefur tónlistin verið jafn fullkomin fyrir textana hans og á þessari plötu. Svo eru það línurnar sem eru algjörlega fáranlegar en hljóma perfect í Death Cab veröldinni og enda með að vera uppáhalds línurnar manns. Óskiljanlegt.

The glove department is inaccurately named
and everybody knows it

Eða þá línurnar sem eru svo guðdómlegar og fallegar að þegar þær koma út úr munninum á þessum manni er eins og ekkert annað í heiminum skipti máli. Það eina sem skiptir máli er þessi lína meðan hún bergmálast um allt herbergið og svo aftur í hausnum á þér, aftur og aftur, þangað til þú gleymir hver þú ert og hvar þú ert.

She is beautiful but she don't mean a thing to me

Að hlusta á Death Cab rotar töffarann í mér. Mig langar bara að vera ástfanginn og góður gaur og elska sætar stelpur þangað til ég dey og skrifa ljóð um þær. Tónlistin róar mann niður og textarnir breyta manni í emotional lovesick bitch. Allt verður svo ljúft og þægilegt en samt svo spennandi, dreamy og smá sorglegt. Því Gibbard veit og hefur upplifað að eins frábært það er að vera skotinn, hrifinn, ástfanginn í stelpu að þá er það jafn ömurlegt að sakna stelpu, geta ekki verið með stelpu, elska einhvern en vera ekki elskaður tilbaka.

This is fact not fiction
for the first time in years
all the girls in every girlie magazine
can't make me feel any less alone
I'm reaching for the phone 
to call at 7:03 and on your machine 
I slur a plea for you to come home but I know it's too late
and I should have given you a reason to stay.










Next up: Top 10

Monday, March 28, 2016

16-14

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART Y 

Y: FAVORITE ALBUMS (16-14)

Við höldum áfram að telja niður síðustu 10 plöturnar fyrir lokapartýið: Top10. Vörnin er komin í leikkerfinu okkar, 4-3-3, en nú er það komið að miðjunni. Það er engar sultur hér á miðjunni heldur erum við að tala um gæðaskinkur eins og Xavi, Zidane og David fucking Beckham. Bolti og Coke. Eins og áður er viðbjóðlega erfitt að velja á milli da albums. Það verður bara erfiðara og erfiðara með hverjum deginum, eftir því sem við förum ofar og ofar. Núna líður mér eins og ég sé á hótelbergi og ég þurfi að velja á milli þess að gista í herbergi með Scarlett Johansson eða gista í herbergi með Kat Dennings. Eða að velja á milli þess að vera Lip Gallagher í einn dag eða Jay-Z í einn dag. En það að velja á milli er samt líka svo ógeðslega healthy og jákvætt. Hefur mjög góð áhrif á mig. Farið að hljóma eins og ég sé búinn að joina eitthvað religion cult en það sem ég meina er að þegar ég er að velja á milli hlusta ég á plöturnar svo stíft og er að bera þær saman og skoða þær svo vel að ég fer að meta þær enn betur. Þegar ég loksins ákveð mig er það líka yfirlett ákvörðun sem ég er 100% sáttur við. Allavega who the fuck cares. Jesús. Haltu kjafti fituhlunkurinn þinn.



Hvað er ég að gera við lífið mitt? Fór bara í alvörunni og googlaði þessa mynd. SMH. Whatever. Þær eru svo gorgeous and beautiful holy mother of god. Back to the list. Smoke up og vertu svo tilbúinn með eina tilbúna bakvið eyrað eins og Lip. Fáðu þér smá undir borðið eins og Frank og vertu tilbúinn að chilla og lesa eins og Ian fyrir slökkviliðsprófið. Þetta var ömurlegt. En hér er þetta allavega. 16, 15 og 14. Þrjár himneskar plötur. 3 is a good number, spurðu bara Kev, sem er dottinn í 3some himnaríki. Let's Whip it. Whip. Whip. Nae Nae (þú ert svo out of touch að þú skilur þetta örugglega ekki). Átt eftir að googla þetta og þykist síðan hafa vitað. Lol á þig. En já sorry, áfram með listann!









16Kanye West - 808's & Heartbreak (2008)
Favorite songs: Amazing, See You in My Nightmares, Pinocchio Story

2008 var Kanye ekki búinn að gera neitt rangt. Hann var kastandi út meistaraverkum árlega eins og þetta væri bara eitthvað djók hjá honum. Á sama tíma var hann að produca 10/10 plötur útum allan bæ og var að spitta klikkuðu gestarappi í lögum útum allan heim (Estelle - American Boy voff voff). En svo kom 2008 og á kaldri vetrarnótt í lok nóvember gaf hann út, 808's & Heartbreak. Fyrstu viðbrögð hjá öllum var bara wtf is this shit? Besti rap producer í heiminum og þekktasti og efnilegasti rappari í heimi var að gefa út electro synth tölvupop plötu. Öll lögin eru autotune og öll platan er depressing dark shit. Þetta var á tímabili þar sem autotune var að gera alla brjálaða, á þeim tíma þar sem flestir voru að nota autotune vitlaust. Man eftir allavega 17 dudes sem spurðu; hvar er rappið? Verð að viðurkenna að til að byrja með datt ég í sama pakka. Renndi plötunni nokkrum sinnum í gegn, fannst þetta skrýtið en alveg fínt, en skildi þetta ekki. Núna eru allir löngu búnir að fatta þetta, þar á meðal ég. Man ekki hvenær nákvæmlega en á ákveðnum tímapunkti, örugglega bara veturinn eftir, fór maður að fatta að 808's væri ekki bara masterpiece heldur líka eitthvað algjörlega nýtt og öðruvísi. Sándið sem Kanye bjó til hér var algjörlega klikkað og þessi plata endaði með að vera gríðarlega áhrifamikil í öllum tónlistarheiminum. Kanye er alltaf one step ahead of all the normal boring motherfuckers out there.

Þessi plata er einhver fallegasta, myrkasta, djúpasta, besta vetrarplata allra tíma. Yfir hverju lagi er sorg. Yfir hverjum takt er myrkur. Yfir hverri línu er sársauki. Þessi plata og þetta tímabil breytti lífi Kanye. Á stuttu tímabili lenti Kanye í röð af leiðinlegum, sorglegum atburðum sem breyttu öllu. Hann hætti með kærustu sinni sem hann var búinn að vera með í mörg ár, þau byrjuðu saman löngu áður en hann byrjaði að slá í gegn. Það var samt ekkert í líkingu við þegar mamma hans dó í nóvember 2007. Allt þetta tvinnaðist saman við það að Kanye var að eiga í erfiðleikum með frægðina. Þarna var hann allt í einu, frægasta poppstjarna í heimi en algjörlega einn og einmanna. Eða eins og hann sagði sjálfur. It's lonely at the top. Þar sem hann var búinn að glata tveimur mikilvægustu manneskjunum í lífinu sínu var hann skiljanlega langt niðri og virtist gjörsamlega farinn.

When a reporter asked what he planned to see during his visit to New Zealand, he replied dryly: "The back of my eyelids."

Allt sem gerðist nýtti Kanye til að gera þessa plötu. Á sama tíma var 808's and Heartbreak hans leið til að komast yfir þetta allt saman. Gæti talað um þessa plötu í allan dag þar sem þetta er ein af þeim plötum á listanum sem ég hef lesið gjörsamlega allt um. Sjúklega heillaður af 808's & Heartbreak á djúpu fokking leveli. Ef ég fengi að velja eina tónleika í sögunni, fortíð og framtíð, til að fara á áður en ég dey myndi ég velja 808's and Heartbreak tónleikana sem hann tók í fyrra. Flutti alla plötuna í gegn með sick showi í Hollywood Bowl í Los Angeles.

It's 4am and I can't sleep
her love is all that I can see
memories made in the coldest winter
goodbye my friend will I ever love again

if spring can take the snow away
can it melt away all of our mistakes
memories made in the coldest winter
goodbye my friend I won't ever love again
...never again



Vá hefði dáið sáttur þarna, á þessum tónleikum. Örugglega sick show. Get ekki ímyndað mér hvernig það var að upplifa þetta, örugglega algjört rugl. Augljóslega sérstök plata hjá Kanye sjálfum. Geðveik plata sem er farin að fá þá virðingu sem hún á skilið þó það séu ennþá haters þarna úti. Fattið þetta kannski seinna. Hún fær t.d. 2 stjörnur af 5 á allmusic. Held þetta verði sögulegt meistaraverk sem mun magnast upp í áhrifum með hverju árinu sem líður. Það verða allir trippin' yfir þessari plötu eftir 50 ár. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá finnst mér ég eiga nóg eftir. Hún er í 16 sæti já ofc homie, 10/10, en mér finnst hún eiga mikið inni hjá mér persónulega. Finnst eins og ég eigi eftir að explora hana betur í mörg ár og það eru allavega 4 Yeezy plötur sem ég hef eytt miklu meiri tíma í. Hlakka til að elska hana meira og meira og meira. Gæti séð hana eftir 5 ár vera mikilvægasta og besta og uppáhalds Kanye hjá moi.

It's so crazy, I got everything figured out
but for some reason I can never find what real love is about
do you think I sacrificed real life 
for all the fame of flashing lights?

There is no Gucci I can buy
there is no louis vuitton to put on
there is no YLS that they could sell
to get my heart out of this hell
and my mind out of this jail
there is no clothes that I could buy
that could turn back the time
there is no vacation spot I could fly
that could bring back a piece of real life
real life, what does it feel like?

What does it feel like, I ask you tonight
to live a real life
I just want to be a real boy
they always say Kanye he keeps it real boy
Pinocchio story is to be a real boy...















15The Streets - A Grand Don't Come For Free (2004)
Favorite songs: Could Well Be In, Blinded by the Lights, Dry Your Eyes

Oh, Mike Skinner. You wonderful fucking geezer. Back in the day varst þú nettasti gaur sem ég vissi um. Fyrir mér varst þú og ert þú the perfect Geezer. Í íþróttatreyjunni þinni, drekkandi pint not giving a fuck. Á laugardögum er það boltinn og svo er það beint to the pub eftir leik. A Grand Don't Come For Free er amazing plata. Jafngóð og Original Pirate Material en ákvað að hafa Original Pirate Material aðeins ofar. Hún er lengri og kom á undan og er pínu pínu pínupons betri. Það er samt undarlegt hvað ég fer oft að afsaka plötur á þessum lista. Finnst stundum eins og plötur eigi skilið miklu meira. Þegar maður er farinn að afsaka það að plata sem maður elskar og reitar 10/10 sé í 17. sæti eða eitthvað, það er bara asnalegt. So many good albums out there, geta ekki allar verið number #1. Nema Nelly. Nelly er alltaf number #1. Hehe. En allavega. Back to the Streets.






A Grand Don't Come For Free er rap opera. Það er hilarious þegar maður pælir í því. En hann gerir það samt svo ógeðslega vel. Hann er með gangandi þema í gegnum alla plötuna, nokkrir litlir hlutir, gellan sem hann byrjar að mixa í Could Well Be In og hættir svo með í Dry Your Eyes...og auðvitað 1000punda seðilinn sem hvarf. Bara The Streeets myndi gera heila plötu þar sem undirliggjandi þema væri týndur 1000punda seðill. Snillingur. Á plötucoverinu stendur hann í strætóskýli. Fokking snillingur. Hann hélt bara áfram hér að gera það sama og á OPM. Rappa og tala um an ordinary day hjá a real English bloke. Love it, mate. Fyrsta lagið It Was Supposed To Be So Easy fjallar einmitt um bara venjulegan dag hjá Mike Skinner og er hilariously skemmtilegt. Dagurinn hans, sem was supposed to be so easy, var skipulagður þannig að hann færi út að skila DVD disk, taka út pening í hraðbanka, hringja í mömmu sína og fara með peninginn sem hann var búinn að safna í bankann. En hann klúðrar öllu real Mike Skinner style.

Today I've achieved absolutley nought
in just being out of the house, I've lost out
if I wanted to end up with more now
I should've just stayed in bed, like I know how.

Þó að hann sé meistari í að gera svona lög er hann svo miklu miklu meira en það. Alvöru artist sem gerði geggjaðar plötur og þó að eitt og eitt lag hafi verið hérna eins og fyrir ofan samdi hann líka fokking gullnámu af ótrúlegum lögum. Could Well Be In er án nokkurs vafa besta vera-skotinn-í-stelpu-nýbyrjaður-að-hitta-hana lag ever.

Cause her last relationship fucked her up
got hurt majorly, finds it tough to trust
looked at the ashtray, then looked back up
spinning it away on the tabletop
she looked much fitter than saturday just.
I told her I thought it was important
that you could get lost in conversation
chatting shit, sittin' in, obvlivion
with that person who's your special one
she said she was the worst pool player under the sun
but blokes go easy so she always won.

Þetta lag er eitthvað sem ég hef tengt við mega síðan það kom út og tengdi aftur við það á enn dýpra leveli nýlega eftir að ég hafði upplifað nánast allt helvítis lagið sjálfur. Fyrsta sem við gerðum saman var að fara í pool, hún hafði aldrei farið. Finds it hard to trust jebb. Hittumst fyrst on a saturday jebb. She's playing with her hair well regulary jebb. I reckoned I could well be in jebb. Það var fótbolti í sjónvarpinu og ég splæsti bjórinn. Þetta lag er my shit. Þetta með hárið er eitthvað sem ég hef pælt í öllum mínum samskiptum við stelpur frá því að ég heyrði lagið fyrst.

I'm trying to think what else I could say
peelin' the label off, spinning the ashtray
yeah, actually, yes, she did look pretty neat
her perfume smelled expensive and sweet
I feld like my hair looked a bit cheap
wished I'd had it cut last week
she kept giving me this look
was she only friendly? 
or was she a keep?
asked her if she wanted the same again to drink
started to turn and get up out my seat.






Næsta lag á eftir Could Well Be In er svo Not Addicted sem fjallar um Mike að betta á fótbolta og hann veit auðvitað ekki rassgat hvað hann er að gera. Þetta lag er ennþá betra hjá mér þessa dagana því ég er orðinn svo mikill bettari. Blinded by the Lights er geggjað djammlag sem er samt í móðu af paranoju og dópi. Totally fucked, can't hardly fucking stand, this is fucking amazing. Hann er í ruglinu en samt having a night. Dry Your Eyes (Mate) er perfect breakup lag. Svo einfalt svo gott. I know you want to make her see how much this pains hurt. But you gotta walk away now. Fit But You Know It er hittari og What Is He Thinking er ógeðslega sniðugt lag. Það er samt bara ógeðslega sniðugt ef þú ert búinn að taka alla plötuna í gegn og fylgjast með söguþræðinum í gegn. Þar sem þetta er þannig plata að öll lögin tengjast er það svo miklu meira rewarding að taka plötuna alla í gegn. Að lesa og hlusta á textana þannig er svo nice því maður fær miklu betri upplifun. Empty Cans er lokalagið og þar endar allt. Sagan, platan, töfrarnir. 8 mínútur og það eru fá lög sem eru með betri uppbyggingu og fá lög með meiri feel-good stemmara. Þetta lag er án djóks eitthvað besta feelgood lag allra tíma. Það er svo sweet og nice að heyra söguna enda, að heyra allt koma í ljós, þegar hann finnur peninginn, að heyra seinustu línurnar hjá Mike Skinner, hvernig tónlistin, þessi beautiful fokking tónlist byggist upp í takt við textann.

I look down the back of the TV and that's where it was, in all it's glory, my thousand quid. 

Þetta lag er svo fokking fallegt og svo mikil helvítis snilld og svo viðbjóðslega flottur endir á plötunni að ég get ekki hamið mig. Mike Skinner you the real MVP!

No one is really there fighting for you in the last garison
no one except yourself that is, no one except you
you are the one who's got yout back 'til the last deeds done.


Svipað og bíómynd eða bók eða sjónvarpsþáttur, The Wire er gott dæmi, þá er extra sérstakt og manni líður einhvernveginn extra vel þegar maður fær góðan endir eftir að gefið sig allan í þetta, lagt tíma, hjarta og huga í að hlusta, horfa, lesa. Þess vegna eru lögin sem maður þarf að hlusta á mörgum sinnum til að byrja digga eða skilja oftast bestu lögin. A Grand Don't Come For Free er alveg plata sem er góð sama hvort þú fylgir sögunni eða ekki, en þegar maður fer all in í plötuna og tekur alla plötuna sem heild, þá er það enn betra, sérstaklega í fyrsta skiptið.






14Drake - Nothing Was The Same (2013)
Favorite songs: Started From the Bottom, From Time, Pound Cake / Paris Morton Music 2

Nothing Was The Same var ásamt nokkrum öðrum plötum í baráttu um að vera ofar. Hún var aldrei á leið inn á topp10 en var mikið að bera hana saman við nokkrar plötur um 12-16 sæti. 14. sæti var niðurstaðan þrátt fyrir að ég er búinn að hlusta á þessa plötu næstum daglega í 8-9 mánuði. Hún kom samt út 2013 og er ennþá eitthvað svo nýkomin út að ég veit ennþá ekki 100% hvað mér finnst þegar ég ber hana saman við aðra tónlist. Það sem ég veit hinsvegar 100% er að ég elska þessa plötu útaf lífinu. Vandræðalega mikið. Drake, alveg eins og gaurarnir hérna fyrir ofan Kanye og Mike Skinner, hefur átt erfitt með að höndla frægðina. Eitthvað sem allir frægir þurfa örugglega að ganga í gegnum en þessir 3 dudes hafa allavega allir gert frægðina af stóru subjecti hjá sér í tónlistinni. The Streets gerði það á Hardest Way to Make an Easy Living, Kanye til dæmis á 808's og Drake bæði hér og á Take Care. Þar sem ég var að klára Get Him To The Greek er tilvalið að henda inn quote úr myndinnni:

I'm lonely mate. I'm really lonely and I'm sad and I ain't got no one.

Djöfull er ég mikill fokking champion. Tengdi alvarlegan póst um Drake with Get Him To The fucking Greek. Nothing Was The Same er besta Drake platan...og ég er ekki viss um að hann muni nokkurntímann toppa hana. Hún er depressing en falleg. Sorgleg en spennandi. Skemmtileg en niðurdrepandi. Þetta er plata fyrir rúntinn. Þetta er plata til að hlusta á liggjandi á gólfinu heima einn með öll ljósin slökkt. Þetta er plata fyrir klúbbinn. Þetta er plata for the homies og þetta er plata for the bitches. Drake veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hann veit nákvæmlega að hann er number 1 in the world rite now.

Coming off the last record, I'm getting 20 million off the record

just to off these records, nigga that's a record
I'm living like I'm out here on my last adventure

past the present when you have to mention
this is nothing for the radio, but they'll still play it though
because it's the new Drizzy Drake, that's just the way it go
heavy airplay all day with no chorus.

Subjectin á plötunni eru bara ekta Drake subjects. Svipað og á Take Care. Sambönd við vini og fjölskyldu. Frægðin. Ástin. Gellur. Drinking and partying. Mistök. Einmannaleiki. Þunglyndi. Lífið. Dauðinn. En samt alveg rapp og gaman og fjör. Hann er ekki liggjandi heima hjá sér grenjandi. Hann er living the good life. Production-ið er f u l l f o k k i n g k o m i ð. Textarnir og röddin hjá Drizzy dáleiðandi. Það er eitthvað við þessa plötu, hún gjörsamlega étur þig upp og heltekur þig. Þegar þú ert búinn að hlusta á alla plötuna ertu uppgefinn. En samt langar þig að hlusta aftur...og aftur. Svo einu sinni enn.

I just spent four Ferrari's all on a brand new Bugatti 
and did that shit because it's something to do
yeah I guess that's who I just became, dog
nothing was the same, dog.

I feel like I just died and went to heaven. Því Pound Cake / Paris Morton Music 2 er það besta sem nokkurntímann hefur gerst. You know it's real when you are who you think you are...










Next Up: 13-11

Sunday, March 27, 2016

20-17

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART W

W: FAVORITE ALBUMS (20-17)









Við byrjuðum þennan lista í 250. sæti. 250 plötur + allar hinar sem komu til greina en komust ekki á listann. Núna erum við komnir í tuttugu bestu plöturnar. 20 stykki. Wow. What a Ride. Þetta eru merkilegar plötur og það er ekkert grín að fá að enda hér meðal tuttugu bestu. Það var pæling hjá mér að hætta að skrifa um fimm plötur í einu og skrifa bara um eina plötu í eina. En svo vildi ég líka halda áfram að dúndra 5 plötum út í einu þangað til við dettum í seinustu tíu til að gera Top10 more special. En þangað til við lendum þar þurfum við að klára 20-11 og það er grín og kjaftæði hvað 20-11 eru góðar plötur. Svo ég ætla að droppa 4-3-3 eins og fótboltakerfi til að gera þetta meira spennandi. Bolti og Coke. Áfram Tottenham og Blackburn. Við byrjum á að henda inn 4 plötum (20-17), svo 3 (16-14) og svo aftur 3 (13-11) áður en við förum í 10 bestu all times. Heat! Hringið á slökkviliðið það er svo mikill hiti.








20. Drake - Take Care (2011)
Favorite songs: Headlines, Marvins Room, HYFR (Hell Ya Fucking Right)

My man Drizzy Drake. Take Care hlýtur að vera besta breakup plata ever. Þemað á plötunni er einmitt mjög mikið misheppnuð sambönd, gamlar kærustur og að sakna your main bitch. Drake talar líka mikið um einmannaleika og erfiðleikana við það að díla við að vera frægur og ríkur.

Too many drinks have been given to me
I got some women that's living off me

paid for their flights and hotels I'm ashamed
bet that you know them, I won't say no names
after a while girl they all seem the same
I've had sex four times this week, I'll explain

having a hard time adjusting to fame.

Marvins Room er svo ótrúlega hreinskilið og frábært lag og Drake opnar sig algjörlega þar. Það er líka svo auðvelt fyrir hvern sem er að tengja við lagið. Að vera fullur, vera sorgmæddur og lonely, búinn að drekka of mikið og það eina sem þú hugsar um er fyrrverandi kærastan þín. Marvins Room hefði getað verið eina lagið á plötunni og platan hefði samt verið masterpiece.

Bitches in my old phone
I should call one and go home

I've been in this club too long
the woman that I would try
is happy with a good guy


But I've been drinking too much
that I'ma call her anyway and say
"fuck that nigga that you love so bad
I know you still think about the times we had"


Drake hefur alltaf fengið mikið hate fyrir að vera of emotional í rappheiminum. Sérstaklega því stundum er hann að reyna púlla einhvern harðan gaur, eins og þegar hann reyndi að vera einhver gyðinga-mafioso tough guy. Hann á það líka til að vera kjánalegur. Þannig street cred-ið hefur stundum ekki verið perfect en það að hann þori og vilji vera emotional er það sem gerir hann svo frábrugðinn öðrum í rappinu. Hann er óhræddur við að sýna allar tilfinningar sínar og það er það sem gerir tónlistina hans svo fokking sweet. Drake er samt alveg ennþá ballin rappari. Hann er ekki einhver emo bitch. Headlines er lag sem ég tek stundum og hlusta á svona 300 sinnum í röð. Rappa með hverri línu.

I might be too strung out on compliments
overdosed on confidence
started not to give a fuck and stopped fearing the consequence
drinking every night because we drink to my accomplishments.
Drizzy got the money so Drizzy gonna pay it
those my brothers, I ain't even gonna say it
that's just something they know.

I guess it really is just me myself and all my millions.


Drake og Lil Wayne eru með tvö lög saman á plötunni og þeir eru svo gucci combo, væri til í plötu frá þeim eins og þeir lofuðu fyrir nokkrum árum. Bæði lögin geggjuð hits. Take Care með Rihanna er annað geggjað lag og það eru fleiri geggjuð lög með öðrum geggjuðum artists, eins og Crew Love sem hann gerði ásamt The Weeknd og svo eru Kendrick og Rick Ross líka á svæðinu. Í heildina frábær plata frá einum af mínum uppáhalds artist. Sérstaklega í dag, það sem ég hlusta á í dag, þá er Drake alveg topp3. Er alltaf að hlusta á Drake, man. Hlusta alltof mikið á hann.

I'm the fucking man, you don't get it, do ya?
type of money everybody acting like they knew ya

go uptown, new york city bitch
some spanish girls love me like I'm Aventura
tell uncle Luke I'm out in Miami too
clubbing hard, fucking women ain't much to do
wrist blang, got a condo up in Biscayne
still getting brain from a thang, ain't shit changed
how you feel? how you feel?
twenty five, sitting on 25 mil uh

I'm in the building and I'm feeling myself.

We got santa margarita by the liter
she know even if I'm fucking with her, I don't really need her
ah that's how you feel man?
that's really how you feel?
cause the pimpin' ice cold, all these bitches wanan chill
I mean maybe she won't
then again she maybe will
I can almost guarantee she know the deal

real nigga what's up?







Bonus Song: 
Eitt uppáhalds rapplagið mitt all times er I'm on One. DJ Khaled gerði taktinn og fékk Drake, Lil Wayne og Rick Ross, 3 af mínum fav rapper dudes, til að rappa lagið. Svipað og Headlines er þetta lag sem ég get spilað 500 sinnum í röð án þess að fá leið á því. Það sama með myndbandið. Fokking amazing feeling í videoinu. DJ Khaled og Rick Ross hilarious og asnalegir og feitir. Drake nettur og Weezy svo mikill kóngur. Allt við Lil Wayne í þessu videoi er svo sick. Rappið hans, fötin hans, stælarnir. You know the feds listening. Nigga what money?
















19. Red Hot Chili Peppers - Blood Sugar Sex Magik (1991)
Favorite songs: If You Have To Ask, Give it Away, Sir Pscyho Sexy

Ég veit ekki hvernig Blood Sugar Sex Magik endaði í 19. sæti. Mig langaði á tímabili að hafa hana í 45. sæti og svo er einhver fanboi inn í mér sem langar að hafa hana í efstu tíu. En mér leið best að planta hérna svo við höldum okkur við það, asnalegir og sáttir. Þegar ég uppgötvaði þessa plötu fyrst varð hún instantly besta plata allra tíma í mínum heimi. Ef einhver dirfðist til að dissa plötuna eða RHCP var ég tilbúinn að slást. Í mörg ár gat ég svarað hvaða plata væri mín uppáhalds án þess að hugsa. Svarið var alltaf Blood Sugar Sex Magik. Þó ég sé ekki sammála í dag þá þykir mér samt vænt um RHCP tímabilið mitt. Mér þykir líka mjög vænt um að ég er ennþá fan, þó það sé á miklu lægra leveli í dag. Þetta eru snillingar og þessi plata er masterpiece-ið þeirra. En held að þetta sé plata sem eigi eftir að minnka og minnka í áliti hjá mér með hverju árinu sem líður. Ekki að gæðin séu að hverfa, heldur bara einhver fílingur, þetta er svolítið búið hjá mér. Alltaf þegar ég hlusta á plötuna fæ ég skrýtna tilfinningu, eins og ég viti að þetta var einu sinni það besta í mínu lífi en er það ekki lengur. Við skulum samt enda þetta jákvætt og asnalegt þar sem þetta er geðveik plata enda er hún númer #19 og þó ég fái skrýtna tilfinningu þegar ég hlusta fæ ég líka alltaf good feelings og þessi plata er ekki í 19. sæti sem einhver heiðursverðlaun. Elska hvert einasta lag. Hvert einasta lag er sjúklega geðveikt nefnilega. Gítarsólóin hjá Johnny Fru off the charts. Sir Psycho Sexy er 8 mínútur af ecstacy sem bara Red Hot Chili Peppers gætu búið til. Platan var tekin upp í The Mansion í LA og var Rick Rubin producer. Það gerðist eitthvað magnað við upptökur. Þú þekkir þetta. Þú hefur séð Funky Monks. Með allra bestu rokkplötum í sögunni og hugsanlega sú besta að mínu mati. Frábær plata, plata sem hefur spilað stærri part í lífi mínu en nokkur önnur plata líklega. Vild'ég gæti skrifað meira og dýpra um plötuna, geri það kannski seinna, ég veit auðvitað allt um það sem gerðist á þessu tímabili hjá RHCP, en er einhvernveginn búinn að klára allt þegar kemur að þessari. Þú spyrð bara ef þú vilt vita eitthvað. Við skuldum enda þetta á tveimur textabrotum frá Antwan the Swan. Fyrri textinn er um River Phoenix og seinni textinn er um Hillel Slovak. Tveir fagmenn. RIP.























1:
There's a River born to be a giver
keep you warm won't let you shiver
his heart is never gonna wither
come on everybody time to deliver.

2:
I used to shout across the room to you
and you'd come dancing like a fool
shuffle step you funky mother
come to me all warm as covers

rest with me my lovely brother
for you see there is no other
memory so sad and sweet
I'll see you soon, save me a seat.

Well I'm crying now my lovely man
no one can ever fill the hole you left my man
I'll see you later my man if I can

in my room i'm all alone waiting for you to get home
but I know you won't come back
just in case you never knew I miss you Slim
I love you too, see my heart, it's black and blue
when I die I will find you.






18Mos Def - Black on Both Sides (1999)
Favorite songs: Hip Hop, Umi Says, Mathematics

Young man where you from? Brooklyn number one! Mos Def átti árið 1999. Það var eins og hann hafi viljað taka þennan áratug, 90's, áður en það væri of seint, og gjörsamlega slátra honum hipphopplega séð.

Four MC's murdered in the last four years
I ain't trying to be the fifth one, the millenium is here


Mos Def var on a mission þarna. Saving hiphop. Taking it back. Gaurar eins og Mos Def voru horfnir. Rappari með djúpa intelligent texta og á sama tíma sjúklega hæfileikaríkur. Svo þegar þú bætir inn í að hér var rappari sem spilaði á fullt af hljóðfærum á plötunni auk þess að vera tilbúinn að gera allskonar lög úr allskonar áttum þá varstu kominn með eitthvað sérstakt. Umi Says, eitt besta lagið á plötunni er til dæmis miklu meira reggýlag heldur en hipphopp. Burtséð frá þessu öllu er þetta ein besta hipphopp plata sem hefur komið út. Þetta er líka cool plata. Með cool gaur. Það er cool að fíla hana og þér líður cool að hlusta á hana. Cool beans. Mos Def rappar svo mikið og svo fast og svo vel að hann rappar yfir sig. Hann rappar svo mikið að á 17 laga plötu eru bara 3 gestaverse, Mos klárar rest eins og Frank Gallagher á barnum. Að hlusta á plötuna í headphones og hlusta vel fyllist maður svo mikilli aðdáun. Tónlistin er fokking feit og maður hækkar og hækkar en það er ekki hægt annað en að vera bara vá, djöfull er þessi gaur góður. Því Mos Def var og er pure talent, hann var ekki í bófaleik eða reyna vera harður. Mos Def var bara sjúklega hæfileikaríkur rappari með frábæra texta og production-ið hér er sky high homie. Speed Law í headphones er t.d. algjört kjaftæði (I feel it - you can taste it through the speakers!) Það sorglega við þetta allt saman er að Mos náði aldrei sömu hæðum aftur. Droppaði ekki næstu plötu fyrr en 5 árum seinna og hefur að mestu eytt ferlinum síðan í að vera leikari eða láta handtaka sig fyrir mótmæli. En Black on Both Sides mun lifa forever. 1999 baby.



Hip hop is prosecution evidence
the out of court settlement
ad space for liquor, sick without benefits
luxury tenements choking the skyline
it's low life getting tree-top high
here there's a water back remedy
bitter intent to memory
a class E felony facing the death penalty
stimulant and sedative, original repetiteve
violently competitive, a school uncredited
the break beats you get broken with
on time and inappropriate

Hip hop went from selling crack to smoking it

medicine for loneliness
remind me of Thelonious and Dizzy
propers to B-Boys getting busy
the war-time snap shot
the working man's jack-pot
a two dollar snack box
sold beneath the crack spot
Olympic sponsor of the black glock
gold metalist in the back shot
from the sovereign state of the have-nots
where farmers have trouble with cash crops
it's all city like phase two
hip hop will simply amaze you
craze you, pay you
do whatever you say do
but black, it can't save you.








Svo fallegur maður. Vá. no homo.

17. The Strokes - Is This It (2001)
Favorite songs: Someday, Last Nite, Take it or Leave It

Þvílík fokking goddamn veisla. Riffin eru samin af englum. Englum sem reykja sígó og eru í leðurjökkum. Trommurnar og bassinn eru tight shit damn! Get aldrei nokkurntímann verið kyrr þegar ég hlusta á The Strokes. Gítarsólóið í Take it or Leave It (2.08) hlýtur að vera eitthvað grín. Er þetta falin myndavél? Hvaða motherfucker samdi þetta shit? Fokking ruglað sóló. Julian Casablancas, hvað get ég sagt, þú ert gjöf frá Guði. Hefði viljað vera í bílskúrnum þegar þessi lögu voru samin. Hvernig í fokkanum er þetta hægt? Albert Hammond Jr. gefðu mér bankareikninginn þinn, ég ætla leggja inná þig 150 þúsund krónur fyrir að vera svalasti dude sem ég hef séð. Við auðvitað ræddum þessa plötu fram og aftur um daginn og ég tók semi album review á hana um daginn í group þar sem ég fór yfir hvert einasta lag á plötunni þannig ætla stoppa núna. Þú veist hvað þetta er klikkuð plata. Ég veit hvað þetta er klikkuð plata. Every motherfucker knows.











Læt fylgja með live video frá þeim. The Strokes er ekki band sem maður er skoðandi texta fram og tilbaka, ekki að textarnir séu samt lélegir. Maður getur hinsvegar gleymt sér að horfa á þá spila live, eins og við gerðum saman um daginn, þeir eru fokking dáleiðandi live. Gallaskyrtur. Leðurjakkar. Italiano look. Sítt hár. Shit hvað Julian og Albert eru nettir.















Next Up: 16-14

Saturday, March 26, 2016

25-21

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART V

V: FAVORITE ALBUMS (25-21)

...And then there were only 50. Fimmtíu. 50 plötur sem eru í mestu uppáhaldi. Díses kræst hvað við erum komnir í mikið quality stuff hérna. Við erum búnir að pikka út alla vondu molana, líka búnir með nokkra góða mola, búnir að klára rauða molann og bleika molann en núna er bara einn moli eftir í dósinni. 50 grænir þríhyrningar sem allir eru guðdómlegir á bragðið. Við ætlum að taka þetta upp um level og droppa bara 5 plötum í einu. Let's do this. Þetta eru síðustu 5 plöturnar áður en við færum okkur yfir í top fucking 20 bruh. Það er varla hægt að bera plöturnar saman lengur, ég elska þær allar svo mikið en eitthvað verður að vera númer 25 og eitthvað númer 1. Skál homie.













25. Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News (2004)
Favorite songs: The World At Large, Float On, Bukowski

Fyrsta Modest House...afsakið. Fyrsta Modest Mouse lagið sem ég kynntist var Float On. Fyrsta platan sem ég hlustaði á var þessi, Good News. Síðan þá hef ég hlustað á allt með MM og fíla þessa hljómsveit mjög mikið. En samt hefur alltaf GNFPWLBN (wow) verið uppáhalds og besta platan hjá mér þó að þeir eigi margar frábærar. Á sama tíma og ég var að hlusta stíft á þessa plötu var ég líka að lesa Bukowski sem er minn uppáhalds writer all times. Þess vegna fannst mér geðveikt að eitt lag á plötunni var tileinkað honum og finnst það ennþá.

Woke up this morning and it seemed to me
that every night turns out to be
a little bit more like Bukowski
...and yeah I know he's a pretty good read,
but God, who would wanna be such an asshole?

Sándið hjá Modest Mouse er svo one of a kind, þeir eru indíeband en samt eru eins og þeir séu að taka þetta upp 50 árum á eftir siðmenningu. Svo gamaldags villta vestrið indjána sánd eitthvað. Eins og þeir séu allir white trash fyllibyttur sem búa í trailer parki. En þessi plata er líka fokking falleg og flott, gítarspilið er geggjað og sum lögin rugl falleg.

As life get's longer, awful feels softer and it feels pretty soft to me.
And if it takes shit to make bliss, well I feel pretty blissfully.
And if life's not beautiful without the pain
well I'd rather never ever even see beauty again.

Allavega geggjuð plata frá geggjuðu bandi.





Fun Fact: Næsta plata sem kom á eftir þessari, We Were Dead Before the Ship Even Sank er frekar merkileg af mörgu leyti. Auðvitað góð plata sem ég á samt eftir að hlusta á betur. Árið 2006 tilkynntu þeir nefnilega að það væri kominn nýr gítarleikari í Modest Mouse; Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikari The Smiths. Ég fékk næstum hjartaáfall þegar ég heyrði fréttirnir svo spenntur var ég. Svo eins og gerist oft þá missir maður áhugann og þegar platan droppaði var ég bara meh. Það sem er annað merkilegt við þessa plötu er að Isaac Brock kynntist Heath Ledger þegar MM voru að túra um Ástralíu árið 2007. Ledger elskaði lagið King Rat og var búinn að undirbúa musicvideo fyrir lagið sme þeir ætluðu allir að taka upp saman. Þeir voru byrjaðir að vinna í videoinu en svo dó auðvitað Ledger svo það endaði að vera unfinished. Sorgmæddur broskall. En myndbandið kom samt út, 18 mánuðum seinna, eftir að fullt af liði hafði klárað það og lagað það en maður veit ekki hvort lokaniðurstaðan sé sú sama og Heath Ledger hugsaði sér.












24. Eminem - The Marshall Mathers LP (2000)
Favorite songs: Kill You, Stan, Marshall Mathers

Platan kom út maí 2000 og ég var nýorðinn 13 ára. Ég var á leið í 8. bekk og þessi plata gjörsamlega tók yfir fokking allt. Hver einasti gaur sem maður hitti vildi tala um þetta. Allir áttu plötuna. Allir kunnu hvert einasta lag utanaf. Þegar við fórum allir til útlanda í fótboltanum voru allir með plötuna í headphones, allir kaupandi Eminem stuff eins og posters. Sumarið 2000 var bara Eminem, Eminem, Eminem, Eminem. 15 árum seinna hefur ekkert breyst. Hún hljómar ennþá jafn fresh. Reiðin og geðveikin er ennþá jafn merkileg. Textarnir eru ennþá jafn sjokkerandi sjúkir og fyndnu kaflarnir eru ennþá jafn hilarious. Taktarnir eru ennþá jafn dark og ruglaðir. Ég er ennþá jafn hissa að þessi whiteboy með aflitaða hárið var svona fokking sturlað góður. Best er auðvitað að platan hljómar ennþá fokking vel. Gjörsamlega geggjuð plata, meistaraverk, og Eminem á toppnum.




I'm so sick and tired of being admired
that I wish that I would just die or get fired
and dropped from my label, let's stop with the fables
I'm not gonna be able to top on "My name is"
and pigeon-holed into some pop sensation
that got me rotated on rock n roll stations
and I just do not got the patience
to deal with these cocky caucasians who think
I'm 
some wigger who just tries to be black 
'cause I talk with an accent
and grab on my balls
so they always keep asking the same fucking questions
what school did I go to, what hood I grew up in
they driving me crazy I can' take it
I'm thankful for every fan I get
but I can't take a shit in the bathroom
without someone standing by it
No I won't sign your autograph
you can call me an asshole I'm glad
cause I am whatever you say I am.










23Death Cab For Cutie - The Photo Album (2001)
Favorite songs: We Laugh Indoors, Information Travels Faster, Styrofoam Plates

The Photo Album byrjar á fallegu rólegu stuttu lagi sem gæti frekar verið endalag heldur en upphafslag. Textinn er rugl sweet (hann er hér fyrir neðan). Lagið fjallar bara um að vera fyrir utan í sígó eftir að partýið er búið og sitja þar með stelpunni sem þú ert skotinn í en þora ekki að taka múvið á hana. Ótrúlega einfalt en Gibbard er snillingur sem nær að fegra allt og gera allt rómantískt. Næst kemur A Movie Script Ending sem er geggjað áður en We Laugh Indoors kemur. Einu sinni tilkynnti ég internetinu að We Laugh Indoors væri besta lag allra tíma. Trommurnar eru snargeðveikar og gítarinn dettur inn og út.

When we laugh indoors the blissful tones bounce off the walls and fall to the ground.

Þegar Gibbard byrjar að kalla I loved you Guenivere og verður alltaf æstari og æstari þangað til hann er búinn að segja það svona 800 sinnum og svo tekur hann næsta verse fokking bálreiður leggjandi allar tilfinningarnar í þetta áður en hann öskrar don't you get me started now!, well það er svo geðveikt. Og öll hljómsveitin er on fire á sama tíma, fylgir honum alla leið, trommurnar hætta aldrei og gítarspilið verður klikkaðara og klikkaðara.

There are piles on the floor of artifacts from dresser drawers and I'll help you pack.

Svo segir hann I loved you Guenivere 800 sinnum í viðbót áður en lagið endar. Information Travels Faster er annar smellur og næstu 2 lög eru rokkuð og geggjuð, sérstaklega Blacking Out the Friction sem er með svo sick gítarspili. Restin af plötunni rennur í gegn á sama leveli hvort sem það er hið þægilega Coney Island eða eitt besta lag plötunnar, Styrofoam Plates, sem fjallar um ömurlegan pabba Ben Gibbard. Hann er gjörsamlega ruthless þar og hraunar yfir hann.

You're a disgrace to the concept of family
I'll stand up and scream if the mourning remain quiet
Just cause he's gone it doesn't change the fact
that he was a bastard in life
thus a bastard in death.

Þegar ég var Death Cab fan númer 1 var The Photo Album uppáhalds Death Cab platan mín en í gegnum árin hefur Transatlanticism orðið meira uppáhalds. Dear god, hvað ég elska þessa hljómsveit.






It's gotten late and now I want to be alone
all of our friends were here, they all have gone home
and here I sit on the front porch watching the drunks stumble forth into the night
"you gave me a heart attack, I did not see you there. I thought you had disappeared so early away from here"
and this is the chance I never got to make a move
but we just talk about the people we've met in the last 5 years
and will we remember them in 10 more?
I let you bum a smoke, you quit this winter past
I've tried twice before but like this, it just will not last.





Ahh halló ég er bara Ben Gibbard og ég er með risastórt höfuð og ég er að negla Zooey Deschanel og ég veit ekki af hverju en við erum að taka mynd af okkur við hliðiná Eyrnaslapa úr Bangsímon.


22The National - High Violet (2010)
Favorite songs: Anyone's Ghost, I'm Afraid of Everyone, Vanderlyle Crybaby Geeks

I'm afraid of everyone. I don't have the drugs to sort it out! Little voice swallowing my soul, soul, soul. Stór partur af mér langaði bara að setja allar The National plöturnar á topp10. Svo mikið elska ég þessa hljómsveit. En ákvað eftir geðveikt langan umhugsunarfrest að setja High Violet í #22. #22 og #21 voru erfiðustu sætin hingað til að velja. Eyddi án djóks mörgum klukkustundum í að pæla í þessum tveimur sætum þar sem þetta eru síðustu tvö sætin fyrir topp20 og ég átti gríðarlega erfitt með að sleppa 2 plötum frá því að enda á topp20. Þetta er fullkomin National plata. I'm Afraid of Everyone er besta National lag allra tíma. Allavega mjög nálægt því. Sá þá taka þessa plötu live árið 2010 og árið 2013. Árið 2010 kom Matt Berninger út í crowdið í lokin á I'm Afraid of Everyone, hljóp um að öskra Little voice swallowing my soul, soul, soul, soul. Það þarf kannski ekki að fara mikið út í það en það var gjörsamlega það ruglaðasta sem ég hef séð. Djöfull var ég æstur. Besta hljómsveit allra tíma.



Say you stayed at home
alone with the flu
find out from friends
that wasn't true
go out at night with your headphones on, again
and walk through the manhattan valleys of the dead

didn't wanna be your ghost
didn't wanna be anyone's ghost
but i don't want anybody else.

You said I came close
as anyone's come
to live underwater
for more than a month
you said it was night inside my heart, it was
you said it should tear a kid apart, it does

I had a hole in the middle where the lightning went through it
told my friends not to worry
didn't wanna be your ghost
didn't wanna be anyone's ghost.






21Clipse - Hell Hath No Fury (2006)
Favorite songs: Ride Around Shinin', Trill, Nightmares

...and one day they may even catch up with me, man. But until then I'm Lenoardo, Catch me if you Can. Bræðurnir Malice og Pusha-T voru Clipse. Malice var fimm árum eldri en Pusha-T er auðvitað miklu frægari í dag eftir að hafa startað sólóferil. Malice er hættur. Eftir að hafa gert Lord Willin' árið 2002 lentu þeir í þvílíku veseni með plötufyrirtækið sitt. Þetta tafði plötuna massívt og allskonar vesen var í gangi sem endaði með að Clipse lögsóttu fyrirtækið til að losna í burtu. Þeir voru brjálaðir og þegar þeir loksins droppuðu plötunni árið 2006 spöruðu þeir ekkert á plötunni. Þeir voru reiðir, harðir, klikkaðir og með miklu meira dark sound.

Mask on face, glock in hand
I was in and out of homes like the Orkin man
Trick or treat niggas
I feel like Robin Hood when I share it with my hood.

Eins og vanalega var öll platan producuð af vini þeirra Pharrell og The Neptunes. Þessi plata er með svo feit beats að það er eiginlega glæpur að hlusta ekki á plötuna í geggjuðum græjum eða á rúntinum í geggjuðum græjum. Mig langar að kaupa mér svartan glæpajeppa bara til að blasta Ride Around Shinin' á rúntinum. Ride Around Shinin' er rúnturinn 101. Eða Trill sem er trilltasta lag ever. Þvílíkur bassi. Og raddirnir hjá Malice og Pusha eru svo fokking sweet. Clipse voru alltaf þekktir fyrir að keep it real og þessi plata er mesta keep it real plata sem ég veit um. Gagnrýnendur kölluðu þetta bestu "coke rap" plötu allra tíma. Damn straight.

Bitch never cook my coke, why? Never trust a ho with your child.

Hvert einasta lag er banger. Front of your crib sounding like Chinese New Year. Brat-brat-brat-ka-ka-ka-kat! Nightmares lokalagið er svo something else. Real special song. Mjög rólegt lag og það tekur mann nokkur skipti að fíla það en það sem gerir þetta lag svo amazing er lokaversið hjá Pusha-T. Það er eitt besta verse sem ég hef nokkurntímann heyrt. Fæ gæsahúð og standpínu í hvert skipti. Motherfucking ei. Nettustu og hörðustu bræður ever. Þessi plata er það ógeðslega góð að ég fæ illt í hjartað að hún slefi ekki inná topp20.






I make big money, drive big cars
everybody know me, it's like I'm a movie star
Virginia nights, sellin' hard white

to sellin' out shows, every gangsta love my flow
still I creep low, thinking niggas trying to harm me
hoping my karma ain't coming back here to haunt me

was it that nigga, I took his powder with a smile
pray to the lord, the gun ain't pop and hit that child, shit
I pilt niggas' girls back like alpha-hydroxy
spent money like Happy Days, I'm the real Fonzie!

Top off the coupe, that's how JFK got shot, B
can't let niggas roll up beside me and 2Pac me
holla if you hear me, tears flowing sincerely

check up on my block weekly, my health yearly
something's wrong with me, niggas don't get along with me
got a fo-fo, hope your body got strong kidneys, oh!







Next Up: Top 20 

Friday, March 25, 2016

30-26

FAVORITE ALBUMS
BY MAX

PART U

U: FAVORITE ALBUMS (30-26)

...And then there were only 50. Fimmtíu. 50 plötur sem eru í mestu uppáhaldi. Díses kræst hvað við erum komnir í mikið quality stuff hérna. Við erum búnir að pikka út alla vondu molana, líka búnir með nokkra góða mola, búnir að klára rauða molann og bleika molann en núna er bara einn moli eftir í dósinni. 50 grænir þríhyrningar sem allir eru guðdómlegir á bragðið. Við ætlum að taka þetta upp um level og droppa bara 5 plötum í einu. Let's do this. Það styttist í topp25 og eftir það enn betra topp10. Við erum núna komnir í top30 sem er serious shit. Fire up Sherlock Homes.











30. Red Hot Chili Peppers - Freaky Styley (1985)
Favorite songs: American Ghost Dance, If You Want Me To Stay, The Brothers Cup

Það er eitthvað við þessa helvítis plötu. Get einfaldlega ekki hætt að fíla hana. Þrátt fyrir að ég viti að þetta er svo langt frá því að vera besta platan á listanum. En síðan hvenær skiptir það máli? George Clinton, Funkadelic legendið, produaði þessa plötu og ásamt Chili Peppers bjó til gjörsamlega unique punk/funk/rapp/rokk blöndu. Orkan á þessari plötu er engu lík. Fjórir bestu vinir að leika sér að búa til tónlist. Villtir, trylltir, ungir gaurar sem voru ekki hræddir við neitt. Eiturlyfin flæddu útum allt og eftir upptökur fóru allir to the streets doing their freaky crazy stuff. Enda heitir platan Freaky Styley. Þetta er hugsanlega eina platan í sögunni þar sem eiturlyfjasali hljómsveitarinnar fékk að vera með á plötunni. Þeir voru það syndandi í dópi að þeir voru orðnir blankir við upptökur og gátu ekki borgað da dealer. Svo þeir sömdu við hann að í staðinn fyrir að fá borgað fengi hann að vera í byrjun á laginu Yertle the Turtle og segja...Look at that turtle go bro! Áður en Flea ákvað að hætta vera athyglissjúkur og róa sig aðeins niður og byrja að reyna frekar að þjóna laginu var hann fokking ofvirkur motherfucker á bassanum. Hann bjó til algjörlega nýjan bassastíl sem gerði hann frægan. Það er fokking bilað stundum að hlusta á bassann. Hillel var king of the riffs og gerir öll lög betri. Anthony var ekki orðinn góður söngvari þarna en var samt fucking shit up með geggjuðum stíl, stælum og klikkuðum textum. I was young and cool, shot a bad game of pool, and I hustled all the chumps I could find! Now they call me the swan 'cause I wave my magic wand and I loved all women to death. I partied hard, packed a mean rod, and I'll knock you out with a right or left! Cliff Martinez var svo pure heat on the drums. Eins og ég sagði áðan, það eina sem skiptir máli er hvað manni sjálfum finnst. Það má samt ekki misskiljast, þessi plata er alveg þokkalega vel metin. Af öllum RHCP plötunum hlusta ég líklegast langmest á þessa. Maður fílar það sem maður fílar...og þessi plata er fokking bomba. Haters mega fokka sér. Fuck them...just to see the look on their face! I'm freaky styley and I'm proud!











Give it up to this planet full of strife
we're the brothers cup cuttin' sharp as a knife
with the pop of a snap and the flip of a flap
the cups went up like a natural fact

with the power of the cup we are about to astound
all your preconceptions they will come unbound
we are the brothers cup coming to your town
bringing tubs of love we're going to spread it around.









29Kanye West - Late Registration (2005)
Favorite songs: Gone, Hey Mama, Diamonds From Sierra Leone (Remix)

Bestur. Eftir að hafa gert The College Dropout fylgdi hann efttir henni með þessu meistaraverki. Kanye hefur alltaf gert eitthvað algjörlega nýtt á hverri plötu og gerir hann það hér, þó að þessi plata og College Dropout eru með nokkuð svipaðan stíl. Hann tók þetta uppá annað level, production wise, samt og fékk til sín Jon Brion (Eternal Sunshine OST t.d.), snilling, til að hjálpa sér við plötuna. Einnig sótti hann innblástur í Portishead sem er sjúklega svalt. Það er meira um strengi og allskonar hljóðfæri enda Jon Brion gangandi 20-piece orchestra. Þó að sum af mest emotional og fallegustu lögum Kanye eru á þessari plötu tengi ég samt minnst tilfinningalega við hana. Roses er fokkking beautiful og Hey Mama er bara besta ástarlag allra tíma. Þegar hann söng það live stuttu eftir að mamma hans dó, það var englashit.

Last night I saw you in my dreams
now I can't wait to go to sleep
I wanna scream so loud for you

cuz I'm so proud of you
I said mommy I'mma love you till you don't hurt no more

and when I'm older you ain't gonna work no more
and I'm gonna get you that mansion we couldn't afford
see you're unbreakable, unmistakable
highly capable, lady that's making loot
a livin' legend too
just look at what heaven do
send us an angel, and I thank you.

Mama you know I love you so

and I never let you go
and I wrote this song just so you know no matter where you go
last night i saw you in my dreams
now I can't wait to go to sleep
and this life is all a dream
and my real life starts when I go to sleep.

Allavega, veit ekki hvað ég er að fara með þennan texta hérna. Öll lögin eru geðveik. Gold Digger. Drive slow homie. Gone. Crack Music. Og Kanye lætur einhvernveginn lögin passa fullkomnlega við þema lagsins og texta. Eins og Crack Music. Þetta beat er crack music. Og Drive slow homie er perfect drive slow homie lag. Gestalistinn er eins og vanalega algjört rugl: Lupe Fiasco, Nas, The Game, Jamie Foxxx, Cam'ron og svo frv. Bestur er Jay-Z en versið hans í Diamonds remix er hápunktur plötunnar að mínu mati. I'm not a businessman, I'm a business, man! Besta lína ever. Þetta er 10/10 plata alla leið homie.






Bonus song: Gott Kanye West remix er alltaf geggjað. Þetta er held ég besta remix af Kanye West lagi sem ég hef heyrt. Þetta er klikkað shit. Finn það hvergi á youtube en hægt að hlusta og downloada hér:

Kanye West - Diamonds From Sierra Leone (Cheap Thrills Remix)



28. The Velvet Underground - The Velvet Underground & Nico (1967)
Favorite songs: Venus in Furs, Run Run Run, Heroin

All the suckers halda að Stairway to Heaven sé mest epic rokklag ever. Rangt. Heroin er mest epic rokklag allra tíma. Þvílík plata. Nico. Lou Reed. John Cale. Andy Warhol. Wow. Hlustaði stanslaust á þessa plötu á meðan ég spilaði GTA Vice City. Hugsanlega sú plata sem hefur inspirað mest í sögunni, allavega ef þú miðar við hversu lítið VU sló í gegn. Það að þessi plata hafi verið gefin út 1967 er eitthvað sem truflar mig. Mér finnst það ekki meika sense. Way ahead of it's motherfucking time. Verð bara að segja það aftur. Hversu ruglað er Heroin? Kjaftæðið sem fer í gang á 04.50 goddamn. Fokking meistarar. Get ekki lýst þessari plötu, klúðra því bara. Masterpiece.




I don't know where I'm going

but I'm gonna try for the kingdom if I can
'cause it makes me feel like a man
when I put a spike into my vein
and I feel just like Jesus' son.And you can't help me now
you guys,
all you sweet girls with your sweet talk
you can all go take a walk.

I wish that i was born thousand years ago

I wish that I'd sail on the darkened seas

Heroin be the death of me
heroin it's my wife and it's my life
because when the smack begins to flow
I really don't care anymore
about all the Jim-Jims in this town
and all the politicans making crazy sounds
and everybody putting everybody else down
and all the dead bodies piled up in mounds.

Ah, when the heroin is in my blood
and that blood is in my head
then thank god that I'm as good as dead
then thank your god that I'm not aware
and thank god that I just don't care
and I guess I just don't know...









27. Joy Division - Closer (1980)
Favorite songs: Isolation, Twenty Four Hours, Decades

Þetta er ekki plata sem maður á auðvelt með að velja fav songs. Þetta er plata, ekki samansafn af lögum. Ian Curtis hengdi sig í maí 1980 og Closer kom út í júlí 1980. Þetta er ein merkilegasta plata allra tíma. Merkilegasta hljómsveit allra tíma og Ian Curtis var einn merkilegasti maður allra tíma, allavega einn sá allra áhugaverðasti. Að hlusta á hann syngja í headphones er eins og að heyra deyjandi sorgmæddan þunglyndan mann sem er löngu búinn að gefast upp vera að væla sín síðustu orð áður en hann fer til helvítis. Það mætti halda að þessi tónlist hafi verið samin í fangabúðum nasista, svo óþægilega depressing er hún. Weary inside, now our heart's lost forever. Can't replace the fear, or the thrill of the chase. Each ritual showed up the door for our wanderings. Open then shut, then slammed in our face. En tónlistin er á sama tíma falleg, frábær, ótrúleg. Eins og tónlist frá annarri plánetu. Eða tónlist frá framtíðinni. Frá árinu 2782 og allt er vont og slæmt.








In fear every day, every evening

isolation, isolation, isolation

Mother I tried please believe me

I'm doing the best I can
I'm ashamed of the things I've been put through
I'm ashamed of the person I am

But if you could just see the beauty

these things I could never describe
these pleasures a wayward distraction
this is my only lucky prize...

Isolation.









2650 Cent - Get Rich or Die Tryin' (2003)
Favorite songs: Patiently Waiting, In Da Club, U Not Like Me

Djöfull er undarlegt að fara úr Velvet Underground og Joy Division beint í 50 Cent. Fitty er kóngur og þegar hann mætti árið 2003, wow, þvílík innkoma. Hann mætti með nákvæmlega rétta karakterinn og réttu stælana. Á þessum tíma vantaði alvöru karakter í rappið. Hann mætti massaður harður dealing drugs, allur út í skotsárum. Ownaði þetta shit. In Da Club er hit of the century. Fifty er auðvitað grjótharður, skotinn 9 sinnum, still kickin' it. En hann er ekki all gangsta. 21 Questions átti t.d. ekki upprunalega að vera á plötunni. Dr. Dre sagði að hann gæti ekki verið að acta gangsta this and gangsta that og vera svo með ástarlag á plötunni. En 50 tók það ekki í mál og sagði "I'm two people. I've always had to be 2 people since I was a kid, to get by. To me that's not diversity, that's necessity!" Þetta er grjóthörð gangstarapp plata og hugsanlega besta rúntplata ever. Rúnturinn verður það harður að þig langar að fara taka drive-by á einhverja suckers. Þetta er my anthem. Mun reppa 50 og Get Rich þangað til ég dey.











Bonus song: Áður en 50 varð frægur gerði hann gucci mixtape sem hét Guess Who's Back. Þar var þetta lag, Fuck You, sem er topp5 bestu lög með honum. I've be shot 9 times my nigga, that's why I walk funny. Hit in the jaw once, that's why I talk funny!















Next Up: Top25